Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 65

Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 65
teö?ur Davíð Oddsson: Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Vaka-Helgafell.1997. Elín Ebba Gunnarsdóttir: Sumar sögur. Vaka-Helgafell. 1997. Hmásagan er strangt form; í henni má ekkert vera vansagt en miklu síður ofsagt. Margir góðir rithöfundar hafa látið í veðri vaka að smá- sagan sé það form bókmennta sem einna mest reyni á hæfi- leikana. Hins vegar blasir sú staðreynd við þeim sömu höfundum að samferðafólkinu finnst oft og tíðum smásagan vera heldur lít- ilsigld grein í samanburði við stórar og þungar skáldsögur eða tveggja tíma leikrit, eins konar afþreying höfundanna, stundar- gaman milli stríða, hjáverk eða afslöppun. I vetur komu tvær bækur á markaðinn sem innihéldu ein- göngu smásögur. Davíð Oddsson sendi frá sér bókina Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar og Elín Ebba Gunnarsdóttir fékk bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar íyrir Sumar sögur. Þessi verk eru þó mjög ólík. Davíð Oddsson sýnir það og sannar að hann er góður sögu- maður. Sögur hans eru fyrst og fremst sagðar til að skemmta les- endum og er það auðvitað góðra gjalda vert - enda tekst höfundi ætlunarverk sitt mætavel. Davíð hefur gaman af þvi að segja sög- ur af sérkennilegu fólki sem er vitaskuld í anda íslenskrar frá- sagnarhefðar. Þannig tekst honum að gera sér góðan mat úr Hannesi Aðalsteinssyni í sögunni Glæpur skekur húsnæðisstofn- un, hinum ofursamviskusama skrifstofumanni sem missir nánast fótanna þegar reikningsvél hans er stolið. Raunar er Bergur í sög- unni Nokkrir dagar án Guðnýjar ekki óáþekkur Hannesi, lítil- sigld blók sem þó hefur með styrk konu sinnar komist til aðal- bókaratignar hjá fyrirtæki einu - en elur að því er virðist með sér draum um merkari hlutverk í lífinu, lætur hann rætast en bíður ósigur um leið. Tvær sögur birta eingöngu samtöl án nokkurrrar kynningar eða skýringa. Slíkar sögur eru í nánum tengslum við leikrit eða leikþætti og fáir íslenskir höfundar hafa birt slíkar sögur, einna helst Indriði G. Þorsteinsson. Hvorug þessara sagna þykir mér ganga upp; efinið vekur satt að segja lítla athygli. Líklega lætur höfundi betur að segja frá. Davíð kann vel á það sívinsæla form smásögunnar sem kennt er við óvænt endalok - eða kaldhæðni örlaganna. Til vitnis um það er t.d. Góði guð, gefðu mér tyggjó, um drengina sem dreym- ir um að skaparinn sendi þeim hvítar tyggjóplötur úr bústað sín- um en verða síðan vitni að því að kaupfélagsstjórinn er guði þóknanlegri, e.t.v. besta saga bókarinnar. Sögur Davíðs einkennast af frásagnargleði með alls kyns góðu kryddi, góðu myndmáli og lævíslegum stíl sem vissulega hlýtur að gleðja lesendur. Þessi lýsing á Hannesi Hafstein er t.d. ekki ónýt: „En hann stjórnaði sem sagt landinu þegar ég fæddist, þessi maður sem var fegurstur ungra manna á sinni tíð, fallegastur allra um fertugt og var einn um það að fríkka enn eftir því sem hann fitnaði meira.” (10). Tvœrgóðar til að lesa í sumarfríinu. Þessi bók er ekki frumraun Davíðs á skáldskaparsvellinu; hann hefur margsýnt að hann býr yfir sköpunarkrafti sem vissulega hlýtur að leita útrásar. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar sannar að höfundur kann heilmargt fyrir sér, segir skemmtilega frá og hefur næmt auga fyrir persónum og undar- legum örlögum mannanna. Einni sögunni í smásagnasafni Elínar Ebbu Gunnarsdóttur lýkur með því að Stefán ráðsmaður segir: „Þetta er helvítis martröð.” (84). Þessi orð eiga vel við þann heim sem sögur hinnar nýju skáldkonu spegla. Höfundur lýsir samfélagi sem er á fallanda fæti þrátt fyrir að það sjáist ekki alltaf á yfirborðinu; undir sléttum og felldum fletí er önnur veröld sem sannarlega er martröð líkust. Sögur Elínar Ebbu eiga sér stað í kaupstað útí á landi og um- hverfi hans og þar stefnir í óefiii og ógæfulegt um að litast; það er líkast því sem fólk hafi gefist upp við að rækta mannleg gildi. Þrúgandi aðstæður virðast hafa rænt það allri reisn. Börnin eru vanrækt, misnotuð og þeim misþyrmt af fólki sem hefur beðið ósigur í því stríði sem sífellt verður að heyja. Á gömlu fólki og ófæru er níðst, það er vanrækt og fyrirlit- ið. Kona ein í sögunni sem glatað hefur öllu sambandi við mann sinn og börn og raunar allt fólk drukknar f kökudeigi eftír að hafa átt langar samræður við kústínn, kökur og fleiri „sálufé- laga”. Slíkt er samband manna að ráðsmaðurinn Stefán veit ekki að húsbóndi hans er að deyja úr sjúkdómi fyrr en það er afstaðið. Sjálfur sálusorgarinn í sókninni fyrirlítur söfnuð sinn meira en orð fá lýst. Hetjan í sögunni er roskin kona, Þóra; glaðsinna og og held- ur í bjartsýnina þótt hana gruni að veröld hennar sé að hrynja. Hún byggir upp að nýju eftir að hús hennar brennur. Elín Ebba beitír þeirri aðferð í sögum sínum að hún tengir efni þeirra með margvíslegum hættí og nálgast náttúrlega með því skáldsögufomið. Sömu persónurnar birtast hvað eftír ann- að og hvítum Landróver er ekið gegnum sögurnar. Þetta tekst sérlega vel í höndum höfundar og sögurnar dýpka eftír því sem á líður og lesandinn sér nýjar hliðar sagnanna sem hann hefur þegar kynnst. Textí Elínar Ebbu er falleg- ur og myndrænn og ýmis tákn hans munu án efa leita á hug lesenda sem gæða sér á þessum sögum. Sumar sögur er frumraun höfundarins og bendir fátt tíl þess. Enginn, sem les sögur Elínar Ebbu, þarf að ef- ast um að hér fari af stað höfundur sem mikils má vænta af. S3 Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar og Sumar sögur 65

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.