Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 17
^■hmbí forsíðugrein mmmuam
manna á landinu sem í kjölíarið hafa sótt landið heim og skrifað
um það. Utlendingar eru orðnir meðvitaðri um landið. Áður var
gantast með það að Island hefði enga ímynd á erlendum vettvangi,
einfaldlega vegna þess að það þekktí nánast enginn landið og
hafði varla heyrt á það minnst - hvað þá að fólk vissi hvar það væri.
Fullyrða má að hægt væri að lyfta Grettístaki ef íslensk ferðaþjón-
usta nýttí sér betur krafta Bjarkar, fengi hana í lið með sér og grei-
ddi henni fyrir að koma fram í auglýsingum og selja ferðir til ís-
lands. Það er eftirtektarvert að Björk hefur haldið útí sinni ís-
Iandskynningu upp á eigin spýtur.
HELDUR NAFNIÍSLANDS Á LOFTI
Ævintýri Bjarkar Guðmundsdóttur sem alþjóðlegrar söng-
stjörnu hófst fyrir næstum fimm árum þegar hún gaf út plötuna
Debut. Tveimur árum síðar gaf hún út plötuna Post. Þessar plötur
slógu í gegn og gerðu Björk að auðugri konu. Frá því að frægðar-
sól hennar hækkaði á himni hefur hún verið óþrjótandi við að veita
viðtöl og koma nafni íslands að. Vissulega er það fyrst og fremst
Björk sjálf sem hagnast á því að vera alþjóðleg stjarna og heims-
fræg. En óbeint hefur hún lagt fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónstu
lið með því að halda nafni íslands á lofti - fyrirtækjum sem unnið
hafa sína heimavinnu og bjóða upp á fjölbreyttar ferðir tíl íslands
þar sem keppst er við að taka sem best á móti hinum erlendu gest-
um með sérhæfðum ferðum um íslenska náttúru, skemmtunum,
góðri gistíngu og litríkri matargerð. Án ötullar heimavinnu ferða-
þjónustunnar sjálfrar hefði stöðug kynning Bjarkar á landi og þjóð
haft lítið að segja.
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vex hraðast í heiminum.
FRÉTTASKÝRING: Jón G. Hauksson.
íslensk náttúra. Hún reynist helsti segullinn á erlenda ferða-
menn þótt margt fleira komi til eins og hreint Ioft, góð hótel,
leiðakerfi Flugleiða, skemmtanalif Reykjavíkur, matargerð á
heimsvísu, menning, söguslóðir Islendingasagna, íslenski
hesturinn - og fiölbreyttar ferðir til fialla, jökla og sjávar.
Björk greypir hins vegar nafh Islands inn í undirmeðvitund
fólks.
Þar kemur tvennt tíl. Fólk hefur meiri frítíma og sömuleiðis hafa
ráðstöfúnartekjur fólks aukist. Auknar tekjur fólks ráða eflaust
mestu um ferðalög þess. Komi afturkippur í heimsverslun og hag-
vöxt endurspeglast það fljótt í færri ferðalögum fólks á milli landa.
Heimsbyggðin gekk í gegnum tvær erfiðar olíukreppur á áttunda
áratugnum, fyrst 73 og aftur 79. Enda sýndi það sig að á þessum
árum fjölgaði ferðum útlendinga tíl Islands ekkert og fjöldi
erlendra gesta var á bilinu 65 tíl 70 þúsund á ári. En upp
úr ‘80 hefur verið ágætur stígandi í komu erlendra
ferðamanna hingað þótt smávægilegrar stöðnunar hafi
gætt á tímabilinu ‘88 til ‘92. Frá árinu ‘92 hefur útlendum
gestum hins vegar fjölgað skarpt og nam fjöldi þeirra um
207 þúsundum á síðasta ári. Á síðustu sautján árum hefur fiöldi
þeirra því þrefaldast!!! Og gæfuhjólið heldur áfram að snúast því
fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjölgaði þeim um 17%. Sú breyting hef-
ur orðið á að jafn margir útlendingar koma hingað yfir vetrarmán-
uðina og á sumrin. Áður voru veturnir nánast „dauðir” en síðan reið
yfir holskefla á sumrin þar sem allt var yfirbókað. Þetta þýddi að
tekjur ferðaþjónustunnar urðu tíl á aðeins þremur tíl fiórum mánuð-
um á ári. Þetta er góð breyting - og að henni var stefnt.
Komur erlendra feröamanna til
íslands 1973-1996
í þús.
200
150
100
50
73 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 95 97
Ætla verður að frítími fólks og almenn hagsæld í heiminum
ráði mestu um ferðalög fólks sem og verð og kynning á
spennandi ferðum. Földi erlendra ferðamanna hefúr þrefald-
ast frá árínu 1980. Björk varð heimsfræg árið 1993, fyrir
tæpum fimm árum.
FÁUM BJÖRK í AUGLÝSINGAR!
Fullyrða má aö hægt væri að lyfta Grettistaki ef íslensk ferðaþjónusta nýtti sér betur krafta Bjarkar, fengi hana í lið með sér
og greiddi henni fyrir að koma fram í auglýsingum og selja ferðir til íslands. Það er eftirtektarvert að Björk hefur haldið úti sinni
íslandskynningu upp á eigin spýtur.
17