Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 18
Magnús Oddsson ferðamálastjóri. „Áhrif Bjarkar eru fyrst og fremst óbein. Það er auðveldara að selja ferðir hingað því fleiri þekkja landið.” Magnús Oddsson ferðamálastjóri: AUÐVELDAR SOLU FERÐA 011 landkynning auðveldar ferðaþjónustunni að koma vöru sinni á framfæri. Það er búið að segja mönnum að landið sé til. Það, að nafn ís- lands komi ævinlega við sögu þegar fjallað er um Björk, hefur verið mikils virði - og þá kannski enn frek- ar hvað hún hefur skapað mikinn áhuga hjá fjölmiðla- fólki á landinu. Það felast í því mikil margföldunaráhrif að fá hingað til lands blaða- og sjónvarpsmenn - því fleiri fylgja í kjölfarið. Við erum til dæmis enn að fá fjöl- miðla til landsins sem rekja má til sýningar þáttarins Good Morning America frá íslandi í fyrra. Öll umfjöll- un um Island kallar yfirleitt á aðra umfjöllun. - þótt hún skapi ekki endilega sölu ferða til landsins einmitt þá stundina; en hún auðveldar sölu þeirra síðar. Ég tel samt að ekki megi ofmeta áhrifin þótt einn einstaklingur verði heimsþekktur og að það, eitt og sér, auki sjálfkrafa fisksölu, ferðalög eða viðskipti. Ahrifin eru fyrst og fremst óbein. Það er auðveldara að selja ferðir til Islands því fleiri þekkja landið. Þetta sýndi sig vel þegar Ásgeir Sigurvinsson var á hátindi ferils síns í Þýskalandi í kringum 1984. ísland varð þekkt á hans svæði í Þýskalandi og það auðveldaði mjög alla ferðakynningu og sölu ferða þar. Gleymum því ekki að margir samverkandi þættir valda því að út- lendingar kaupa ferðir til Islands og þar vegur náttúra landsins þyngst.” - En hvers vegna er Björk ekki fengin til að selja ís- land í auglýsingum? „Það gæti verið næsta skref. Ég veit að vísu ekki hvort hún hafi áhuga eða tíma til þess. En ekki er nokkur vafi á að þá yrðu áhrif hennar mun sterkari. Mörg lönd hafa notað þekkta einstaklinga til að segja hvaðan þeir séu og lýsa gæðum lands síns í auglýsing- um. Ingemar Stenmark skiðakappi gerði þetta til dæm- is fyrir Svíþjóð.” SENDIR HEIMSPRESSUNA TIL ÍSLANDS Björk hefur á undanförnum árum vakið áhuga hundruð erlendra blaðamanna á landinu sem í kjölfarið hafa sótt landið heim og skrifað um það í heimspressuna. HVER FERÐAMAÐUR VERÐMÆTUR Hver erlendur ferðamaður er afar verðmætur. Fyrir það fyrsta ber hann hróður landsins út til vina og ættingja sé hann á annað borð ánægður með dvölina. Ánægður ferðalangur er því í raun gangandi aug- lýsing fyrir landið - og kannski sú besta. Hann segir frá landi og þjóð af eigin reynslu. í annan stað skapar hver erlendur ferðamaður umtals- verðar gjaldeyristekjur með komu sinni. í ljósi þessa endurspeglast mik- ilvægi landkynningar Bjarkar með því að halda nafni landsins stöðugt á lofti. Gjaldeyristekjur Islendinga af erlendum ferðamönnum námu tæp- um 21 milljarði króna á árinu 1996 þegar hingað komu rúmlega 200 þús- und erlendir gestir. Tekjur af hveijum erlendum ferðamanni er því að jafnaði um 100 þúsund krónur. Það segir þó ekki allt. Viðbótarhagnað- ur af hveijum gesti stígur hratt því hann bætir nýtingu hótela, veitinga- húsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustunni. Stökkbreyting í komu er- lendra ferðamanna kallar þó á auknar fjárfestingar í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er ekki aðeins kröftug atvinnugrein í öflun gjaldeyris heldur margfaldar hún líka veltuna í öðrum þjónustugreinum; fyrir vik- ið eykst þjóðarframleiðslan umfram vöxtinn í ferðaþjónustunni. Hér er gamli góði margfaldarinn að störfum! Eitt helsta vandamál smáþjóða, eins og íslands, í alþjóðlegri ferða- mennsku er að halda nafni sínu stöðugt á lofti. Þess vegna er það nán- ast happdrættisvinningur að eiga alþjóðlega poppstjörnu sem minnir stöðugt á nafn landsins á erlendum vettvangi. Ekki síst þegar haft er í huga hversu erfitt er orðið að komast að í sterkum og útbreiddum er- lendum íjölmiðlum. Eftir því sem mikilvægi ferðaþjónustunnar í heims- viðskiptum hefur aukist því meira kapp leggja aðrar þjóðir á að komast að í fjölmiðlum - og laða þannig til sín ferðamenn. Það er barist um bit- ann; eðlilega! FESTIST í UNDIRMEÐVITUNDINNI Vegna Bjarkar festist nafniö ósjálfrátt í undirmeðvitund fólks. Þegar þaö hyggur síðan á feröalag skimar þaö í huganum yfir nokkur spenn- andi lönd og þá kemur ísland upp í hugann; landiö með hrikalegu náttúruna. Þaö man eftir nafninu. í kjölfarið leitar það sér frekari upp- lýsinga. Auglýsingar í erlendum ijölmiðlum eru dýrar. Birting á 30 sekúndna sjónvarpsauglýsingu í Bandaríkjunum kostar um 80 þúsund dollara, eða um 6 milljónir króna. í Bretlandi er verðið hærra eða um 70 til 90 þúsund sterlingspund, eða frá tæpum 8 til 10 milljónum króna. í báðum tilvikum er gert ráð fyrir að auglýsingin birtist á góðum tíma. Verðið er þó enn hærra þegar um einstaka atburði er að ræða þar sem búist er við metfjölda áhorfenda, eins og í síðasta þætti skemmtikraftsins Seinfelds, svo dæmi sé tekið. Heilsíða í New York Times kostar um 80 þúsund dollara, eða um 6 milljónir króna. Og heilsíðan í breska blaðinu Sun kostar um 39 þúsund sterlingspund, eða um 4,5 milljónir króna. Þetta sýnir hve verðmæt öll ókeypis kynning, eins og Bjarkar á Islandi, er í er- lendum ijölmiðlum. Á undanförnum fimm árum hafa jafnt og þétt birst viðtöl og frásagn- ir af Björk frá íslandi. Á besta tíma í sjónvarpi hefur verið sýnt frá því þar sem hún tekur við alþjóðlegum verðlaunum. Hún fær athygli - og nafn- ið ísland í leiðinni. Vegna þess hve dýrt er að auglýsa í erlendum fjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.