Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 30
HVAÐ SEGJA LOGIN UM KAUPMALA?
- brot úr hjúskaparlögum frá 1993
„ Gjafir milli hjónaefha sem gjafþegi á að
fá við hjúskaparstofnun og gjafir milli
hjóna eru því aðeins gildar að um þærsé
gerður kauþmáli.
Þetta á þó ekki við um venjulegar gjafir
sem eigi eru úr hófi miðað við efnahag
gefanda og eigi heldur gjafir sem fólgnar
eru í líftryggingu, lífrentu, lífeyri eða
þess konar framfærslutryggingum af
hendi annars hjóna til hagsbóta hinu.
Með kauþmála, eða annars konar lög-
gerningi, er eigi hœgt að ákveða svo að
gilt sé að það sem annað hjóna kann að
eignast framvegis ver, sem hann fær ekki
fullnustu fyrir, gengið að gjöfinni eða
verðmæti hennar nema það sannist að
gefandi hafi ótvírætt verið gjaldfær þrátt
fyrir gjafagerninginn. Ef endurgjald hef-
ur að einhverju leyti komið fyrir dregst
það frá því verðmæti sem unnt er að
ganga að. Efbú þess hjóna, sem gefið hef-
ur hinu verðmœti, er tekið til gjaldþrota-
skipta gildir ákvæðið eingöngu að svo
miklu leyti sem búið krefst ekki riftunar
á gjöfeða afsali.
Akvœði 1. mgr. á ekki við um gjafir skv.
2. mgr. 72. gr. að ganga að. Ef bú þess
hjóna, sem gefið hefur hinu verðmœti, er
tekið til gjaldþrotaskiþta gildir ákvæðið
eingöngu að svo miklu leyti sem búið
krefst ekki riftunar á gjöfeða afsali.
Akvæði 1. mgr. á ekki við um gjafir skv.
2. mgr. 72. gr.
C. Séreignir.
1. Séreignir samkvæmt kaupmála.
74. gr.
Hjón eða hjónaefni geta ákveðið í kaup-
mála að tiltekin verðmæti skuli verða
séreign annars þeirra. Séreign kemur
eigi til skipta við skilnað milli hjóna eða
milli annars þeirra og erfingja hins
nema sérstakar heimildir leiði til ann-
ars.
Séreignarákvæði er hægt að tímabinda,
svo og skilyrða með þeim hætti að kaup-
máli gildi ekki efhjón eignast sameigin-
legan skylduerfingja.
Hjón geta enn fremur ákveðið í kaup-
mála að eign skuli vera séreign meðan
bœði eru á lífi, en hlíta reglum um hjú-
skapareign að öðru hvoru látnu, ótil-
greint eða einskorðað við að annað
þeirra, sem nafngreint er, látist.
75. gr.
Verðmæti, sem koma í stað séreignar,
verða einnig séreign, svo og arður af
þessum verðmœtum, nema annars sé
getið í kaupmála eða í fyrirmœlum gef-
anda eða arfleiðanda.
76. gr.
Akvæðum kaupmála um séreignir er
hægt að breyta eða fella þau niður með
nýjum kaupmála.
2. Séreignir samkvæmt ákvörðun gef-
enda eða arfleiðenda.
77. gr.
Gefandi eða arfleiðandi getur ákveðið að
gjöf eða arfur, þar á meðal skylduarfúr,
skuli vera séreign í hjúskaþ gjafþega eða
erfingja með því efni er greinir í 74. gr.
Akvœði 75. gr. á hér við að sínu leyti.
Akvarðanir um arf skulu vera í erfða-
skrá.
Hjón geta ekki breytt þessum ákvörðun-
um gefanda og arfleiðanda nema slíkt sé
heimilað í gjafagerningi eða erfðaskrá
eða ótvírœtt afþeim gerningum.
Kaupmáli skal vera skriflegur.
Undirritun hjóna eða hjónaefha skal
staðfest af lögbókanda, héraðsdóms- eða
hœstaréttarlögmanni eða fulltrúa þeirra
eða af tveimur vottum sem skulu vera
samtímis viðstaddir og rita nöfn sín og
kennitölur á kaupmálann. I vottorði
þeirra skal koma fram að skjalið, sem
vottað er, sé kaupmáli. Vottarnir skulu
vera lögráða og staðfestingarhœfir sam-
kvæmt réttarfarslögum.tölur á kauþmál-
ann. I vottorði þeirra skal koma fram að
skjalið, sem vottað er, sé kaupmáli. Vott-
arnir skulu vera lögráða og staðfesting-
arhœfir samkvæmt réttarfarslögum.
B. Hœfi aðila.
81. gr.
Nú er annað hjóna eða hjónaefna ólög-
ráða og skal lögráðamaður þá einnig
samþykkja kaupmálann skriflega.
C. Skráning kaupmála.
82. gr.
Kaupmáli er ekki gildur milli hjóna og
gagnvart þriðja manni nema hann sé
skráður samkvœmt þeim reglum sem í
lögum þessum greinir.
83. gr.
Kaupmála skal skrá í kaupmálabók sem
sýslumenn halda.
Kaupmála, sem hjónaefni gera, skal
skrá í lögsagnarumdæmi þar sem þau
eiga lögheimili eða œtla sér að búa.
Kaupmála hjóna skal skrá þar í um-
dæmi sem þau eiga lögheimili. Ef þau
eiga ekki lögheimili hér mdæmi þar sem
þau eiga lögheimili eða œtla sér að búa.
Kauþmála hjóna skal skrá þar í um-
dæmi sem þau eiga lögheimili.
ALLT VERÐUR AÐ SKRÁ
Alla kaupmála verður að gera með
lögformlegum hætti í votta viðurvist
og láta skrá þá í sérstaka bók hjá við-
komandi sýslumanni. Þegar kaupmál-
ar taka til fasteigna þarf að þinglýsa
þeim. Ráðuneyti dómsmála heldur
síðan skrá um alla kaupmála og aug-
lýsir gerð þeirra í Lögbirtingablaði.
Þar koma að sjálfsögðu ekki fram efn-
isatriði kaupmála en nöfn, kennitölur
og heimilisföng þeirra sem gera slíka
samninga með sér. