Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 25
ATVINNULIFIÐ an sem rekur 10-11 verslanirnar. Við- urkenningar vegna þessa voru afhent- ar á morgunverðarfundi sem Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á Grand Hótel. Valið á umræddan lista lýtur afar ströngum skilyrðum um vöxt og til- urð, s.s. eignaraðild frumkvöðuls, sjálfstæði, veltuaukningu, arðsemi, stærð og ald- ur fyrirtækis- ins. Það má trúlega telja það til vitnis um grósku- mikið at- vinnulíf og framsækna frumkvöðla í íslensku efnahagslífi að á listan- um skuli vera svo mörg ís- lensk fyrir- tæki. A listann var valið úr hópi 15 þús- und fyrirtækja sem voru valin úr hópi milljóna fyrirtækja í allri Evrópu. Til samanburðar má geta þess að einung- is fjögur norsk fyrirtæki komust á list- ann, þrettán írsk, flórtán finnsk og sautján sænsk en íslenska hagkerfið er aðeins 3%-ll% af stærð þessara hag- kerfa. erindi við tfhenrtngu 'Jid™T" Robin Lockerman, framkvæmda- stjóri samtakanna Europe 500, flutti ávarp við afhendingu viðurkenn- inganna og sagðist vera afar hrifinn af framgangi íslenskra fyrirtækja og kvaðst sannfærður um að hér ríkti það andrúmsloft sem sannir frumkvöðlar þrifust vel í. Robin sagði að mikil áhersla væri lögð á frumkvæði og fram- þróun í vali á listann og skilyrði væru sett um tiltekna lágmarks- eignaraðild frumkvöðla. Hann taldi hins vegar athyglisvert að af 500 fyr- irtækjum á 1 i s t a n u m væru aðeins 13% á opnum hlutabréfa- markaði en um 60% þeirra hefðu á stefnuskrá sinni að opna fyrirtækin. Við samanburð íslenskra fyrir- tækja og evrópskra kemur í ljós að þau íslensku vaxa umfram mörg önn- ur á sama lista. Heildarijölgun starfa í íslensku fyrirtækjunum var að með- altali 34% á ári á tímabilinu 1991 til Gestir hlýða á ræðu Finns. Frá vinstri: Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir, verkfræðing- ur hjá Össuri hf, Kristín Andrea Einarsdóttír, starfsmannastjóri Össurar, Júlíus Jónsson í Nóatúni, Einar Jónsson, bróðir hans, Jón Júlíusson faðir þeirra, Huld Magnúsdóttír, markaðsstjóri Össurar, Össur Kristínsson forstjóri, Örn Jónsson verkfræðingur, Erlendur Arnarsson og Ólafúr Gylfason, allir starfsmenn Össurar. SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ KOMAST Á LISTANN EUROPE 500 1. Þátttaka frumkvöðulsins. Frum- kvöðlarnir urðu að vera eigendur 15% eiginfjár fyrirtækis og helst að hafa átt þann hlut og stjórnað fyrirtækinu allan viðmiðunartím- ann. 2. Sjálfstæði. Fyrirtækin máttu ekki vera hluti (eða dótturfélag) annars fyrirtækis eða fyrirtækjahóps og þar mátti ekki vera hluthafi innan sömu greinar sem átti meira en 50% eiginfjár þess. 3. Veltuaukning. Krafist var að minnsta kosti 50% veltuaukningar frá 1991 til 1996 sem hélst (eða var framreiknuð) til 1997. Fyrir- tæki sem ekki höfðu náð þessum vexti voru útilokuð. 4. Vöxtur af eigin rammleik: Bæði veltuaukning og fjölgun starfsfólks varð að hafa átt sér stað að mestu á vegum fyrirtækisins sjálfs. 5. Arðsemi: Fyrirtæki varð að hafa skilað hagnaði á árinu 1996 eða 1997 eða að vera a.m.k. ekki í hættu vegna hugsanlegarar rekstrarstöðvunar. 6. Lágmarksstærð. Krafist var að minnsta kosti 50 starfsmenn hefðu unnið við fyrirtækið árið 1996. 7. Lágmarksaldur. Fyrirtæki stofnuð eftir 1994 voru útilokuð. 1996 samanborið við 16% meðaltals- fjölgun fyrir öll fyrirtækin 500 á list- anum. Þó gera Finnar enn betur en Islendingar þannig að við erum ekki fremstir meðal þjóða að þessu leyti. Veltuaukning íslenskra fyrirtækja var einnig verulega meiri en meðaltalið eða 34% á ári samanborið við 23% aukningu að meðaltali á listanum. BD 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.