Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 69
•............................. miðlaumfjöllun sem fylgdi í kjöl- farið. Þannig var leikstjórinn oft- ar en einu sinni kvaddur í viðtöl, þar sem hann kom upp um sig með málflutningi, sem hann var svo alls endis ófær um að veija, þegar bent var á veilurnar í kenningum hans. Einn af helstu hjálparkokkum hans varð nán- ast að gjalti í sjónvarpsviðtali við Martin Regal, sem fór þó um hann einstaklega mildum hönd- um. Fáir munu hafa átt von á, að háalvarleg rússnesk klassík eins og Feður og synir fengi rífandi aðsókn. Hins vegar er öllu sorg- legra, þegar jafn vönduð sýning og gagnmerk og Sumarið '37 nánast fellur á frumsýningu. Allt gott leikhús hlýtur að keppa að því að ala upp sem vandlátasta áhorfendur. Vanræki það þá skyldu, er það að taka sjálfu sér gröf sem skapandi listastofnun. Auðvitað verður leikhúsið að koma til móts við þarfir almennings fyrir léttmeti og hreina af-þreyingu; það er ekki heldur það sem málið snýst um. Málið snýst einungis um það, að áhorfendur láti leikhúsin ekki sleppa með fúsk. Þess vegna var það í raun og veru gleðiefni, að þeir létu L.R. ekki komast upp með hvað sem var, heldur sneru við því baki, þegar hroðvirknin og stefhuleysið keyrðu fram úr hófi. Hvað veldur því þá, að þeir láta einn merkas- ta listviðburð leikársins fara framhjá sér? A því eru vafalaust ýmsar skýringar. Smekkur áhorfenda er aldrei nein föst stærð, hann tekur ævinlega breytingum í tím- ans rás. Á okkar timum eru hinir tæknivæddu myndmiðlar í slíkri stórsókn, að þeir hljóta að hafa hér veruleg áhrif. Leik- húsin lifa ekki í tómarúmi, þau þurfa stuðning af öðrum stofn- unum og máttarvöldum samfélagsins. Allt byggist á því, að í samfélaginu öllu ríki trú á því, að góð leiklist sé eðlilegur þátt- ur í andlegri velferð allra þegna. Því má aldrei gleyma að spyr- ja, hvað t.d. bókaútgáfan geri til að efla íslenskar leikhúsmennt- ir. Gefur hún reglulega út ný íslensk verk? Hvað hefur hún á boðstólum af heimsklassíkinni? Að hvaða öndvegisverkum leikbókmenntanna er hægt að ganga í íslenskum bókabúðum og íslenskum bókasöfnum? Og hvað gerir skólakerfið? Að ekki sé minnst á fjölmiðlana og hinn voldugasta þeirra allra, sjón- varpið? Það væri fullt tilefni fyrir Leiklistarsambandið að taka slíkar spurningar til umræðu, en lítil von er til þess, eins og nú er ástatt. Erlendar gestakomur Útlendir gestir hafa alltaf skipt íslenskt leikhús feikimiklu máli. Þegar best hefur tekist til, hafa þeir veitt hingað ferskum straumum og lyft viðmiðunum í nýtt og æðra veldi. Um þetta mætti nefna fjölda dæma, allt frá þeim tíma er Adam Poulsen, einn iremsti leikhúsmaður Dana fyrr á öldinni, kom hingað til að ..............................♦ leika og leikstýra og Reumerts- hjónin máttu heita fastagestir á sviðinu í Iðnó. I seinni tíð hafa slíkar heim- sóknir tekist misjafiilega. Hinar tíðu íslandsferðir Litháanna, vina þjóðleikhússtjóra, eru dæmi um misráðnar gestakom- ur, sem virðast því miður hafa orðið til að draga leikhúslíf okk- ar niður á lægra plan. En það má líka benda á dæmi um hið gagn- stæða, jafnvel úr Þjóðleikhúsinu: sviðsetningu Kajsu Koronen á Fávita Dostojevskís, sem er einn merkasti listviðburður, að ég ekki segi sá allra merkasti, í þjóðleikhússtjóratíð Stefáns Baldurssonar. En Kajsa Koronen hefúr ekki verið kölluð hingað aftur, enda takmörk fyrir því hvað lítið og fátækt leikhús getur boðið til sín mörgum út- lendingum. Svona geta áhersl- urnar orðið vitlausar hjá þeim sem eiga að leiða listirnar. Við verðum að sinni að hugga okkur við, að Borodín kemur aftur í Borgarleikhúsið næsta vetur til að þróa þau vinnubrögð sem gáfu góða raun í Feðrum og sonum. Erlendir gestaleikir hafa raunar verið alltof fátíðir hér um langt skeið. Þó hafa nokkrir gestir skotið upp kollinum á liðnum vetri, sem rétt er að minnast á nú, þótt seint sé. Ghita Norby kom hingað snemma hausts og flutti nokkra af textum H.C. Andersen af óviðjafnanlegri snilld. Undir vorið kom sænsk leikkona, Ruth Hallsten, og flutti lítinn einleik í Þjóðleikhúskjallaranum; hún gerði það ljómandi vel en hefði þurft að vera með eitthvað bita- stæðara en steindauðan texta Bodil Wamberg um ástir Victoriu Benedictson og Georgs Brandes. Þjóðleikhúsið í Vilníus birtist einnig með eina af sýningum Tuminasar, en sú heimsókn var greinilega liður í viðleitni jajóðleikhússtjóra til að sanna alþjóð snilli vinar síns. Listahátíð bætti að þessu sinni ekki úr þeim skorti gestaleikja sem hrjáir íslenskt leikhúslíf, nema að því leyti, að þar var lögð megináhersla á danslistina. Um það er út af fyrir sig allt gott að segja. Eina erlenda leiksýningin, ef frá er talinn hinn skemmtilegi tveggjamannasirkus Osýnilegi hringurinn, var sænsk: Irinas nya liv, byggð á bók finnsk-sænskrar konu um vangefið fólk á stofnun. Unga Klara, sem stendur að sýningunni og lýtur stjórn hinnar ffægu Suzanne Osten, er sprottið upp úr jarðvegi '68-kynslóðar- innar og lætur sér því annt um alla sem eru undirokaðir eða í minnihluta, og það hafa Sviar löngum kunnað að meta. Leikurinn virtist enda aðallega til þess gerður að vekja athygli á hlutskipti hinna vangefnu, og tókst það sjálfsagt ágætlega, þó að ekki væri mikil dramatík í verkinu og allt á fremur ljúfum nótum, eins og jafnan í þeim sýningum Unga Klara sem ég hef séð. Þetta var ekki tilkomumikið, þó að leikarar léku bæði af færni og einlægni, og húmor sýningarinnar félli áhorfendum vel í geð. Vonandi fáum við leikhúsfi'klar eitthvað matarmeira á næstu listahátíð. 33 LeikJnísgagmýni Jóns Vidars Jónssonar 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.