Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 40

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 40
——1 LÍFEYRISMÁL ■ NÍU HEILRÆÐITIL EINYRKJA 1. Gangið strax í einhvem lífeyrissjóð. 2. Látið ekki alhæfingar um kosti séreignarsjóða og sam- eignarsjóða slá ykkur út af laginu. Fijálsir séreignar- sjóðir hafa sína kosti og sameignarsjóðir sömuleiðis. Staða flestra sameignarsjóða hefur styrkst til muna á tímum hárra raunvaxta á undanfömum árum. Kynnið ykkur málin! 3. Munið að eftirfarandi frjálsir lífeyrissjóðir verðbréfa- fyrirtækjanna em viðurkenndir sem lífeyrissjóðir af hinu opinbera: ALVÍB hjá VÍB, íslenski lífeyrissjóður- inn hjá Landsbréfum, Frjálsi lífeyrissjóðurinn hjá Fjár- vangi og Lífeyrissjóðurinn Eining hjá Kaupþingi. 4. Takið eftir! Aldrei er hægt að ganga að eign í líf- eyrissjóði verði einstaklingur gjaldþrota. 5. Því yngri, sem menn byija að greiða í frjálsan séreign- arlífeyrissjóð, þeim mun lengur vinna vextimir sína vinnu og skila hærri upphæð við eftirlaunaaldurinn. Það gera vaxtavextimir. 6. Sá, sem gengur í frjálsan lífeyrissjóð, ætti að kaupa sér nauðsynlegar líf- og slysatryggingar. í frjálsum sér- eignarsjóði, einum og sér, felst ekki sams konar trygg- ing og í samtryggingarsjóðunum. Enda bjóða frjálsu sjóðimir upp á pakka; greidd iðgjöld fara í lífeyrisspar- nað og til kaupa á nauðsynlegum tryggingum. Þær tryggingar em betri en hjá samtryggingarsjóðunum. 7. Einyrkjar, sem em á miðjum aldri og hafa aldrei greitt í lífeyrissjóð, ættu frekar að líta til sameignarsjóðanna vegna gmnnlífeyris. Þeir vinna sér þar inn meiri rétt- indi á kostnað sér yngra fólks í sjóðunum. Sömuleiðis fá þeir lífeyri um aldur og ævi. Jafnframt ættu þeir að leggja fyrir í frjálsan lífeyrissjóð til að stjóma tekjuflæð- inu á eftirlaunaaldrinum; fá t.d. hærri greiðslur frá 67 til 75 ára en frá 75 til 85 ára. 8. Þeir, sem em í samtryggingarsjóðum, ættu að spyrja sig að því hversu góð samtryggingin sé varðandi maka-, bama-, og örorkulífeyri. Hversu mikinn maka- lífeyri fær til dæmis kona, sem er fertug og missir maka sinn? 9. Gleymið ekki að tryggingarþörfin er mest þegar skuld- ir fólks em mestar; verið er að stofna fjölskyldu og kaupa sér húsnæði. Ekki spara þá við ykkur í líf- og slysatryggingum!! Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs: DÓMUR í MÁLIHELGA MARKAR TÍMAMÓT Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, segir að dómur í máli Helga G. Þórðarsonar sé timamótavið- burður í skattlagningu lífeyrissjóða. „Fyrir tveimur árum var spamaður í lífeyrissjóði óhagstæðasta spamaðarformið skatta- lega séð. Með dómnum í máli Helga, auk frádráttarbæmi ið- gjalda launþega og eftir tilkomu fjármagnstekjuskattsins, er spamaður í löggiltum lífeyrissjóðum eitthvert hagstæðasta spamaðarformið með tilliti til skatta. Hafa verður í huga að skattfrelsið er takmarkað við ákveðna upphæð af launum.“ „Þegar mannljöldaspár em hafðar í huga, en þær gera ráð fyrir að á bak við hvem lífeyris- þega verði 3 vinnandi menn ár- ið 2030 í stað 6 núna, er engin furða að ríkisvaldið sjái sér hag í því að hvetja til spamaðar í hfeyrissjóði - en það er ekki fjármagnstekjuskattur á líf- eyrissjóði," segir Brynhildur. „Önnur spamaðarform, sem em að nokkm leyti með skattaívilnun, em ríkisverð- bréf sem njóta eignaskatts- frelsis, hlutabréf sem njóta að hluta til eignaskattsfrelsis og tekjuskattsfrádráttar, svo og lífeyristryggingar sem njóta eignaskattsfrelsis. Ef bomir em saman þrír kostir, sem geta talist reglulegur spamaður, þ.e. spariskírteini í áskrift, lífeyristryggingar og lífeyrissjóðir, kemur í ljós að munur, sem byggist eingöngu á mismunandi skattareglum, getur numið háum fjárhæðum. Ép sýni þetta með dæmi hér til hliðar. * í Bretlandi er tekinn 25% fjármagnstekjuskattur af ávöxtun lífeyristrygginga sem fást ekki endurgreiddar þrátt fyrir tví- sköttunarsamninga, þar sem sjóðurinn sjálfur greiðir skatt- inn. Hins vegar gæti skatturinn jafnvel orðið hærri þar sem ís- lendingar eiga rétt á skattinum og gætu þar með lagt 10% fjár- magnstekjuskatt á það sem eftir er ávöxtunarinnar. Á þessu dæmi sést að mun- ur milli spamaðarforma, ein- göngu út frá skattalegu sjónar- miði, er 550.996 kr. milli líf- eyrissjóðs og spariskírteina rflcissjóðs en 1.272.484 kr. á milli lífeyrissjóðs og lífeyris- tryggingar. Fjárfestar ættu því að hugsa sinn gang áður en þeir velja spamaðarform." Dæmi: Einstaklingur leggur fyrir 15.000 kr. á mán- uði í 25 ár, greiðir 40% tekjuskatt. Lífeyris- Spariskírteini Bresk Forsendur: sjóður ríkissjóðs lífeyristrygging Inngreiðsla 15.000 15.000 15.000 Tekjuskattur 0 6.000 6.000 Nettó inngr. 15.000 9.000 9.000 Ávöxtun á ári 6% 6% 6% Fjármagns- tekjuskattur 0% 10% 25%* Nettó ávöxtun 6% 5.40% 4.5% Eign e. 25 ár 10.446.884,- 5.717.134,- 4.995.646,- Tekjuskattur 4.178.754,- 0 0 Nettó eign 6.268.130,- 5.717.134,- 4.995.646,- 40

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.