Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 36
hefur árum saman verið heimtur aðgangs-
eyrir af gestum. Sumar ferðaskrifstofur
hafa sneitt hjá Höfða sem viðkomustað fyr-
ir hópa vegna þessa en aðrar skrifstofur og
sjálfstæðir ferðalangar hafa ekki gert það.
Dimmuborgir við Mývatn er eitt dæmi
um náttúruperlu sem tugþúsundir gesta
sækja heim árlega. Það kostar ekkert að
heimsækja borgirnar en aðilar í ferðaþjón-
ustu hafa árum saman kvartað und-
an skorti á að-
stöðu, lélegum
gangstígum og
sand- og mold-
roki. Landeig-
endur á Geiteyj-
arströnd gáfu
Landgræðslu rík-
isins Dimmu-
borgir fyrir mörg-
um árum en
Landgræðslan
hefur ekki sinnt
uppbyggingu fyrir
ferðamenn og ber
við fjárskorti og
brýnni verkefnum.
Á sama tima steðjar
hætta að borgunum
vegna sívaxandi
sandfoks innan af ör-
æfum sem virðast
ætla að kaffæra borg-
irnar.
Dettifoss er í sama
héraði og ekki síður
vinsæll viðkomustað-
ur en Dimmuborgir.
Þar var nýlega lagfærður göngustígur nið-
ur að fossinum eftir að roskinn ferðamaður
fótbrotnaði þar. Stuðningsmenn þess að
gjaldtaka á einstökum ferðamannastöðum
sé heimiluð hafa oft bent á þessa tvo staði
máli sínu til stuðnings þegar þeir halda því
fram að nauðsynlegt sé að heimila gjald-
töku. Augljóst sé að hið opinbera muni
aldrei koma náttúrunni til bjargar og því
muni dýrmætustu perlur íslenskrar nátt-
úru troðast í skítinn án þess að nokkuð
verði að gert.
AÐGANGSEYRIR ER FRAMTÍÐIN
Náttúruvernd ríkisins sem er nýstofn-
uð ríkisstofnun undir yfirstjórn umhverfis-
ráðherra hefur tekið við öllum verkefnum
sem Náttúruverndarráð hafði áður. Nátt-
úruverndin hefur markað sér eftirfarandi
stefnu hvað varðar gjaldtöku.
„Náttúruvernd ríkisins stefnir að gjald-
FERÐAÞJÓNUSTA
töku fyrir veitta þjónustu á friðlýstum
svæðum til að standa straum af uppbygg-
ingu svæðanna. Hvetja þarf sveitarstjórnir
og aðra lögaðila til þess að reka friðlýst
svæði og hafa þar landvörslu. Eðlilegt er að
rekstraraðili fái að öllu leyti þær tekjur sem
verða til á svæðunum en sjái jafnframt um
viðhald og uppbyggingu á þeim. Hlutverk
Náttúruverndar ríkisins verður þá fólgið í
ráðgjöf og eftirliti.“
Árni Bragason,
forstjóri Náttúru-
verndar ríksins,
sagði í samtali við
Frjálsa verslun að
stofnunin teldi ekki
rétt að taka beinlín-
is aðgangseyri að
friðlýstum svæð-
um þar sem það
væri mat stofnun-
arinnar að þjóðfé-
lagið væri ekki til-
búið til þess. Því
hefði verið lagst
gegn því. Hitt
væri augljóst að
slík gjaldtaka
væri markmið
sem stefna bæri
að í framtíðinni.
„Það er
sorgleg stað-
reynd að við
núverandi að-
stæður er ver-
ið að drekkja Náttúru-
vernd ríkisins í lögboðnu umsagnarhlut-
verki sínu. Stofnunin hefur ekkert fé eða
tima til þess að sinna uppbyggingu og end-
urbótum á friðlýstum svæðum þótt það sé
öðrum þræði skylda hennar. Vegna Ijár-
skorts og þess að öll orka stofnunarinnar
fer í umsagnir samkvæmt lögum, verður
dregið úr landvörslu í sumar á svæðum
sem annars þyrftu þess með. Þetta er sorg-
leg þversögn á sama tima og ferðamanna-
straumur er að aukast."
