Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 74
FÓLK föllin í starfinu hafa einnig breyst „Hér áður fyrr voru það má heita eingöngu stelpur sem fengust við þetta. Karlmenn sækja í auknum mæli í fyrir- sætustörf og í kjölfarið hafa laun þeirra fyrir það hækkað. Þeim karlmönnum, sem við erum með á okkar snærum, hefur gengið mjög vel.“ Fyrirsætur eru valdar eftir myndum sem eru á skrá hjá skrifstofunni en einnig eru þær Þórey og Asta stöðugt á hött- unum eftir nýjum og efnilegum módelum. „Það má segja að maður sé alltaf að horfa á fólk. Þetta ber stundum góðan árangur. Þannig fundum við eitt besta karlmódelið okkar í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og komum honum á framfæri með frábær- um árangri. Við höfum orðið gott orð- spor meðal erlendra umboðs- skrifstofa og viljum halda því en til þess þarf maður að vita nákvæmlega hvaða útlit það er sem fellur í kramið hverju sinni.“ Þórey fékkst sjálf við fyrir- sætustörf en hún tók stúdents- próf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1993. Þá tók við ársdvöl á Spáni þar sem hún lærði spænsku og stundaði fyr- irsætustörf. Síðan hélt hún heim og var við nám í HÍ í eitt ár í spænsku og starfaði sem stílisti áður en hún fór af fullum krafti út í eigin rekstur. „Vinnan og áhugamálin eru í rauninni þau sömu. Ég hef lært förðun og fæst við hana fyrir ljósmyndara þegar ég er ekki að vinna. Það fer gríðar- lega mikill tími í fyrirtækið en ég reyni að fara í sund og lík- amsrækt mér til hressingar. Ég gæti vel hugsað mér að afla mér meiri menntunar í rekstri fyrirtækja." Þórey er í sambúð með Sigurði Kaldal Sævarssyni sem er að útskrifast úr við- skiptafræði og þau eiga erf- ingja í vændum. Œ] Þórey Vilhjálmsdóttir er annar eigenda Eskimo Models. Eftírspurn eftír islenskum módelum eykst jafnt og þétt FV-mynd: Kristín Bogadóttir. ÞOREY VILHJALMSDÓTTIR, ESKIMO MODELS □ að má segja að starf- semi okkar skiptíst í tvennt. Annars vegar erum við með um 20 manns á skrá sem við útvegum verkefni erlendis óg erum þar í sam- starfi við erlendar skrifstofur í flestum heimshlutum. Þetta eru stelpur og strákar á aldrin- um 15-25 ára sem geta unnið í útlöndum. Þetta er sá hluti starfsins sem við leggjum mesta áherslu á. Hinn hlutínn snýst um að útvega fyrirsætur og leikara í íjölmörg verkefni hér inn- annlands. Þetta er miklu stærri hópur og þar má finna fyrirsæt- ur og módel frá 2 ára aldri upp í áttrætt. Við útvegum fólk í auglýsingar, myndatökur og verkefni af mjög mörgu tagi og eftírspurnin fer stöðugt vax- andi.“ Þannig lýsir Þórey Vil- hjálmsdóttir, annar eigenda umboðsskrifstofunnar Eskimo Models starfi fyrirtækisins. Eskimo Models er í eigu henn- ar og Astu Kristjánsdóttur. Eskimo Models er fjögurra ára gamalt fyrirtæki sem stækkaði reyndar verulega fyrir 6 mán- uðum síðan þegar það yfirtók starfsemi Model 79, sem var tæplega 20 ára gamalt fyrirtæki eins og nafnið gefur tíl kynna. Að sögn Þóreyjar hefur eftír- spurn eftir fyrirsætum af ýmsu tagi aukist mjög mikið og helst það í hendur við aukna veltu í auglýsingaiðnaði undanfarin tvö ár. Þórey sagði að velta Eskimo Models hefði meira en tvöfaldast á síðasta ári. Hún sagði einnig að stöðugt vax- andi áhugi væri meðal ungs fólks á því að starfa sem fyrir- sætur og yfirleitt kæmu 8-9 áhugasöm ný módel á skrifstof- una í hverri viku. En kynjahlut- TEXTI: PÁLL ASGEIR ÁSGEIRSSON 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.