Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 21

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 21
SJÓNVARP Jón Olafsson í Skífunni, 42 ára, er stjórnarformaður íslenska út- varpsfélagsins og einn aðaleigandi þess, með um 35% hlut Félagið rekur sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og útvarpsstöðina Bylgj- una. Velta þess árið 1995 var tæpar 1700 milljónir. Félagið á um þriðj- ung í Frjálsri fjölmiðlun, DV. Jón er ótvírætt sjónvarpskóngurinn á íslandi þótt hann eigi að vísu ekki Islenska útvarpsfélagið einn síns liðs. ÚTVARP Jón var ein aðaldrifljöðurin í stofnun Bylgjunnar árið 1986, fyrstu einkareknu útvarpsstöðvarinnar á Islandi. Hann hefur ráðið ríkjum á stöðinni frá upphafi. Bylgjan er öflugasta einkarekna útvarpsstöð- in og samtengd við Stöð 2 á fréttatimum. TÓNLIST Skífan rekur þijár Skífu-verslanir og ílytur inn og selur tónlist af öllu tagi á geisladiskum, kassettum og myndböndum. Þá selur fyrir- tækið hljóðfæri í verslun sinni, Hlljóðfæraverslun Reykjavíkur við Grensásveg. Skífan gefur út meirihlutann af útgefinni tónlist á ís- landi. Fyrirtækið er með umboð fyrir alþjóðlegar hljómplötuútgáfur, eins og BMG, PolyGram, MCA, EMI, Island og Arista. Skífan og Spor dreifa um 80% geisladiska sem flutt eru til landsins. Þá er Skif- an eigandi upptökufyrirtækisins Stúdíó Sýrland en þar hefur breska hljómsveitin Blur tekið upp efiii. KVIKMYNDIR Fyrirtæki Skifunnar, Bíó hf., rekur Regnbogann við Hverfisgöt- una. Skífan er meðal annars með umboð fyrir 20th Century Fox og Miramax International. Hlutur Skífunnar á markaði kvikmyndahús- anna er um 15%. Fyrirtækið hefur framleitt tvær íslenskar myndir: Eins og skepnan deyr, eftir Hilmar Oddsson, og Sódóma Reykjavík, eftir Oskar Jónasson. MYNDBÖND Skífan er öflug í myndböndum og með um 30% hlut í leigumark- aði myndbanda. Fyrirtækið hefur haft einkaumboð fyrir Columbia frá upphafi en síðan hafa umboð fyrir 20th Century Fox og Castle Rock Entertainment bæst við ásamt nokkrum öðrum umboðum. Á sölumarkaði myndbanda yfir kvikmyndir er Skífan með lítinn hlut. TÖLVULEIKIR Skífan rekur verslunina Megabúð við Laugaveg 28 og sérhæfir hún sig í tölvuleikjum. Er hún meðal annars með umboð fyrir Virg- in Interactive og Electronic Arts. Sömuleiðis hefur hún umboð fyrir leiktækjatölvuna Sony Playstation á íslandi. Veldi Jóns Ólafssonar í hnofskurn. Hann sfýrir því í gegnum fyrirtæki sitt, Skífuna, sem hann stofhaði árið 1976. Jón Ólafsson er 42 ára og alinn upp í tónlistarbænum Keflavík. Jón er ótvírætt tónlistar- og sjónvarpskóngur landsins. FV-mynd: Kristján Maack. á afþreyingarmarkadnum. Þeir elda saman grátt silfur og sýna hvor öörum enga er ótvírætt bíókóngurinn en Jón tónlistar- og sjónvarþskóngurinn. mm 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.