Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 67
Lútircfniennin?
á einni nóttu. Viðar Eggertsson kallaði yfir sig reiði leikhúseig-
endanna, þegar hann ætlaði að segja upp fáeinum leikurum, sem
hann taldi sig ekki hafa not fyrir í því leikhúsi sem hann vildi
reka. Um aðferðir hans við það má deila, rétt eins og uppsagnir
Stefáns Baldurssonar á nokkrum leikurum og leikstjórum Þjóð-
leikhússins við upphaf þjóðleikhússtjóratíðar hans. Þórhildur
hefur ekki farið út í svo hættulegar aðgerðir, en engu að síður
teflt mjög ákveðið fram hópi yngri leikara, jafnframt því sem hún
hefur endurnýjað leiksljóraval hússins. Hún hefur kallað til góða
leikstjóra eins og Kristínu Jóhannesdóttur og Brynju Benedikts-
dóttur, sem hingað til hafa ekki verið taldar verðugar inngöngu í
musterið við Hverfisgötu, og einn erlendan afburðamann að
auki, Rússann Alexej Borodín. Þetta leikstjóraval er ásamt metn-
aðarfullu verkefnavali meginforsenda þess árangurs sem náðst
hefur undir stjórn Þórhildar.
Framhald sögunnar ræðst algerlega af því, hvort henni tekst
að halda hinni nýju stefnu til streitu.
Ef ég má ráða henni
heilt - og það ætla ég
að gera jafnvel þótt
gagnrýnendur eigi
samkvæmt síðustu
tískuuppskriftum
ekki að „leiðbeina"
leikhúsinu, heldur
að því er manni helst
skilst fljóta eins og
stjórnlausir kork-
tappar í kjalsoginu á
eftir því - þá á hún að
fylgja markaðri braut
af fullkominni festu
án nokkurra
minnstu undan-
bragða. Ekki er víst,
að það eigi alltaf eftir
að reynast henni
auðvelt. Þórhildur
veit eins vel og ég og
allir aðrir, sem þekk-
ja til leikhússins, að í
Leikfélagi Reykjavík-
ur eru áhrifamiklir
aðilar sem hafa
mikla löngun, en enga getu til að fást við leiksljórn. Þórhildur á
ekki og má ekki sýna þeim neina linkind. Sú var tíð í Leikfélag-
inu, að leikstjórn var þar nánast aukageta með föstu leikarastarfi
- þó að það komi ekki fram í hinu mikla söguriti L.R. sem kom út
á síðasta ári og mér gefst væntanlega færi á að fjalla um annars
staðar. Við viljum ekki hverfa aftur til þeirra tíma og það ætti að
verða sögulegt hlutverk Þórhildar að koma í veg fyrir slíkt.
Þórhildur Þorleifsdóttír þarf ekki á minni ráðgjöf að halda tíl
að velja hæfa leikstjóra. Þó ætla ég að leyfa mér að gefa henni
tvær ábendingar. I fyrsta lagi held ég það myndi auðvelda henni
leikinn, ef hún tæki sér sjálf sem fæst leikstjórnarverkefni, a.m.k.
fyrst um sinn. Það myndi auðvelda henni að neyta aðstöðu sinn-
ar til að veita nýju blóði inn í leikhúsið. I öðru lagi yrði það henni
til sóma, ef hún bættí fyrir eina af mörgum vanrækslusyndum
Stefáns Baldurssonar og kallaði Halldór E. Laxness úr útlegðinni
til starfa í leikhúsinu. Þó að Halldóri séu mislagðar hendur, er
hann miklu efnilegri leikstjóri en svo, að íslenskt leikhús hafi efni
á því að láta krafta hans ónýtta. Þetta hef ég að vísu oft sagt áður,
en mun endurtaka það svo lengi sem þörf krefur.
Þjóðleikhús á hnignunarbraut
Það hefur að flestu, að maður segi ekki öllu leyti, verið dapur-
legt að fylgjast með frammistöðu Þjóðleikhússins á liðnu leikári.
Að sönnu vantaði ekki fín klassísk verk á verkefna-
skrána, sem var út af fyrir sig
ánægjuleg til-
breytíng frá fyrri
árum í stjórnartíð
Stefáns Baldurs-
sonar. En það er til
lítils að státa af
glæsilegu verkefna-
vali, ef leikritin eru
sett í hendur van-
hæfra leikstjóra, eins
og Hamlets-afskræmi
Baltasars Kormáks
var til vitnis um, og
Þrjár systur Tuminasar
að vissu leyti líka, þó að
þar kunni óheppilegar
aðstæður að hafa sett nokkurt strik í
reikninginn. Stefán Baldursson virð-
ist nú orðið líta á það sem eitt helsta
framlag sitt tíl íslenskrar leikmenn-
ingar að gróðursetja hér úrsér-
gengna leikstjórnar-framúrstefnu
sem alls staðar hefur leitt tíl listræns
gjaldþrots. Þó er nokkurt ljós í
myrkrinu, að æ fleiri málsmetandi
menn hafa nú í seinni tíð tekið tíl
máls gegn þessari öfugþróun, jafiit í
viðtölum sem blaðagreinum, þ.á.m.
menn sem sumir hafa staðið þjóðleik-
hússtjóra allnærri. Eitt besta dæmið
um þetta er Birgir Sigurðsson leik-
skáld í viðtali við Morgunblaðið. Ekki
mun af veita, því að samkvæmt síðustu fréttum innan úr leikhús-
inu ætlar leikhússtjórinn ekki að sýna á sér neinn bilbug og halda
áfram á sömu braut næsta vetur.
Ekki er víst, að menn átti sig almennt á því, hversu mikinn
kjark þarf til að risa með slíkum hættí gegn þjóðleikhússtjóra.
Hann er í krafti embættís síns eins nógu áhrifa- og valdamikill í
okkar litla og lokaða leikhúslífi, hvað þá ef honum lánast að
teygja arma sína sem víðast um leikhúsheiminn, eins og Stefán
Baldursson hefur markvisst reynt að gera frá því hann tók við
embættí. Svo að lítíð dæmi sé tekið, hefur það óneitanlega vakið
eftirtekt, hversu dautt Leiklistarsamband íslands hefur verið að
undanförnu. Leiklistarsambandið er félag helstu félaga og stofn-
ana innan leikhúslífsins og hefur löngum litíð á það sem eitt meg-
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins. Sú upþreisn
œru, sern Borgarleikhúsið hefur nú loks fengið eftir langt niðurlæging-
artímabil, er einvörðungu því að þakka, að ötull og metnaðarfullur
stjórnandi hefur náð að skapa sér eðlilegt svigrúm.
Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
67