Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 23
STJÓRNMÁL TAPAÐISJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN? g hef kosið sjö sinnum í sveitastjórnarkosningum, - sex sinnum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sigrað ijórum sinnum, en tapað þrisvar. Fjórum sinnum var flokk- urinn með minna en 50% atkvæða. Er Reykjavík þá borg íhaldsins? Vissulega var það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn var með meiri- hluta fulltrúa í borgarstjórn í 50 ár, en hann var ekki alltaf með meirihlutafylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er nú að fylgi til aðeins veik- ari en í síðustu kosningum, en sambræðsla annarra flokka gegn honum veldur því, að flokkurinn hefur ekki meirihluta í borginni í bili. Sjálfstæðismenn eru vitanlega vonsviknir í meira lagi yfir því, að borgin náðist ekki til baka, en því fer hins vegar íjarri, að kosn- ingarnar séu tap fyrir flokkinn í heild. Flokkurinn hefur mun fleiri bæjarfulltrúa í stærstu bæjunum en áður, og hann á aðild að meiri- hluta í mun fleiri sveitarfélögum en áður. Þætti alls staðar gott hjá flokki, sem hefur leitt ríkisstjórn í nærri tvö kjörtímabil. Svanur Kristjánsson, prófessor, lýgur því hins vegar í Financial Times, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi beðið ósigur í þessum kosn- ingum. Raunar er Svanur einlægt að halda þvi fram að vinstri menn séu og eigi að sameinast, og að Sjálfstæð- isflokkurinn sé og eigi að missa stöðu sína. Þetta er þráhyggja hjá honum, síðan hann hætti að ganga með bindi og vera sjálfstæðismaður. En prófessorinn má ekki í viðtali við virt erlent blað blanda saman eigin óskhyggju, sem átti vel við á síðum Þjóðlífs, og fræðilegu mati. Framsóknarflokkurinn fer sæmilega út úr kosningunum, - en hins vegar fara sósíalísku flokkarnir hinar mestu hrakfarir. Nær alls stað- ar, þar sem þeir bjóða sameiginlega ffam, - með eða án kvennalista, sem virðist úr sögunni, - tapa þeir bæði fylgi og fulltrúum. Það er þvi dæmalaus kokhreysti af leiðtogum sósíalísku flokkanna að halda því fram, að úrslitin sýni styrk sameiginlegs framboðs. Miklu frekar má halda því fram að tilraunin hafi mistekizt. Sós- íalíska bandalagið náði aðeins árangri á Austur- landi, en á þeim slóðum eru gamalkommar alls ráðandi en kratar sjaldgæfari en keldusvín. Ekki skil ég, af hveiju leiðtogar Alþýðu- flokksins vilja sænga með Alþýðubandalaginu. Hvað dregur þessa flokka saman? Alþýðuflokk- urinn hefúr predikað aðild að Nato, og á síðari timum aðild að Evrópusambandinu. Alþýðu- flokkurinn er á móti bændum. Alþýðuflokkur- inn vill veiðileyfagjald. Alþýðubandalagið er öndvert Alþýðuflokkn- um í öllum þessum málum. Það eina, sem er í raun sameiginlegt með þessum flokkum er, að nöfii þeirra byija bæði á Alþýðu. Og það er önn- ur alþýða í krataflokknum en kommaflokknum. Am.k. hafa þess- ir tveir flokkar ekki unnið saman í verkalýðshreyfingunni sl. 60 ár. Össur Skarphéðinsson, borgarstjóramágur, segir á einum stað, að það sé andi 68 kynslóðarinnar, sem muni sameina þessa tvo flokka. Það fólk, sem er að nálgast fimmtugt eða er komið á sextugs- aldur og var kommar í menntaskóla og háskóla, talar oft um sjálft sig sem 68 kynslóðina. Það sér sig í dýrðarljóma og telur sig hafa komið einhveiju fram. Hér á landi hittist það á mesta snobbballi landsins. Nafhið er sótt til þeirra atburða, er urðu í París vorið 1968, þegar stúdentar egndu kappi við Charles de Gaulle. Þeir at- burðir skildu nákvæmlega ekkert eftír sig, enda koðnaði „upp- reisnin” niður þegar gamli maðurinn kom í sjónvarp eftir að hafa horfið í nokkra daga og sagði hin frægu orð: „Frímínúturnar eru búnar”. Þá kom í ljós, að stúdentarnir áttu sér hvergi hljómgrunn, hvorki hjá verkalýð eða borgurum. Vissulega man ég eftír ólátum í Æskulýðsfylkingunni, þegar ráðherrar Nató komu hingað 1969, og eins var einhver uppákoma, þegar utanríkisráð- herra Bandaríkjanna kom hér á þessum árum. En þetta voru meira skrílslæti en mótmæli og enginn tók mark á þeim. í há- skólanum hafði Vaka meirihluta, og studdi stefnu andstæðinga kommúnista í Ví- etnam. Höskuldur Þráinsson, mun þó hafa stjórnað einhverri stúdentaskrúðgöngu að menntamálaráðuneytinu, þar sem menn báru spjöld, - sú ganga var skipulögð af báðum fylkingum og í samráði við rektor og að fengnu leyfi lögreglustjóra. Það var hin íslenzka útgáfa á vorinu í París. Róttækni manna birtist helzt í því, að menn hættu að vera með bindi og fóru ekki til rakara. Sumir keyptu sér sandala að ganga á. En þó var eitt. Það var mjög áberandi í skrifum margra róttæklinga á þessum árum, að þeir töldu nauðsynlegt að leyfa hass og marijúhana. Hass og marijúhana voru partur af frelsi 68 kynslóðarinnar. Einnig höfðu menn dálæti á menningar- byltingunni kínversku og Pol-Pot var í miklu aflialdi. Hvað er það, sem er svona flott við 68 kynslóðina? Hassið? Marijúanað?, Menn- ingarbyltingin? Pol- Pot? Á að sameina Al- þýðubandalag og Alþýðuflokk um þetta? [jjj r KRATI EÐA KELDUSVÍN Sósíalíska bandalagiö náöi aöeins árangri á Austurlandi, en á þeim slóöum eru gamalkommar alls ráöandi en kratar sjaldgæfari en keldusvín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.