Árni sagði ráðið fagna því að línur um
yfirráð yfir hálendinu væru að skýrast eins
og frumvörp sem lægju fyrir þinginu bentu
tU.
„Hitt er staðreynd að stærstur hluti af
ferðaþjónustu á Islandi gerir út á náttúruna
með einum eða öðrum hætti. Það er hins
vegar hvergi í dag tekinn beinlínis að-
gangseyrir. Við látum óátalið þótt menn
taki gjald fyrir eðlilega þjónustu. Það hefur
verið stefnan í nágrannalöndum okkar að
þeir sem njóti náttúrunnar greiði fyrir það
og sú skipan kemst áreiðanlega á hérlend-
is líka en það er ekki tímabært.“
Náttúruvernd ríkisins hefur gert samn-
inga við Ferðafélag íslands og önnur skyld
félög um umsjón og rekstur ákveðinna
svæða á hálendinu þar sem félögin hafa
um langan aldur rekið aðstöðu. Svo dæmi
sé tekið um samning þann sem Náttúru-
vernd ríkisins hefur gert við félagið um
Landmannalaugar þá felur hann í sér að
Ferðafélagið annast alla vörslu og rekstur
á svæðinu. Félagið selur gistingu í skálann
og tekur svo kallað áningargjald af farþeg-
um í hópferðum. Árni sagði að Náttúru-
verndin liti ekki á áningargjaldið sem að-
gangseyri heldur gjald fyrir veitta þjónustu
og létí það því óátalið.
Samningurinn gildir frá 1997 tíl 2006 og
í honum eru engin ákvæði um að Ferðafé-
laginu sé skylt að leggja tekjur af svæðinu
til uppbyggingar þess. Þvert á mótí eru
ákvæði um að félagið og Náttúruvernd
skuli hafa samstarf um t.d. uppbyggingu
göngustíga. Ekki verður annað séð en
þessi ákvæði stangist í sjálfu sér á við yfir-
lýsta stefnu Náttúruverndar um að eðlilegt
sé að fé sem aflist á friðlýstu svæði renni til
uppbyggingar á því.
Árni vildi taka fram að samstarfið við
Ferðafélagið hefði verið mjög gott og félag-
ið hefði lagt miklu meira fé í uppbyggingu
á svæðinu en Náttúruverndinni hefði verið
kleift.
Árið 1996 voru svokallaðir viðdvalarfar-
þegar Ferðafélags íslands á fjórum vinsæl-
um ferðamannastöðum: Landmannalaug-
um, Þórsmörk, Nýjadal og Hveravöllum,
samtals rúmlega 19 þúsund. Umrætt án-
ingargjald er 200 krónur sem þýðir að fé-
lagið hefur haft tæpar fjórar milljónir í án-
ingargjöld árið 1996 af þessum stöðum. Á
þessum íjórum stöðum gistu rúmlega 32
þúsund manns árið 1996 og má því ætla að
eftirtekjur þess af gistíngu hafi verið um 26
milljónir.
Yrði farin sú leið að taka af gestum á
þessum stöðum sérstakan aðgangseyri
sem renna myndi til uppbyggingar svæð-
anna má gera ráð fyrir að 100 króna gjald
af hverjum gestí gæti skilað fjórum milljón-
um til uppbyggingar á þessum Jjórum
stöðum.
GÆTI SKILAÐ HUNDRUÐUM MILUÓNA
0G BJARGAÐ NÁTTÚRUPERLUM
Ef við t.d. lítum á svæði eins og t.d.
Geysi i Haukadal og Gullfoss er talið að
þangað komi um 100 þúsund gestír á
:m aðgangur heW ^
rum saman- geta sinnt upp-
iælaþviog eig J gækja í sjóði
yggmgu an þes
36