Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 20
TIL FRÓÐLEIKS
A. Yfir 700 erlendir fjölmiölamenn komu hingaö til lands á síöasta ári
■ enda er lögö áhersla á aö fá hingaö erlenda blaöamenn. Á síð-
asta ári komu sextán sjónvarpsstöðvar eingöngu til að fjalla um
trú okkar á álfa og huldufólk.
B. Sú breyting hefur oröiö á aö jafnmargir útlendingar koma hingað
yfir vetrarmánuðina og á sumrin. Skýringarnar eru þrjár: 1. Aukin
tiðni ferða Flugleiða og bætt netkerfi þeirra varöandi ýmsar fiug-
leiöir stórborga.
2. Verðlækkanir i feröaþjónustunni yfir vetrarmánuöina til að
standast samkeppni á svonefndum borgarmarkaði. 3. Bætt vöru-
þróun. Þróaðar hafa verið stuttar ferðir til íslands þannig að fólk
geti kynnst sem mestu á nokkrum dögum - en áður var mest lagt
upp úr tveggja til þriggja vikna ferðum.
C. Flugleiðir eyða um 1,2 milljörðum í auglýsingar og sölustarf er-
lendis, þ.e. að halda úti sölukerfinu.
hversu stóran þátt þær eiga í árangri her-
ferða og sölu vara. Hvað var auglýsingarinn-
ar og hvað var vörunnar sjálfrar? Menn
deila um hvað sé hvors en hvorugt getur þó
án hins verið. Reglan er þó þessi: Góð aug-
lýsing byrjar á góðri vöru. Því má segja að
góð íslandskynning Bjarkar heijist á góðu ís-
landi sem er þess virði að sækja heim - og
sem er í stakk búið til að taka á móti gestum
og veita þeim þá þjónustu sem þeir sækjast
efdr.
í FYLGDARLIÐI FORSETANS?
Þetta leiðir hugann að því hvort íslensk
ferðaþjónusta geti ekki nýtt sér frægð og frama
Bjarkar enn frekar með því að fá hana beint í lið
með sér. Hún gætí auglýst beint fyrir Flugleiðir,
Ferðamálaráð, sölufýrirtækin í sjávarútvegi,
hugbúnaðarfyrirtækin og svo framvegis. Hún
gætí þess vegna verið annað veifið í fylgdarliði
forsetans í opinberum heimsóknum; haldið tón-
leika í tengslum við ferðir hans. Auðvitað myndi
þetta kosta stórfé því Björk er alþjóðleg stjarna.
Það er svo önnur saga hvort hún hafi áhuga á -
eða tíma tíl - að vera í slíkri beinni sölumennsku.
Stóra málið er að sýna framsækni og stórhug
og gera meira úr Islandi í heild sinni. Eða eins og
einn viðmælandi Fijálsrar verslunar orðaði það:
„Við erum lítil eining. Þess vegna eigum við að
stækka hljómsveitina og spila öll sama lagið. Því stærri hljómsveit
- þeim mun meiri kraftur; meiri samhljómur. Við eigum að vinna
með öllum þeim einstaklingum sem „meika það” á erlendum vett-
vangi.”
Minna má á að það er gamalt og gott bragð í auglýsingum að
láta þekkta einstaklinga auglýsa vörur og fyrirtæki. Erlend stór-
fyrirtæki nýta sér þetta út í ystu æsar - og hafa líka fé til þess. Yf-
irleitt sækjast fyrirtækin eftír afburðafólki tíl að auglýsa vörur sín-
ar, ekki síst poppstjörnum, leikurum og íþróttamönnum. Breska
hljómsveitin Spice girls aug-
lýsir tíl dæmis Pepsi - og tók
raunar þar við af poppstjörn-
unni Mikael Jackson. Sömu-
leiðis hefur fyrirsætan Cindy
Crawford auglýst Pepsi. Og
svona mætti áfram telja. Þessi
aðferð er notuð ótrúlega mik-
ið í auglýsingum erlendis. Hvers vegna ekki að
semja við Björk um að koma fram í auglýsingum
og auglýsa ferðir til Islands og íslenskar vörur?!
Þótt Björk sé líklegast orðin þekktastí íslend-
ingurinn á erlendri grund frá upphafi er hún langt
í frá að vera eini Frónbúinn sem orðið hefur
þekktur erlendis - og útlendingar tengja við ís-
land. Að sögn manna í viðskiptalífinu, sem í
áraraðir hafa ferðast mikið til útlanda, virðist
Björk þó toppa alla aðra íslendinga - og fslensk
nöfh - í frægð. Af öðrum þekktum íslendingum
erlendis má nefna Nóbelsskáldið Halldór Kiljan
Laxness. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda
tungumála og munu Halldór og bækur hans lifa
um ókomna tfð. Snorri Sturluson og aðrir
sagnaritarar íslendingasagnanna munu lifa um
aldur og ævi vegna þess hve íslendingasög-
urnar hafa verið þýddar víða. Hingað koma
útlendingar til að sækja heim söguslóðir ís-
lendingasagna. Leifur heppni Eiríksson er
þekktur í Bandaríkjunum sem maðurinn sem
fann Ameríku fyrir rúmum þúsund árum.
Ekki mun draga úr frægð hans þegar haldið
verður upp á landafundinn með tilheyrandi
hátíðahöldum í Bandaríkjunum. Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, varð
skyndilega mjög þekkt í Evrópu og Banda-
ríkjunum árið 1980 þegar hún var kjörin
forseti - og ísland komst þá á kortið sem þjóðin
sem varð fyrst til að kjósa sér kvenforseta. íþróttamennirnir Ás-
geir Sigurvinsson og Alþert Guðmundsson urðu verulega þekkt-
ir í Evrópu þegar frægðarsól þeirra reis sem hæst í knattspyrnu;
sérstaklega í þeim löndum þar sem þeir spiluðu. Ásgeir mun til
dæmis hafa auðveldað mjög markaðsherferð íslenskra ferðaskrif-
stofa í Þýskalandi í kringum árið 1984 en þá kom f ljós að á ákveðn-
um svæðum í Þýskalandi vissu ótrúlega margir um Sigurvinsson
og ísland - og eftirleikurinn við að selja ferðir hingað varð fyrir vik-
ið auðveldari. Sterkasti maður heims, Magnús Ver, er nokkuð
þekktur á Bretlandseyjum sem
jötuninn frá Islandi. Þá var Jón
Páll Sigmarsson þekktur á
Bretlandseyjum. Islensku stór-
meistararnir í skák urðu um
tíma þekktir á meðal skáká-
hugafólks i Norður-Evrópu og
Bandaríkjunum undir for-
Gjaldeyristekjur af
feröaþjónustu
ir 205 þúsund erlendir
rðamennkomutillandsms
Vrra og skiluðu þeiryfir21
mLrði í gjaldeyristekjum.
£r af hvÍrjum erlendum
srðamanni ;
00 þúsund
JsLTIri til kynningar
BjarkarúlandinunemamP
HAPPDRÆTTISVINNINGUR
Eitt helsta vandamál smáþjóöa, eins og íslands,
í alþjóölegri feröamennsku er að halda nafni sínu stööugt á
lofti. Þess vegna er það nánast happdrættisvinningur aö eiga
alþjóölega poppstjörnu sem minnir stöðugt á nafn landsins í
heimspressunni.
20