Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 48
NÆRMYND sig ferðaþjónustu og ferðalög. Hrönn Greipsdóttir fæddist 18. maí 1966. Það þýð- ir að hún er fædd í Nautsmerkinu og sam- kvæmt því ætti hún að vera jarðbundin, skynsöm og makráð kona sem vill hafa vandaða og fagra hluti í kringum sig og vill njóta lífsins gæða. SONARDÓTTIR GLÍMUKÓNGSINS Hrönn er dóttir Greips Sigurðssonar og Kristínar Sigurðardóttur á Geysi í Hauka- dal í Biskupstungum. Hún er þess vegna alin upp við fótskör þess náttúruundurs sem hefur dregið að sér fleiri ferðamenn en nokkuð annað hérlendis. Gamli Geysir var orðinn heimsfrægt náttúruundur löngu áður en Islendingar skildu orðið ferðamað- ur. Greipur var sonur Sigurðar Greipsson- ar bónda, skólastjóra, glímukappa og frum- kvöðuls á Geysi. Sigurður var fr umkvöðull í ferðaþjónustu við Geysi, rak íþróttaskóla, barðist fyrir uppgræðslu og var yfirhöfuð einkar merkilegur maður og almennt álit- inn þjóðhetja í Biskupstungum. Móðir Hrannar heitir Kristín og er fædd og uppalin í Uthlíð í Biskupstungum sem er skammt frá Geysi. Þar hefur lengi verið tekið á móti ferðamönnum og Björn bóndi þar annast mikinn rekstur tengdan þvi en hann er bróðir Kristínar. Annar bróðir Kristínar er Gísli Sigurðsson, Les- bókarritstjóri og listmálari, og Jón lífffæð- ingur er annar. Svo haldið sé áfram að rekja ættartengsl Hrannar með ferða- mennsku og þessháttar að leiðarljósi má bæta því við þessa þulu að Björn Hróars- son, jarðfræðingur og höfundur leiðsögu- bóka, og Hrönn eru systrabörn. Ömmubróðir Hrannar, Eiríkur Bjarna- son, var sérstæður frumkvöðull á sviði hót- elrekstrar, stofnaði Hótel Hveragerði og rak árum saman. Hann rak á sínum tíma sennilega eina ferðabíóið sem hefur verið starfrækt á Islandi og ferðaðist ásamt konu sinni víða um Suðurland og sýndi kvik- myndir. I ljósi þess að Eiríkur var blindur frá 12 ára aldri verður ekki annað en dáðst að því. Eiríkur lék á harmoníku og samdi m.a. lagið Ljósbrá sem margir unnendur kórsöngs kannast við. MENNTAVEGURINN Hrönn gekk í barnaskóla í Reykholti í Biskupstungum, gagnfræðaskóla í Kópa- vogi en varð stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð 1986. Þaðan lá leiðin í Há- skóla Islands þar sem Hrönn lærði við- skiptafræði og útskrifaðist 1992 sem cand.oecon. Arið 1987 hóf Hrönn að starfa hjá ferðaskrifstofunni Urval-Utsýn og hafði viðkomu í flestum deildum þar samhliða námi. Arið 1991 var hún fastráðin sem deildarstjóri ráðstefhu- og hvataferðadeild- ar og tók síðan við starfi innanlandsdeildar. Hún vann hjá Úrval-Utsýn allt til þess að hún tók við núverandi starfi, seinast að sér- verkefnum í London. Hitt er svo annað mál að starfsferill Hrannar hófst í verslun og gestamóttöku austur á Geysi um leið og hún var orðin nógu há til að standa upp fyrir afgreiðslu- borðið í litlum hvítum skúr þar sem gest- um var seldur beini. A námsárunum tók Hrönn virkan þátt í félagsmálum og var i stjórn Mágusar sem er félag viðskiptafræðinema. Arið 1995 varð sú breyting á högum Hrannar að hún flutti úr landi og settist að í London. Þar hefúr hún búið síðan allt til þess að hún tók við starfinu á Hótel Sögu. í London hefur Hrönn sótt framhaldsnám í viðskiptafræði við City University Business School og lauk MBA prófi þaðan sl. haust með fjármál