Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 74
FÓLK
föllin í starfinu hafa einnig
breyst
„Hér áður fyrr voru það má
heita eingöngu stelpur sem
fengust við þetta. Karlmenn
sækja í auknum mæli í fyrir-
sætustörf og í kjölfarið hafa
laun þeirra fyrir það hækkað.
Þeim karlmönnum, sem við
erum með á okkar snærum,
hefur gengið mjög vel.“
Fyrirsætur eru valdar eftir
myndum sem eru á skrá hjá
skrifstofunni en einnig eru þær
Þórey og Asta stöðugt á hött-
unum eftir nýjum og efnilegum
módelum.
„Það má segja að maður sé
alltaf að horfa á fólk. Þetta ber
stundum góðan árangur.
Þannig fundum við eitt besta
karlmódelið okkar í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og komum
honum á framfæri með frábær-
um árangri.
Við höfum orðið gott orð-
spor meðal erlendra umboðs-
skrifstofa og viljum halda því
en til þess þarf maður að vita
nákvæmlega hvaða útlit það er
sem fellur í kramið hverju
sinni.“
Þórey fékkst sjálf við fyrir-
sætustörf en hún tók stúdents-
próf frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti árið 1993. Þá tók við
ársdvöl á Spáni þar sem hún
lærði spænsku og stundaði fyr-
irsætustörf. Síðan hélt hún
heim og var við nám í HÍ í eitt
ár í spænsku og starfaði sem
stílisti áður en hún fór af fullum
krafti út í eigin rekstur.
„Vinnan og áhugamálin eru
í rauninni þau sömu. Ég hef
lært förðun og fæst við hana
fyrir ljósmyndara þegar ég er
ekki að vinna. Það fer gríðar-
lega mikill tími í fyrirtækið en
ég reyni að fara í sund og lík-
amsrækt mér til hressingar. Ég
gæti vel hugsað mér að afla
mér meiri menntunar í rekstri
fyrirtækja."
Þórey er í sambúð með
Sigurði Kaldal Sævarssyni
sem er að útskrifast úr við-
skiptafræði og þau eiga erf-
ingja í vændum. Œ]
Þórey Vilhjálmsdóttir er annar eigenda Eskimo Models. Eftírspurn eftír islenskum módelum
eykst jafnt og þétt FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
ÞOREY VILHJALMSDÓTTIR,
ESKIMO MODELS
□ að má segja að starf-
semi okkar skiptíst í
tvennt. Annars vegar
erum við með um 20 manns á
skrá sem við útvegum verkefni
erlendis óg erum þar í sam-
starfi við erlendar skrifstofur í
flestum heimshlutum. Þetta
eru stelpur og strákar á aldrin-
um 15-25 ára sem geta unnið í
útlöndum. Þetta er sá hluti
starfsins sem við leggjum
mesta áherslu á.
Hinn hlutínn snýst um að
útvega fyrirsætur og leikara í
íjölmörg verkefni hér inn-
annlands. Þetta er miklu stærri
hópur og þar má finna fyrirsæt-
ur og módel frá 2 ára aldri upp
í áttrætt. Við útvegum fólk í
auglýsingar, myndatökur og
verkefni af mjög mörgu tagi og
eftírspurnin fer stöðugt vax-
andi.“
Þannig lýsir Þórey Vil-
hjálmsdóttir, annar eigenda
umboðsskrifstofunnar Eskimo
Models starfi fyrirtækisins.
Eskimo Models er í eigu henn-
ar og Astu Kristjánsdóttur.
Eskimo Models er fjögurra ára
gamalt fyrirtæki sem stækkaði
reyndar verulega fyrir 6 mán-
uðum síðan þegar það yfirtók
starfsemi Model 79, sem var
tæplega 20 ára gamalt fyrirtæki
eins og nafnið gefur tíl kynna.
Að sögn Þóreyjar hefur eftír-
spurn eftir fyrirsætum af ýmsu
tagi aukist mjög mikið og helst
það í hendur við aukna veltu í
auglýsingaiðnaði undanfarin
tvö ár. Þórey sagði að velta
Eskimo Models hefði meira en
tvöfaldast á síðasta ári. Hún
sagði einnig að stöðugt vax-
andi áhugi væri meðal ungs
fólks á því að starfa sem fyrir-
sætur og yfirleitt kæmu 8-9
áhugasöm ný módel á skrifstof-
una í hverri viku. En kynjahlut-
TEXTI: PÁLL ASGEIR ÁSGEIRSSON
74