Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 55
FRÉTTASKÝRING
markstryggingavernd og í lögunum
er gert ráð fyrir að sjóðfélagar geti
gert það með því að greiða bæði í
séreignar- og samtryggingasjóð,”
sagði Gunnar Baldvinsson, for-
stöðumaður ALVÍB.
„Helstu ókostir laganna eru að
mínu mati þeir að aðild að tilteknum
lífeyrissjóðum er ekki frjáls, en ég
tel það vera mannréttindamál að
fólk geti valið sér lífeyrissjóð auk
þess sem það myndi leiða til aukinn-
ar samkeppni og betri reksturs sjóð-
anna. Að vísu gera lögin ráð fyrir
nokkurri tilslökun að þessu leyti frá
þvi sem var og vonandi er það bara
fyrsta skrefið að því að einstaklingar geti valið sér lífeyrissjóð sjálf-
ir. Til viðbótar gagnrýni ég lögin fyrir að taka ekki tillit til áunn-
inna lifeyrisréttinda heldur láta sjóðfélaga að halda áfram að
byggja upp rétt til ævilangra lifeyrisgreiðslna þrátt fyrir að þeir
séu búnir að tryggja sér viðunandi lífeyrisgreiðslur.
Hjá ALVÍB munum við bjóða sjóðfélögum að velja sér verðbréfa-
söfn en þannig geta þeir sniðið ávöxtunina að eigin þörfum. Þá hef-
ur stjórnin ákveðið að setja á stofn Tryggingadeild lífeyrissjóða en
þar geta sjóðfélagar tryggt sér nauðsynlega lágmarkstrygginga-
vernd auk þess að bæta við sig viðbótartryggingum. ALVÍB er það
fjölmennur sjóður að þessi leið er fær og með þessu getum við boð-
ið sjóðfélögum ódýrar og öruggar tryggingar. Við munum jafn-
framt bjóða sjóðfélögum viðbótartryggingar frá SAMLIF, eins og
nánar er útskýrt í Litlu bókinni um lífeyrismál. Utkoman er sú að
sjóðfélögum okkar stendur til boða að velja sér verðbréfasöfri og
meira úrval trygginga en nokkur annar lífeyrissjóður býður.” 33
Gunnar Baldvinsson,
forstöðumaður ALVIB.
Guðbjörn Maronson hjá Búnaðarbanka Verðbréjum:
MARGIR NÝIR VALKOSTIR
E1
ikilvægasta at-
riði nýrra laga
er að nú verður
öllum gert skylt að greiða
í lífeyrissjóð og er skattyf-
irvöldum ætlað að hafa eft-
irlit með því og sjá til að
svo verði. Þetta mun ör-
ugglega leiða til þess að
þeir sem hingað til hafa
ekki greitt í neinn lífeyris-
sjóð, eða gert það á ófull-
nægjandi hátt, munu nú þurfa að skipuleggja sín lifeyrismál,”
sagði Guðbjörn Maronson, forstöðumaður Eignavörslu hjá Bún-
aðarbankanum Verðbréfum.
„Almenna þróunin í lífeyrismálum er sú að fólk vill bæði fara
fyrr á eftirlaun og eins vill fólk hafa meira á milli handanna til að
njóta sem best áranna eftir að það hættir að vinna. Ríkisstjórnin
hefur gefið fyrirheit um að frá og með næstu áramótum geti laun-
þegar aukið greiðslur í lífeyrissjóði úr 4% af launum í 6% án þess
Guðbjörn Maronson, forstöðu-
maður Eignavörslu hjá Bún-
aðarbankanum Verðbréfúm.
að greiða af þeim tekjuskatt (fyrr en að eftirlaunaaldri er náð) og
almennt má gera ráð fyrir að fólk muni á næstu árum leggja hærri
hluta launa sinna fyrir í þessum tilgangi.
Þótt ný lög hafi vissulega ekki opnað fyrir almenna samkeppni
á sviði lífeyrismála þá opna þau fyrir ýmsa aðra spennandi mögu-
leika fyrir þá sem geta valið á milli sjóða og einnig fyrir þá sem
vilja auka við þau lífeyrisréttindi sem þeir eiga von á úr öðrum
sjóðum. Fyrst ber að nefna að með nýju lögunum gefst möguleiki
fyrir sjóðfélaga að samþætta sparnað og tryggingar eins og hent-
ar best hverjum og einum. Þannig geta þeir sem eru með fjöl-
skyldu og vilja tryggja sér og sínum aukna vernd gegn ýmsum
áföllum gert það með ýmsum hætti og notið um leið þess skatta-
lega hagræðis sem greiðslur í lífeyrissjóð njóta samkvæmt lögum.
Þá geta sjóðfélagar nú valið um marga mismunandi fjárfesting-
arkosti og mótað sér þá fjárfestingarstefnu sem hentar best hveij-
um og einum. Þeir sem yngri eru, og þeir sem aimennt vilja taka
meiri áhættu, geta nú valið að fjárfesta hlutfallslega meira t.d. í
hlutabréfum og erlendum verðbréfum sem ætla má að gefi betri
ávöxtun til lengri tíma. Þeir sem eldri eru, og þeir sem vilja taka
minni áhættu, geta valið að fjárfesta meira í rikistryggðum bréf-
um. Aðstæður manna eru misjafnar og ýmsir valkostír í boði. Það
er mjög æskilegt að fólk skipuleggi h'feyrismál sín í tíma og leití
sér ráðgjafar sé það í vafa um hvað það eigi að gera.” B3
Brynhildur Sverrisdóttir hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum:
TRYGGJUM SEM MEST VAL
Qrjálsi lífeyrissjóðurinn mun
bjóða upp á eins mikið val-
frelsi og mögulegt er sam-
kvæmt lögum. Við munum bjóða
upp á val um mismunandi fjárfest-
ingarstefnur. Við munum bjóða upp
á mismunandi tímabil sem sjóðfé-
lagar geta hafið töku samtrygginga-
lífeyris og við munum bjóða félög-
um upp á að blanda saman séreign
og sameign tíl að tryggja sér lág-
marksréttindi,” sagði Brynhildur
Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
Frjálsa lífeyrissjóðsins hjá Fjár-
vangi, aðspurð um viðbrögð þeirra
við nýju lögunum.
„Sameignardeild verður stofnuð þar sem réttíndaávinnslan
verður háð aldri. Þannig mun ungt fólk geta notið þeirra réttínda
sem það á skilið. Samkvæmt lögum um lifeyrismál hafa lífeyris-
sjóðir eins árs aðlögunarfrest tíl að breyta reglugerðum sjóðanna:
Þannig geta allir sem eru að greiða í séreign í dag haldið áfram að
greiða allt iðgjaldið í séreign fram tíl 1. júlí 1999 .
Fyrir þann tíma munum við samt sem áður bjóða upp sam-
tryggingadeild frá og með 1. júlí næstkomandi. Auk þess verður
boðið upp á valkostí varðandi mismunandi fjárfestingarstefnur. Þá
verður einnig boðið upp á fjiilbreytta kostí varðandi viðbótarlífeyr-
issparnað en nú þegar bjóðum við upp á mjög spennandi söfnun-
artryggingar sem fólk getur nýtt sér í því skyni að eiga viðbótar-
sparnað.” 33
Brynhildur Sverris-
dóttir, framkvæmda-
stjóri Fjárvangs og
Frjálsa lífeyrissjóðsins.
55