Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 17
^■hmbí forsíðugrein mmmuam manna á landinu sem í kjölíarið hafa sótt landið heim og skrifað um það. Utlendingar eru orðnir meðvitaðri um landið. Áður var gantast með það að Island hefði enga ímynd á erlendum vettvangi, einfaldlega vegna þess að það þekktí nánast enginn landið og hafði varla heyrt á það minnst - hvað þá að fólk vissi hvar það væri. Fullyrða má að hægt væri að lyfta Grettístaki ef íslensk ferðaþjón- usta nýttí sér betur krafta Bjarkar, fengi hana í lið með sér og grei- ddi henni fyrir að koma fram í auglýsingum og selja ferðir til ís- lands. Það er eftirtektarvert að Björk hefur haldið útí sinni ís- Iandskynningu upp á eigin spýtur. HELDUR NAFNIÍSLANDS Á LOFTI Ævintýri Bjarkar Guðmundsdóttur sem alþjóðlegrar söng- stjörnu hófst fyrir næstum fimm árum þegar hún gaf út plötuna Debut. Tveimur árum síðar gaf hún út plötuna Post. Þessar plötur slógu í gegn og gerðu Björk að auðugri konu. Frá því að frægðar- sól hennar hækkaði á himni hefur hún verið óþrjótandi við að veita viðtöl og koma nafni íslands að. Vissulega er það fyrst og fremst Björk sjálf sem hagnast á því að vera alþjóðleg stjarna og heims- fræg. En óbeint hefur hún lagt fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónstu lið með því að halda nafni íslands á lofti - fyrirtækjum sem unnið hafa sína heimavinnu og bjóða upp á fjölbreyttar ferðir tíl íslands þar sem keppst er við að taka sem best á móti hinum erlendu gest- um með sérhæfðum ferðum um íslenska náttúru, skemmtunum, góðri gistíngu og litríkri matargerð. Án ötullar heimavinnu ferða- þjónustunnar sjálfrar hefði stöðug kynning Bjarkar á landi og þjóð haft lítið að segja. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vex hraðast í heiminum. FRÉTTASKÝRING: Jón G. Hauksson. íslensk náttúra. Hún reynist helsti segullinn á erlenda ferða- menn þótt margt fleira komi til eins og hreint Ioft, góð hótel, leiðakerfi Flugleiða, skemmtanalif Reykjavíkur, matargerð á heimsvísu, menning, söguslóðir Islendingasagna, íslenski hesturinn - og fiölbreyttar ferðir til fialla, jökla og sjávar. Björk greypir hins vegar nafh Islands inn í undirmeðvitund fólks. Þar kemur tvennt tíl. Fólk hefur meiri frítíma og sömuleiðis hafa ráðstöfúnartekjur fólks aukist. Auknar tekjur fólks ráða eflaust mestu um ferðalög þess. Komi afturkippur í heimsverslun og hag- vöxt endurspeglast það fljótt í færri ferðalögum fólks á milli landa. Heimsbyggðin gekk í gegnum tvær erfiðar olíukreppur á áttunda áratugnum, fyrst 73 og aftur 79. Enda sýndi það sig að á þessum árum fjölgaði ferðum útlendinga tíl Islands ekkert og fjöldi erlendra gesta var á bilinu 65 tíl 70 þúsund á ári. En upp úr ‘80 hefur verið ágætur stígandi í komu erlendra ferðamanna hingað þótt smávægilegrar stöðnunar hafi gætt á tímabilinu ‘88 til ‘92. Frá árinu ‘92 hefur útlendum gestum hins vegar fjölgað skarpt og nam fjöldi þeirra um 207 þúsundum á síðasta ári. Á síðustu sautján árum hefur fiöldi þeirra því þrefaldast!!! Og gæfuhjólið heldur áfram að snúast því fyrstu fjóra mánuði þessa árs fjölgaði þeim um 17%. Sú breyting hef- ur orðið á að jafn margir útlendingar koma hingað yfir vetrarmán- uðina og á sumrin. Áður voru veturnir nánast „dauðir” en síðan reið yfir holskefla á sumrin þar sem allt var yfirbókað. Þetta þýddi að tekjur ferðaþjónustunnar urðu tíl á aðeins þremur tíl fiórum mánuð- um á ári. Þetta er góð breyting - og að henni var stefnt. Komur erlendra feröamanna til íslands 1973-1996 í þús. 200 150 100 50 73 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 95 97 Ætla verður að frítími fólks og almenn hagsæld í heiminum ráði mestu um ferðalög fólks sem og verð og kynning á spennandi ferðum. Földi erlendra ferðamanna hefúr þrefald- ast frá árínu 1980. Björk varð heimsfræg árið 1993, fyrir tæpum fimm árum. FÁUM BJÖRK í AUGLÝSINGAR! Fullyrða má aö hægt væri að lyfta Grettistaki ef íslensk ferðaþjónusta nýtti sér betur krafta Bjarkar, fengi hana í lið með sér og greiddi henni fyrir að koma fram í auglýsingum og selja ferðir til íslands. Það er eftirtektarvert að Björk hefur haldið úti sinni íslandskynningu upp á eigin spýtur. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.