sem sérsvið. Eiginmaður Hrannar er Sigurður Skag- ijörð Sigurðsson, forstöðumaður Flugleiða í London. Þau eiga saman eina dóttur, Kristínu Þöll Skagfjörð, sem er fædd í jan- úar 1995. Sigurður á auk þess eina dóttur af fyrra hjónabandi, Júlíu Skagljörð, f. 1986. Sigurður er viðskiptafræðingur en hann lærði alþjóðaviðskipti við Verslunar- háskólann í Kaupmannahöfn og hefur starfað víða en lengst af hjá Flugleiðum. Hann er 13 árum eldri en Hrönn, f. 1953. Hrönn og Sigurður giftu sig í júlí 1996 með miklum glæsibrag í Skálholti en veisl- an stóð í föðurgarði Hrannar austur á Geysi. STJÓRNANDI KVENNAVELDISINS Sem stjórnanda er Hrönn lýst þannig að hún sé varkár, athugul og meiri sam- vinnumanneskja en einráður. Millistjórn- endur og skrifstofufólkið á Hótel Sögu eru ungar konur með einni undantekningu sem er Sveinbjörn Friðjónsson en hann er yfirmaður veitingasviðs. Sigríður Ingvars- dóttir er forstöðumaður gistisviðs og Ingi- björg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel ís- land svo óhætt er að fullyrða að hótelinu er stjórnað af kvennaveldi. Þetta er áhugavert í ljósi þess að eigendur hótelanna, Bænda- samtökin, hafa á stundum verið gagnrýnd fyrir jafnréttisstefnu sína. Hvort kvennaveldið hefur áhrif á stjórn- unaraðferðir Hrannar skal ósagt látið. Hún er ekki sérlega nafntoguð fyrir jafnréttis- baráttu og er að sögn stjórnandi sem ráð- færir sig mjög mikið við næstráðendur. Hún lítur á sjálfa sig og millistjórnendurna sem eina liðsheild og reynir að starfa sam- kvæmt því. Samstarfsmenn hennar segja að hún vilji ekki vaða yfir fólk en fái sitt fram að lokum. Einn þeirra orðaði það svo að hún vildi gjarnan vera liðsstjóri en end- aði stundum sem einvaldur. Hrönn er mjög skipulögð og nákvæm og er haldin ríkri þörf fyrir að hafa alla hluti í röð og reglu. Hún er vinnusöm og einbeitt sem stjórnandi og veigrar sér ekki við að leggja á sig fyrirhöfn til að fylgjast með hlutunum. Hrönn er einlæg og opinská í viðmóti við vinnufélaga líkt og kunningja og vinir hennar telja að þeir eiginleikar nýtist henni við stjórnun. Hún er sögð ágætur mann- þekkjari og eiga auðvelt með að skynja hvað eigi við á hverjum stað. Hún hefur lagt sig í líma við að kynna sér starfsemi hótelsins til hlítar sem er talsvert verkefni í sjálfu sér. Konráð, fyrir- rennari hennar, hefur verið henni talsvert innan handan og er til þess tekið hve vel fari á með þeim. Hrönn hefur aðeins verið á vettvangi í starfi í rúmlega þijá mánuði þótt hún hafi verið ráðin um áramót. Verka hennar sér því eðlilega ekki stað enn en hún mun leggja allt kapp á að reka hótelin tvö sem eina heild og ná fram eins mikilli hagræð- ingu í krafti þeirrar stærðar og kostur er. Þannig hefur hún þegar ráðið einn inn- kaupastjóra sem mun hafa yfirumsjón með innkaupum, birgðaskráningu og stýringu fyrir bæði hótelin. EIGUM VIÐ AÐ BYGGJA OKKUR HÚS? Hrannar bíður umtalsvert verkefni sem HVAÐ Á HÚN AÐ GERA? Hrannar bíöur umtalsvert verkefni sem er að sjá til þess að þessi hótelsamstæða verði rekin með hagnaði. Almennt er álitið að ráðning hennar endurspegli vilja stjórnarinnar til þess að straumlínulaga reksturinn en sérþekking hennar á ferðamálum, sérstaklega ráðstefnuhaldi, er talin hafa ráðið miklu. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.