Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 24

Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 24
is. Frá árinu 1982 hafa aðildar- lönd NIB ábyrgst 90% af hveiju PILrláni, en aldrei hefur reynt á ábyrgð eigendanna. Stefnt er að því að PIL-lánin aukist um 10 tíl 12% á ári fram tíl ársins 2005.“ Lykilstæröir úr rekstri og efnahag NIB í milljónum ECU (ECU= 81 ísl. kr.) Hvers vegna hefur íslend- ingum ekld tekist sem best í rekstri erlendis? „Nú er ég ekki viss um að rétt sé spurt. Eg veit ekki betur en að mörg alþjóðleg verkefni íslend- inga gangi allvel. Hinu er ekki að neita að það skiptír meginmáli í slíkum rekstri, eins og öðrum verkum, að einhver sé tílbúinn að fórna sér algeriega tíl þess að árangur náist. Það er auðvitað erfið- ara fýrir fámenna þjóð að fá menn tíl þess að brenna sig upp á er- lendum vettvangi en þær þjóðir sem fjölmennari eru.“ Hvar er mestur vöxtur hjá bankanum? „Lán utan Norðurlanda hafa að undanförnu vaxið einna mest í Mið- og Austur-Evrópu, við lánum nú t.d. mikið til Póllands. Stærstur hlutí lána tíl þessa svæðis hefur íarið tíl umhverfisfjár- festínga. Umhverfismál á þessu svæði eru í ólestri og mikil þörf á að draga úr mengun í loftí og legi. Það eru ekki mörg lán tíl Rússlands í lánasafni NIB. Nokkur lán höfðu verið veitt til Sovétríkjanna fyrir 1990. Af þeim hefúr ver- ið greitt til þessa svo við getum vel við það unað. En Rússum hef- ur reynst erfitt að uppfylla skilyrði sem við höfum sett til lántöku. St. Pétursborg hefur hug á að koma upp miklu frárennslishreinsi- kerfi sem við viljum gjarnan lána til því þarna búa 5 tíl 6 milljónir manna og frá þeim fer óhreinsað skolp út í Eystrasalt. Slíkt lán hef- ur verið veitt, en við setjum það skilyrði að tekjur nægi fyrir af- borgunum og vöxtum af láninu. Það hefur þeim reynst erfitt að uppfylla og er líklega ómögulegt í bili þegar gengi rúblunnar hef- ur hrapað á stuttum tíma.“ Þú kemur að bankanum skömmu eftir að Eystrasaltslönd- in fá sjálfstæði á ný. Hver er þáttur bankans i uppbyggingu þar? „Það er rétt að eitt af þeim verkefnum NIB sem hvað mesta at- hygli hefúr vakið er stuðningur NIB við uppbyggingu í Eystra- saltslöndum þremur. Bankinn hefur þegar lánað um 4 milljarða króna til Eystrasaltsríkjanna en auk þess beint til norrænna fyrir- tækja tíl fjárfestinga á svæðinu. Mest hafa umsvifin verið í Eist- landi enda hefur landið náð lengst í uppbyggingu markaðshag- kerfis af löndunum þremur. En þetta verkefni er samt minna að vöxtum en mörg önnur verkefni bankans, en óvenjulegt, m.a. að því leyti að bankinn er hluthafi í ijárfestingabönkum i Lettlandi og Litháen. Hugmyndin var að hjálpa löndun- um af stað á þessu sviði. Finnsk-sænska samsteypan, Merita-Nordbanken, hefur nú keypt ráðandi hlut í fjárfestingabanka Lett- lands og stefnt er að sölu hluta í Iitháíska fjárfestingabankanum til nýrra hluthafa sem styrkt geta starfsemi hans. Markaðsbú- skapur dafnar nú einnig í Lettlandi og Lit- háen. Að því er stefnt að hlutverki NIB í þessum bönkum verði lokið innan fárra ára.