Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 19

Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 19
FORSIÐUGREIN miðlum hafa flest lönd lagt áherslu á svo- nefrit kynningarstarf; að bjóða til sín blaðamönnum og komast þannig inn í umræðuna. Fyrirtæki í íslenskri ferða- þjónustu hafa verið iðin í gegnum tíðina við að bjóða erlendum blaða- og frétta- mönnum til landsins. Þvi er það góður búhnykkur frá Björk þegar fjöldi blaða- manna óskar eftir að koma hingað vegna þess að hún vekur með þeim áhuga á landinu. Þannig má rekja marga um- Jjöllunina um Island og náttúru landsins í erlendum ijölmiðlum - vítt og breitt um heiminn - óbeint til Bjarkar. Hvaóan kom hugmyndin að íslandsferó? Náttúran Vinir/ætt. Augl./grein. Bækl./handb. Menn./safa Fyrri terð Ljósv.miðlar Fyrirl./sk.sýn 48% 29% Annað 17% 14% j 13% 13% 8% 6% FÆR ATHYGLI UMFRAM AÐRA Það vekur raunar athygli margra hvað Björk fær mikla athygli í erlendum fjöl- miðlum. Að vísu er tónlistin feikisterkur miðill. Var það ekki einmitt John Lennon heitinn sem sagði á sínum tíma að Bítl- arnir væru orðnir þekktari en Jesús? Engu að síður verður tónlist Bjarkar að teljast sérstök og á eins konar jaðri popptónlistar. Þrátt fyrir það fær hún meiri athygli en gengur og gerist um alþjóðlegar popp- stjörnur, hún fær athygli umfram aðra listamenn. Skýringin felst eflaust í því hve sérstök manngerð hún er; hún er „týpa” - sem fer sínar eigin leiðir. Þess vegna er Björk orðin þekkt nafii langt út lyr- ir tónlistarheiminn. Frægð hennar kemur glöggt í ljós þegar fólk úr íslensku viðskiptalífi fer til útlanda í viðskiptaerindum og hittir kollega sína. Nánast allir þekkja nafiiið Björk - og vita að hún er frá Islandi - þótt þeir hafi ef til vill engan áhuga á tónlist hennar eða hlusti aldrei á hana syngja. Hún er einfaldlega orðin alþjóðlegt vörumerki; þekkt hjá fólki á öllum aldri. Þó má ætia að lög henn- OFMAT Á BJÖRK? Ýmsum kann ab þykja hér of mikiö gert úr viröi landkynningar Bjarkar og spyrja sem svo: Hversu stór hluti af því er iand- kynning þegar Björk kemur fram og syngur? Hvers viröi er það að allir hafi heyrt íslands getið vegna Bjarkar? Hversu margir koma til íslands vegna þess? ar höfði fremur til ungs fólks. í því felst ákveðin langtíma- fjárfesting. Það er fólk sem senn fer að ferðast mikið. Þótt hér hafi verið áætlað að kynning Bjarkar á Islandi sé milljarða virði á síðustu fimm árum - reiknað út frá verði auglýsinga í erlendum fjölmiðlum og heimsóknum er- lendra blaða- og fréttamanna sem rekja má til hennar - er afar erfitt að leggja mælistiku á beinan þátt hennar í ferða- þjónustunni. Engar markaðsrannsóknir liggja fyrir um þau mál og kynning hennar á landi og þjóð er fyrst og fremst óbein. ER OF MIKIÐ GERT ÚR BJÖRK? Ýmsum kann að þykja hér of mikið gert úr virði landkynn- ingar Bjarkar á kostnað ferðaþjónustunnar sjálfrar. Stóra spurningin er auðvitað þessi: Hversu stór hluti af því er land- kynning þegar Björk frá Islandi kemur fram og syngur - eða 25% Um helmingur allra erlendra ferðamanna tíl Islands segir að hugmyndina að Is- landsferðinni megi rekja tíl náttúru lands- ins. Frásagnir vina og ættíngja af Iandinu koma þar á eftír. um hana er stöðugt fjallað í erlendum blöðum, tímaritum og sjónvarpsstöðv- um? Hvers virði er það að allir hafi heyrt nafn Islands getið vegna Bjarkar? Hversu margir koma til Islands vegna þess? Örvar það almennt viðskipti við ís- land þótt fólk viti að ísland sé til? Kaupir fólk fiskborgara í Bandaríkjunum vegna Bjarkar? Hvers virði er landkynning önnur en beinhörð ferðakynning fyrir- tækja í ferðaþjónustu þar sem ákveðin vara er auglýst. Er hægt að segja að Björk selji flugmiða þegar hún selur ekki flugmiða, heldur Flugleiðir? Af hverju er Island í tísku núna? Svona mætti lengi spyrja og velta vöngum. Ekki síst vegna þess að þegar erlendir ferðamenn voru á síðasta ári spurðir í könnun Ferðamálaráðs um hvaðan hug- myndir þeirra að íslandsferð hefðu komið þá nefndu þeir Björk ekkert sér- staklega á nafn - heldur fyrst og fremst náttúru landsins og frásagnir vina og ættíngja af ferðum til landsins. En þetta segir þó ekki nema hálfa söguna. Eftir því sem nafnið Island ber oftar á góma í erlendum fjölmiðlum vegna Bjarkar festist það ósjálfrátt betur í undirmeðvit- und fólks. Þegar það hyggur síðan á ferðalag skimar það í hugan- um yfir nokkur spennandi lönd og þá kemur Island upp í hugann; land elds og ísa; hrikalegrar og öðruvísi náttúru. Það man eftir nafninu. í kjölfarið leitar það sér að frekari upp- lýsingum um landið og fær ítarlega vitneskju um öll blæbrigði íslenskrar náttúru, hvers konar ferðir séu í boði, verðlag, gistiað- stöðu, veður, mat, menningu, skemmtanir, sögufræga staði, flug og fleira. Spurningunni um hvað sé í boði er einfaldlega svarað. Ahugi kann að vera vakinn. En að íslandsferð lok- inni man fólk eflaust hvers vegna það fór til landsins - en sennilega síður hvers vegna Island skaut upp kollinum sem möguleiki. Þetta á raunar við um auglýsingar almennt og Íslendingurinn Leifur heppni Ei- ríksson fann Am- eríku fyrir um þúsund árum. Hann er vel þekktur á Norð- urlöndunum - sem og auðvit- að i Banda- ríkjunum og Kanada. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.