Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 49
er að sjá til þess að þessi hótelsamstæða
verði rekin með hagnaði. Almennt er álitið
að ráðning hennar endurspegli vilja stjórn-
arinnar til þess að straumlinulaga rekstur-
inn en sérþekking hennar á ferðamálum,
sérstaklega ráðstefnuhaldi, er talin hafa
ráðið miklu.
Það er yfirlýst stefna forráðamanna
Hótel Sögu að byggja við hótelið aðstöðu
til ráðstefnu- og fundahalda. Nú eru kreiki
miklar hugmyndir um að tengja það við
byggingu tónlistarhúss og til eru drög að
teikningum sem sýna ráðgerða tónlistar-
höll og ráðstefnusali í miklum viðbygging-
um tíl austurs sem teygja hið forna hótel
allt út undir Suðurgötu. Ef af metnaðar-
fyllstu útgáfú þessara hugmynda verður
mun þetta verða framkvæmt í samvinnu
við ríkið og Reykjavíkurborg. Hugmyndir
þessar hafa þó ekki verið ræddar til hlítar
en vitað er að Reykjavíkurborg er hallari
undir áform um að slík höll rísi í miðbæ
Reykjavíkur.
Ymsar byltingarkenndar hugmyndir
eru einnig í farvatninu og snúast um að
nýir eigendur komi inn í reksturinn. Við
óbreyttar aðstæður er fyrirtækinu þröngur
stakkur skorinn til að ráðast í stórfram-
kvæmdir. Menn hafa velt því fyrir sér að
stækka hótelið með því að taka 3. hæðina,
sem nú hýsir Bændasamtökin og ýmsa
starfsemi tengda þeim, alveg undir hótelið
og smíða þar svokallaðar minisvítur.
Slíkar hugmyndir voru síðast ræddar
1995 en þá hafði hótelið ekki bolmagn til
að fara í þær breytingar sem hlytu að fýlgja
í kjölfarið. Sú staða hefur varla breyst síð-
an hafi reksturinn staðið í járnum.
Vandinn í þessum efnum er sá að nýtt
hlutafé verður varla fengið inn nema
breyta eignarhaldi á hótelinu. Það er yfir-
lýst stefna Bændasamtakanna að hlutverk
þeirra sé ekki endilega að reka hótel, sér-
staklega ekki hótel sem þurfi að borga
með og þeim fjármunum væri betur varið
annars staðar. Kjarni málsins er sá að þær
hugmyndir eiga æ meiri hljómgrunn með-
al bænda að selja beri hótelið og festa féð í
öðrum og arðbærari rekstri.
VINIR OG VANDAMENN
Hrönn rækir lítt hefðbundin áhugamál
utan starfsins en kýs að eyða þeim frí-
stundum sem gefast með sinni fjölskyldu
og vinum en þau hjón eru vinmörg. Hún er
þó áhugamanneskja um menningu og list-
ir og sækir listsýningar og tónleika þegar
tækifæri gefast. Hún hefur mikinn áhuga á
matargerð og góðum vínum og þau hjónin
Hrönn Greipsdóttir er stjórnandi kvennaveldis á Hótel Sögu.
sækja mikið veitingahús á ferðalögum.
Þau hafa ferðast mikið og unna útiveru.
Um þessar mundir er ekki um hefð-
bundna sambúð að ræða þar sem Sigurð-
ur, eiginmaður Hrannar, er enn búsettur í
London en hún hér heima en þetta breytist
í júlílok þegar Sigurður kemur heim og
tekur við starfi sem yfirmaður þjónustu-
sviðs Flugleiða.
Vegna aldursmunar þeirra hjóna er
vinahópur þeirra stór og fjölbreyttur.
Hrönn heldur miklu sambandi við sína
stóru Ijölskyldu og fer reglulega austur að
Geysi til að hlaða batteríin í félagsskap vina
og skyldmenna. Hrönn á einn eldri bróður
sem heitir Sigurður Greipsson. Hann er
doktor í líffræði, búsettur í Líbanon, kenn-
ari við Ameríska háskólann í Beirut og gift-
ur þarlendri konu sem heitir Hannan og er
einnig doktor i líffræði.
Meðal vina og skólasystkina úr við-
skiptafræðinni má nefna Halldór Friðrik
Þorsteinsson hjá Kaupþingi, Jóhann Krist-
Góðir vinir þeirra hjóna eru félagar í
The Union of Icelandic Badminton Players
sem er eins og nafnið bendir til badminton-
félag sem Sigurður tílheyrir. Þar eru með-
al þungavigtarmanna Einar Benediktsson,
Olís forstjóri, og Kristján Jóhannsson, lekt-
or í viðskiptafræði. Sigurður tilheyrir
reyndar öðrum badmintonhópi þar sem
uppistaðan eru félagar sem á sínum tíma
stofnuðu saman Gauk á Stöng. Það eru
þeir Arni Vilhjálmsson lögfræðingur, sem
reyndar var svaramaður þeirra hjóna, Páll
Kr. Pálsson, Elías Gunnarsson og Sveinn
Úlfarsson verkfræðingar.
A þeim árum sem Hrönn og Sigurður
hafa búið í London hafa þau stofhað til mik-
illa og góðra kynna við Islendinga sem eru
búsettir þar. Helstu vinir þeirra frá þeim
tíma eru Jakob Magnússon og Ragnhildur
Gísladóttír, sr. Jón E. Baldvinsson og Ás-
gerður Júníusdóttír og Siguijón Sigurðs-
son, sem kallar sig Sjón.
Við þetta mættí bæta að Hrönn er félagi
HVERNIG STJÓRNAR HÚN?
Sem stjórnanda er Hrönn lýst þannig að hún sé varkár, athugul og meiri samvinnu-
manneskja en einráður. Hún lítur á sjálfa sig og millistjórnendurna sem eina liðsheild
og reynir að starfa samkvæmt því. Samstarfsmenn hennar segja að hún vilji ekki vaða
yfir fólk en fái sitt fram að lokum. Einn þeirra orðaði það svo að hún vildi gjarnan vera
liðsstjóri en endaði stundum sem einvaldur.
jánsson hjá íslandsbanka, Margrétí Richt-
er, sem vinnur hjá Húsasmiðjunni, Kristínu
Egilsdóttur og Helga Anton.
Frá starfstímanum hjá Úrval-Útsýn má
nefna Helgu Láru Guðmundsdóttur, Björk
Baldursdóttur og Jóhönnu Lárusdóttur,
sem nú starfar hjá Flugleiðum í London.
í tveimur saumaklúbbum og hefur annar
starfað síðan félagar voru 16 ára í MH.
Þannig sýnir nærmyndin af Hrönn
Greipsdóttur unga velmenntaða og
áræðna konu sem hefur færst mikið í fang.
Margt bendir til að hún hafi alla burði til
þess að leysa það. S3
49