“ Á árinu 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Útgreidd lán 621 587 679 1.080 1.283 1.626 Hagn. ársins 51 64 98 103 114 114 í lok árs Útistandandi ián 4.243 4.510 4.556 4.985 5.796 7.179 Eigið fé 608 691 801 896 980 1.059 Ávöxtun Arðsemi eiginfjár 8,6% 9,8% 13,0% 12,1% 12,2% 11,2% Nú ert þú búinn að starfa við bankann á fimmta ár. Ertu ánægður með árangur- inn? .Árangur af rekstri bankans hefur verið vel viðunandi. Á þeim ijórum árum sem liðin eru frá því að ég kom tíl starfa hefur verið 12% jafnaðarávöxt- un á eiginfé, þ.e. 9 tíl 10% raun- ávöxtun. Þetta þætti kannski ekkert sérstakt eitt einstakt ár en þegar slík ávöxtun næst samfellt yfir svona langt tímabil hygg ég að menn megi vel við una. Útlit er fyrir svipaða útkomu árið 1998. Vöxtur útlánastofns hefur einnig verið um 12% á ári þessi ár sem hafa um margt verið NIB mjög hagstæð. Þá hefur fjölbreytni aukist í starfsemi bankans. En það er fyrirsjáanlegt að nú hægir nokkuð á vextí, bæði vegna efna- hagsástands og eins hefur verið tekin um það stefnuákvörðun. Nú er stefnt að því að útlánastofninn aukist innan Norðurlanda um 6% á ári en 10% til 12% utan Norðurlanda á næstu árum. Eigendur hafa þegar samþykkt að auka grunnfé bankans með hlutafjáraukningu, sem verður fyrst og fremst með viðbótarábyrgðum eigenda." Hvernig heíúr þú helst sett mark þitt á bankann? „Eg nefni tvennt, áhættustýringu og alþjóðavæðingu. Aðalá- hættan í bankastarfsemi er veikburða eftirlit. Hvert einasta fyrir- tæki sem hefúr tekið lán i NIB er með lánshæfiflokkun frá sér- fræðingum bankans, sem og hvert einstakt lán. Þetta var eitt af fyrstu málunum sem ég beitti mér fyrir þegar ég kom til bankans. Við horfum auðvitað á flokkun alþjóðlegra fyrirtækja eins og Moody’s og Standard & Poor’s en leggjum einnig sjáKstætt mat á lánshæfi. Þetta tryggir náttúrlega ekki að við verðum ekki fyrir skakkaföllum en við erum okkur meðvitaðri um áhættuna sem við tökum en flestir aðrir bankar. Eg hygg að það sé nær einsdæmi á Norðurlöndum að banki hafi flokkað alla sína viðskiptavini með þessum hættí. Það auðveldar að viðskiptavinir hjá okkur eru ekki mjög margir, en í sjálfu sér er mönnum engin vorkunn að koma upp slíku kerfi þótt skuldunautar skipti þúsundum. Vinna er tals- verð til að byija með en hún skilar sér. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa nákvæmt eftirlit með afleiðuviðskiptum, sem eru mikilvæg i fésýslu bankans. Eg legg mikla áherslu á samræmt skipulag áhættumats innan bankans, þannig að árangur megi meta með hliðsjón af áhættu. Eg hef látíð endurskoða innra eftírlit í bankanum og koma þvi í fastar skorður. Það er mjög mikilvægt að slík mál séu í sem bestu lagi þvi langmestar líkur á tapi í bankarekstri eru af mannlegum mis- tökum í útlánum eða mannlegum breyskleika. Virk áhættustýring og gott upplýsingakerfi eru grundvallaratriði í bankastarfsemi" Hagnaöur NIB 24 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Víkjum að öðru. Hverjir eru helstu straumar í alþjóðlegu efnahagslífi á næstu árum að þínu viti? „Hér má greina ijóra mikilvæga þætti: Alþjóðavæðingu atvinnulífs- og ijármála- starfsemi, Evrópusamruna með Evrópska efnahags- og myntsambandið (EMU) sem þungamiðju, tengingu ríkja sem áður bjuggu við miðstýrðan áætlanabúskap við alþjóðlega markaðskerfið og einkavæðingu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.