Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 28
verði náð á næstu 3 árum. Þetta eru
þær spár sem bæði Tal hf og Lands-
síminn byggja sínar útbreiðsluspár og
markaðssókn á.
Þannig má segja að samkeppni
símafýrirtækjanna snúist um 50-60
þúsund óselda farsíma. Það er álit
Tals hf að til þess að fyrirtækið geti
þrifist í því fákeppnisumhverfi sem
hér ríkir á símamarkaðnum verði það
að hafa a.m.k. 30% markaðshlutdeild.
Það þýðir væntanlega miðað við gefn-
ar forsendur að eftir 3 ár verði áskrif-
endurTals orðnir 30 þúsund. Það þýð-
ir um 10 þúsund áskrifendur á ári eða
um 200 á viku hverri. Fyrstu vikuna
sem fyrirtækið starfaði fékk það 500
áskrifendur þannig að segja má með
góðum vilja að það hafi fengið fljúg-
andi start.
Á síðasta ári mun farsímanotend-
um á Islandi hafa fjölgað um 16 þús-
und þannig að þróunin er í raun trú-
lega hraðari en spáð er.
I Evrópu er áætlað að nú séu um 50
milljónir farsíma í notkun og talið að
sá fjöldi nái 140 milljónum á næstu
fimm árum. Því er spáð að í Mið-Evr-
ópu og Austur-Evrópu aukist notkun
einkum á fyrirtækjasviði en í vestur-
hluta álfúnnar, sérstaklega Skandinav-
íu aukist einkum einkanotkun. Þannig
er augljóslega litið á þann heimshluta
sem Island tilheyrir sem mesta vaxtar-
svæði fyrir símanotkun á næstu árum.
Arnþór Halldórson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf. Hann segir
fyrirtífikið þurfa að minnsta kosti 30% markaðshlutdeild til að lifa.
um hylli þeirra sem nota GSM síma.
Tal hefúr reyndar lýst því yfir að það
komi til með að víkka út starfsemi
sína.
GSM er samskiptamáti nútímans.
Þessir litlu handhægu símar, sem eru
léttari en fis og rúmast í vasa, hafa
breiðst með eldingarhraða út meðal
þjóða undanfarin ár. Þarna er ísland
engin undantekning en nú eru um 47
þúsund GSM númer í notkun á ís-
landi og þeim fiölgar hröðum skref-
um. Það eru reyndar nágrannar okk-
ar, frændur og vinir í Finnlandi, Nor-
egi, Svíþjóð og Danmörku sem eiga
met í GSM notkun. Á heimsvísu erum
við íslendingar í 6.-7. sæti hvað varðar
útbreiðslu farsíma.
Út frá þessum tölum hafa menn
reiknað út að líklegt væri að 100 þús-
und Islendingar vildu eiga GSM síma
ef þeir fengju hann á góðu verði. Flest-
ir eru sammála um að þessu marki
Samkeppnin er þegar farin af stað
hérlendis og birtist neytendum í ýmis
konar tilboðum. Landsíminn býður
upp á afslátt fyrir pör eða hjón og aug-
lýsir GSM pör. Tal hefur svarað með
því að bjóða lægra fastagjald og hag-
stæðari kjör þó varlega sé farið í
fyrstu. Fulltrúar Tals hafa lýst því yfir
að þeir muni einkum keppa með því
að bjóða betri og fiölþættari þjónustu
en muni ekki undirbjóða verðið fyrir
notkun símanna.
Tal býður neytendum fimm mis-
munandi leiðir í gjaldskrá á móti
þremur valkostum Landssímans.
ALLIR í SÍMANUM!
Þaö eru reyndar nágrannar okkar, frændur og vinir í Finnlandi, Noregi, Svíþjóö og
Danmörku sem eiga met í GSIVI notkun. Á heimsvísu erum við íslendingar í 6.-7. sæti
hvaö varðar útbreiðslu farsíma.
28