Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 78

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 78
stór hús við þessa dýr- ustu götu borgarinnar hafa verið seld og önnur eru til sölu en einnig hef- ur talsvert af hlutum húsa, einkum verslunar- pláss á jarðhæðum geng- ið kaupum og sölum. Upplýsingar um verð á verslunar- og atvinnu- húsnæði eru byggðar á samtölum við þá, sem þekkja til í slíkum við- skiptum, en Fasteigna- mat ríkisins heldur ekki saman upplýsingum um slíkt húsnæði líkt og gert er með íbúðarhúsnæði. Að sögn Snorra Gunn- arssonar hjá Fasteigna- matinu er skortur á upp- lýsingum um eigenda- skipti og verð höfuðástæðan. APÓTEKIÐ SELT FYRIR 140 MILUÓNIR Almennt segja fast- eignasalar að fermetri í litlu verslunarhúsnæði á jarðhæð við Laugaveg- inn á góðum stað kosti 110-120 þúsund, í mesta lagi 150 þúsund krónur. Þama er átt við húsnæði Stór hluti, eða um 1.734 fermetrar, í þessu húsi við Lauga- veg 103, sem hefur verið í eigu Brunabótafélags íslands um árabil, og síðar VÍS, var seldur á sl. ári. Kaupandi var Dyr- hólmi hf., fyrirtæki í eigu Þráins Karlssonar verkfræðings og eiginkonu hans, Birnu Magnúsdóttur handavinnukenn- ara. minna en 200 fermetrar og með góð- um stað er átt við fyrir neðan Snorra- braut. Á efri hæðum kostar fermetr- inn minna og ýmsir þættir, s.s. stærð, aldur og notagildi, hafa áhrif á kaupverð til lækkunar. Sú sala, sem mesta athygli vakti, er án efa kaup Karl Steingrímssonar, kaupmanns í Pelsinum, á húsinu núm- er 16 við Laugaveg sem hýsir Lauga- vegsapótek. Þetta er húseign upp á 1.598 fermetra. Kaupverð var ekki gefið upp en Frjáls verslun hefur traustar heimildir fyrir því að það hafi verið rétt um 140 milljónir króna. Það þýðir að verðið hefur verið í kringum 90 þúsund krónur fyrir fermetrann. Húsið hafði verið til sölu um hríð og ýmsir sýnt því áhuga. Stóð lengi til að Söngskólinn í Reykjavík eignaðist húsið. Forráðamenn skólans höfðu gert tilboð sem var til umræðu og munaði aðeins hálftíma að þeim tæk- ist að skila inn gagntilboði móti Karli í tæka tíð. DYRHÓLMIBÆTIR VIÐ SIG Stærsta húseignin, sem var seld á síðasta ári við Laugaveg, var þegar Dyrhólmi hf. keypti 1734 fermetra húsnæði við Laugaveg 103 af Vá- tryggingafélagi íslands. Þetta er hluti af stóru húsi á þremur hæðum og í þeim parti, sem Dyrhólmi keypti, eru tvö verslunarpláss á jarðhæðinni. Eigendur Dyrhólma eru Þráinn Karlsson verkfræðingur og Birna Magnúsdóttir handavinnukennari, eiginkona hans. Fyrir áttu þau fimm önnur verslunarhúsnæði við Lauga- veginn, í húsum númer 62 og 12. í samtali við Frjálsa verslun vildi Þrá- inn ekki gefa upp kaupverð Lauga- vegar 103. Miðað við gefnar forsend- ur hér að framan hefur það verið á bilinu 130-150 milljónir. Aðrar stórar eignir, sem voru seldar við Laugaveginn, voru t.d. jarðhæðin við Laugaveg 13. Þarna eru á ferðinni Hákon Magnússon, skip- stjóri og útgerðarmaður áHúnaröst, ogijölskylda hans. Hákon Hákonar- son, sonur hans, hefur haslað sér völl í fata- verslun með Herrunum og gengið vel. Hákon eldri seldi nýlega hlut sinn í Húnaröstinni og fiskimjölsverksmiðju á Hornafirði og hefur hætt útgerð og skipstjórn. Einnig mætti nefna að Náttúrulækningafélagið seldi 583 fermetra á Laugavegi 20b. Þrír eig- endur eru skráðir, þeir Jón Rafns Antonsson, Helgi Þorvalds Gunnars- son og Bertil ehf. Smærri einingar, sem skiptu um eigendur ný- lega, eru t.d. Laugaveg- ur 97, gegnt Stjömubíó þar sem þrjú verslunar- pláss seldust. Það var Jack&Jones fataverslun sem keypti. í staðinn var selt 250 fermetra húsnæði á Laugavegi 81 en fyrir áttu sömu eigendur allt húsið á Laugavegi 95. Jón Ólafsson, eigandi Skífunnar, keypti á Laugavegi 86 en Jón Sigurjónsson, annar eigenda Jóns og Óskars, keypti Laugaveg 53. Einnig var nýlega selt húsnæði á Laugavegi 66, Laugavegi 47 og Laugavegur 71 skipti um eigendur. Af stórum húseignum í nágrenni Lauga- vegar mætti nefna að Hafnarstræti 1-3 var selt, fjármálaráðuneytið keypti hlut Dagsbrúnar í Lindargötu 9 jjegar Dagsbrún flutti upp í Skipholt. Á Lindargötu 9 átti Dagsbrún 50% hlut í 1.366 fermetrum og mun hafa fengið 58 milljónir fyrir. Það lætur nærri að vera 85 þúsund krónur fyrir hvem fermetra. Einnig seldust ísa- foldarhúsin svokölluðu á Vegamóta- stíg 4 en það var Frank W. Sands sem 78

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.