Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 58

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 58
FRETTASKYRING tilteknum reglum ævilangan elli- lífeyri, örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta þýðir að svokallaðir séreignarsjóðir þar sem í reynd hefur verið um að ræða persónubundinn sparnað en ekki tryggingu verða að breyta reglum sínum, ef þeir ætla að starfa sem lífeyrissjóðir,” sagði Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri Sameinaða líf- eyrissjóðsins. „Sameinaði lífeyrissjóðurinn uppfyllir lögin hvað varðar stærð, áhættudreifingu og réttindaá- vinnslu. A aðalfundi sjóðsins 18. maí s.l. voru samþykktir hans að- lagaðar að lögunum. Þar er fyrst og fremst um formsatriði að ræða, sem sjóðfélagar verða ekki var- ir við. A undanförnum árum hafa hins vegar átt sér stað miklar breytingar, sem komið hafa frá lífeyrissjóðunum sjálfum en ekki frá Alþingi. Þar er um að ræða sameiningu lífeyrissjóða, sem hófst með stofnun Sameinaða lífeyrissjóðsins 1992 og í kjölfár þessa varð m.a. til Lífeyrissjóður Norðurlands, Iifeyrissjóðurinn Fram- sýn í Reykjavík og Lífiðn. Iifeyrissjóðirnir hafa nú sett sér að eiga að fullu eignir á móti skuldbindingum og hafa verið að auka lífeyr- isréttindi sjóðfélaga sinna. Að mínu mati er þessu sameiningar- ferli ekki lokið og sjóðunum á enn eftir að fækka og með því móti að aukast hvers konar hagræðing í rekstri þeirra, sem síðan skil- ar sér í bættum lífeyrisréttindum.” S!] Þorgeir Eyjólfcson hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna: SKÝR STARFSRAMMITIL FRAMTÍÐAR □ að er mikið ánægjuefni að almenn sátt skyldi takast um setningu laga um starfsemi lífeyrissjóða, bæði á Alþingi og hjá aðilum á vinnu- markaði,” sagði Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri Iifeyrissjóðs Verzl- unarmanna. „Með lögunum er öllum ein- staklingum sem þiggja hvers konar laun gert skylt að tryggja sér lágmarkslífeyrisréttindi í líf- eyrissjóði. Lífeyrissjóðunum er settur starfsrammi um skilyrði líf- eyrissjóðsrekstrar og þeim gert að afla sér starfsleyfis. Eignir og skuldbindingar sjóðanna skulu standast á. Reglur eru settar um fjárfestingar þeirra, starfssvið stjórna og framkvæmdastjóra er skilgreint og kveðið á um innra eftirlit með starfsemi þeirra. Þannig hefur lífeyrissjóðunum verið markaður skýr starfsrammi til framtíðar. Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lifeyrissjóðs versl- unarmanna. Fyrir Lífeyrissjóð Verzlunarmanna er ennfremur mikilvægt að með lögunum er sjóðnum heimilað að taka við viðbótariðgjaldi frá sjóðfélögum sínum og þeim þannig gefinn kostur á að nýta sér rekstrarhagræði stærðarinnar við ávöxtun viðbótariðgjalds við sjóðinn. I gangi er nú vinna í lífeyrissjóðnum við að undirbúa tölvukerfi sjóðsins fýrir stofnun séreignardeildarinnar þannig að hún geti tekið til starfa þegar líða tekur á sumarið.” 33 Hafliði Kristjánsson hjá Kaupþingi: VERNDUM SÉREIGNINA ýju lögin eru mjög til bóta þvi þar er verið að flytja ábyrgðina frá almannatryggingum yfir á fólkið sjálft. Að vísu er í þeim ákveðin forsjárhyggja, það er verið að neyða fólk til þess að greiða í lífeyrissjóð og skilgreint nákvæm- lega með hvaða formi þessi lffeyrissparnaður eigi að vera. Hjá mörgum er í raun verið að breyta honum úr séreign í sameign. Lögin ganga því i raun dálítið langt,” sagði Hafliði Kristiánsson, markaðsstjóri Lífeyrissjóðsins Einingar hjá Kaupþingi. Hann taldi lágmarkstryggingavernd vera af hinu góða því þeirra reynsla væri sú að fólk sem tryggir sér lífeyri í séreign- arsjóðum hafi látið sitja á hakan- um að tryggja sér örorkulífeyri. „Mér finnst líka jákvætt að þessi tryggingavernd sé til ævi- loka og sjálfsagt að mínu mati að kerfið sé þannig upp byggt að ekki þurfi að koma til almanna- trygginga. Okosturinn við lögin er hins vegar sá að möguleikar sjóðfélaga séreignarsjóða til að velja í hvaða formi lífeyrissparn- aður þeirra er minnkar, þ.e.a.s. valmöguleikarnir minnka. Aður var engin krafa um lágmarks- tryggingavernd í séreignarsjóð- unum en er nú sú sama og hjá sameignarsjóðunum.Við komum því til með að leggja áherslu á að uppfýlla ákvæði um lágmarks- tryggingavernd með eins litlum tilkostnaði og hægt er, þ.e. skil- greina tryggingaverndina í eins mikið lágmark og við getum til þess að sem hæst hlutfall af tíu prósentunum fari í séreignina. Við munum þannig uppfýlla lágmarksskilyrði laganna og vernda sér- eignina. Hinn almenni sjóðfélagi mun sjá þetta í þvi að framlag hans í séreignarsjóðinn mun að hluta til fara í samtryggingu, líklega stærri hlutinn, og að hluta til í séreign. Sjóðfélagar okkar munu líka fá tvenns konar lífeyri útgreiddan. I fýrsta lagi fá þeir tryggð- an, mánaðarlegan Iífeyri frá því þeir fara á ellilífeyri til dánardags og lífeyri í formi örorkutrygginga og maka- og barnalífeyris ef á þarf að halda. I öðru lagi fá þeir séreignina, sem að uppfýlltum ákveðnum lágmarksskilyrðum um útgreiðslutima, er miklu sveigjanlegra útgreiðsluform.” ffij Hafliði Kristjánsson, markaðsstjóri Lífeyris- sjóðsins Einingar hjá Kaupþingi. 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.