Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 26

Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 26
 Norræni fjárfestingabankinn er við Fabiansgötu 34 í Helsinki. Þar stendur bankinn í brekku nálœgt verslunargötum í miðbænum. Skrifstofa Jóns er á sjöttu hæð. En hvers vegna hélt þróunin ekki áfram? „Eg taldi nauðsynlegt að breyta Búnaðarbankanum og Lands- bankanum í hlutafélög og var búinn að fá frumvarp þess efnis sam- þykkt í Alþýðuflokknum í ársbyijun 1992, þrátt fyrir að þar væru í þingflokknum alkunnir efasemdarmenn og -konur. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka ríkisstjórnarinnar, en andstaða í Sjálfstæð- isflokknum varð til þess að málið dagaði uppi. Svipuðu máli gegndi um sameiningu Jjárfestingalánasjóða í stærri heild. Um það var samið frumvarp sem ekki fékk stuðning beggja stjórnar- ílokka. Sem betur fer hefur ræst úr þessu í seinni tíð.“ Hverjir voru á móti innan Sjálfstæðisflokksins? „Það veit ég ekki, en Davíð Oddsson sagði okkur að hann kæmi þessu máli ekki í gegn.“ að freista þess að tengjast EMU með ein- hveijum hættí þegar ljóst verður um aðild Breta, Dana og Svia.“ Arösemi eiginfjár NIB • % En fórnum við ekki einhverju á móti? Jú, það má segja það. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að kostirnir séu miklir eins og ég rakti hér að framan þá fórnum við möguleikanum á því að stýra genginu þegar erfiðleikar steðja að. Það er ekki vist að það sé stór fórn. Þarna verða menn að vega og meta kostína og ég tel að vænlegast sé að íslendingar fylgist með þróun mála fyrst um sinn. Þetta er fjarri því að vera byltingar- kennd skoðun, en hagstjórn íslendinga verður að stefna áfram að stöðugu gengi, jafnvægi í ríkisfjármálum og skynsamlegri hagnýt- ingu auðlinda. Fyrst og fremst er ákvörðunin um þátttöku íslands í myntsambandinu pólitísk." En víkjum talinu að þeim málum sem ofarlega eru á baugi á Islandi, einkavæðingu ríkisbankanna sem loks virðist í aug- sýn. Er þetta ekki svolítið seint á ferðinni? ,Jú, ég tel að það hefði vel verið hægt að einkavæða bankana fyrr. Fyrsta skrefið í þessa átt var stofnun íslandsbanka um ára- mótin 1989/90 þegar Útvegsbankinn var seldur 1990 en ég var þá viðskiptaráðherra. Ég tók um það ákvörðun að selja bönkunum þremur, Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubankanum, Út- vegsbankann, enda lögðu þeir fram greinargóða áætlun um hag- ræðingu, þannig að ljóst var að með þessu móti máttí spara í bankakerfinu án þess að draga úr þjónustu. Samverkamenn mín- ir í ríkisstjórn, þeir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar, voru ef til vill ekki hrifnir af þessari ákvörðun, en þeir féllust á að þetta mál væri á mínu valdsviði sem ráðherra og að ákvörðun hefði verið tekin af Alþingi um að selja mætti Útvegsbankann. Næsta skrefið í hagræðingarmálum var þegar Landsbankinn keypti Samvinnubankann í skuldaskilum Sambandsins árið 1990. Því miður hefur ekki orðið framhald á þessari þróun í bankamál- um. En nú er mikil hreyfing í þessum efrium.“ En þarf að einkavæða ríldsbankana? ,Já, ég tel að það sé nauðsynlegt að selja bankana og leyfa sameiningu þeirra. Við gæt- um margt lært af því hvernig SE-bankinn í Svíþjóð stóð að samruna við Trygg-Hansa tryggingafélagið. Þar var lögð fram skipuleg áætlun um það hvernig trygginga- og banka- reksturinn yrði samþættur. Einmitt þetta varð til þess að sá samruni heppnaðist vel. íslendingar ættu að taka sér vinnubrögð af því tagi til fyrirmyndar." En er ekki hætta á einokun og of háum bankakostnaði? „Nei, það tel ég ekki. Hættan fyrir íslensku bankana er alltaf sú að erlendir bankar nýtí sér tækifærið og nái fótfestu á íslandi ef menn gæta sín ekki í verðlagningu. Reynslan annars staðar frá bendir reyndar til þess að víðast hvar hafi innlendir bankar haldið velli. Til dæmis var það strax leyfilegt að reka erlenda banka í Dan- mörku þegar Danir gengu í Evrópubandalagið fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Þá settu margir helstu bankar Evrópu og Ameríku upp skrifstofur í Kaupmannahöfn, en þær reyndust ekki bera sig. Bankar láta hins vegar stjórnast af hagnaðarvon þannig að lykilat- riði er að erlend samkeppni sé leyfileg. í framhjáhlaupi má geta þess að ég hef úr fjarlægð fylgst með umræðum um kaup Myllunnar á Samsölubakaríi á íslandi og hættuna á einokun á brauðamarkaði í kjölfarið. Ég hef sérstakan áhuga á þvi máli sem bakarasonur. Þar er enginn vafi á því að tækni nú á dögum veldur þvi að hægt er að flytja frosið deig í gám- um milli landa og baka svo á staðnum. Þess vegna geta íslensk bakarí ekki lengur nýtt sér fjarlægöarvernd í sama mæli og áður til þess að hækka vöruverð því þá munu þau kalla yfir sig sam- keppni í þessu formi.“ Þú nefndir að þér hefði ekki tekist að breyta ríkisbönkun- um í hlutafélög. Hvaða mál önnur náðir þú ekld að klára með- an þú varst ráðherra? „Ætli ég nefni ekki fyrst álver á Keilisnesi sem m.a. frá um- hverfissjónarmiði er heppileg staðsetning. Það er auðvitað margt DAVIÐ KOM MÁLINU EKKI í GEGN „Ég taldi nauðsynlegt aö breyta Búnaðarbankanum og Landsbankanum í hlutafélög og var búinn aö fá frumvarp þess efnis samþykkt í Alþýðuflokknum í ársbyrjun ‘92 - en andstaða í Sjálfstæðisflokknum varð til þess að málið dagaði uppi... Davíð Oddsson sagði okkur að hann kæmi þessu máli ekki í gegn." 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.