Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.1998, Side 29
Hve margir gera kaupmála? FJARMAL skiptist jafnt milli þeirra þegar til skilnaðar komi og þannig er auðvelt að sjá fyrir sér hjónaband sem getur gefið talsvert í aðra hönd þótt það vari í stuttan tíma ef ekki er efnahagslegt jafnræði með hjónunum. EKKILÁTA PLATA ÞIG Dœmi: Eignalaus maður giftist sterkefn- aðri ekkju sem á einbýlishús í Garða- bæ, sumarbústað í Skorradal, sumar- hús á Spáni, jeppa, fólksbíl og bunka af hlutabréfum í Eim- ______ skip. Þau skilja eftir eitt ár og hann fær í sinn hlut helming eigna hennar og getur hætt að afgreiða í sjoppunni og snúið sér að eignaumsýslu og ijárfestingum. Auðvitað myndi lífsreynd og séð ekkja aldrei láta taka sig í bólinu með þessum hætti og enn ólíklegra er að lögerfingjar hennar myndu láta þessa at- burðarás afskiptalausa svo fremi að þeir væru einhverjir til og með bein í nefinu. Þarna mætti auð- vitað snúa hlut- verkum við og setja bláeyga og barnunga einka- dóttur kvóta- kóngs í kvenhlut- verkið og þrískil- inn, gjaldþrota miðaldra kvenna- mann í karlhlut- verkið. I þessa at- burðarás er síðan auðvelt að reka fleyg strax í upphafi með því að elskendurnir geri með sér kaup- mála. Þar er hugs- anlega tekið fram hvaða hlutir séu séreign hvors að- ila fyrir sig og hvernig skipta skuli búinu komi til hjúskaparslita. Það er hægt að setja inn ákvæði TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson um að það sem annar aðilinn kann að erfa síðar verði hans eða hennar sér- eign og þannig taka af allan vafa um að hjónabandið sé byggt gróðahyggju og arfsvon frekar en hreinni ást. Þar getur bæði verið um að ræða að sá efnameiri sé að vernda sig en einnig að sá efnaminni vilji taka af öll tvímæli um hreinleika ástar sinnar og sýna að hagnaðarvon sé ekki drifkrafturinn á göngunni upp að altarinu. Nú kann einhver að benda á að gerð kaupmála geti verið viðkvæmur ________ og ekki sérlega róman- tískur gjörningur. Blá- fátækum væntanlegum brúðguma kann að þykja það einhvers kon- ar vantraustsyfirlýsing þegar hans til- vonandi ektakvinna krefst þess dag- inn fyrir brúðkaupið að þau marséri til lögfræðings ijölskyldunnar og geri með sér kaupmála. Ef- laust kann Ar 1980 Fjöldi kaupmála 177 Fjöldi gíftinga 1306 Hlutfall í% 13,5% 1981 159 1357 11,7% 1982 129 1303 12,0% 1983 178 1396 12,4% 1984 176 1413 13,5% 1985 170 1252 13,5% 1986 165 1229 13,4% 1987 216 1160 18,6% 1988 236 1294 18,2% 1989 312 1176 26,5% 1990 239 1154 20,7% 1991 182 1236 14,7% 1992 341 1241 27,5% 1993 235 1219 19,3% 1994 305 1310 23,3% 1995 257 1238 20,8% 1996 255 1350 18,9% Viltu gifiast mér? Samkvœmt lögum skiþtast eignir hjóna jafnt við skilnað. Þess vegna er hægt að giftast til jjár. Stöðugt fleiri tryggja hag sinn með gerð kauþmála. Þessi tafla sýnir að kauþmálum sem hlutfall af skráðum hjónavígslum fjölgar ár frá ári. Nokkur ár skera sig greinilega úr og má sennilega tengja það við sveiflur í efnahags- lífinu. einhveijum að þykja að svo sé en ef til vill er hér um einhvers konar prófstein á þanþol ástarinnar að ræða. Standist hún prófið sem felst í gerð kaupmálans er líklegt að ending hjónabandsins verði góð. Vanur skilnaðarlögfræðingur, sem ræddi um þessi mál við blað- ið en vildi ekki láta nafns síns getið, sagði mjög sjaldgæft að til hans kæmi fólk í skilnaðarhug- leiðingum sem hefði gert með sér kaupmála og dró af því þá óvísinda- legu ályktun að kaupmálahjónabönd entust betur en önnur hjónabönd. Sá taldi reyndar að tilvist kaupmála myndi í mörgum tilvikum auðvelda starf lög- fræðinga við skilnaði og draga úr ósætti hjóna varðandi búskipti. Sá sami sagði að ungt fólk sem væri að ganga í hjónaband gerði ekki alltaf með sér kaupmála þótt um ójafn- ræði væri með þeim í efnahagslegu til- liti. Hann sagði það hinsvegar algengt að foreldar settu sérstakt ákvæði í erlðaskrá þess efnis að það sem kæmi í hlut barna þeirra væri þeirra séreign og makanum óviðkomandi. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.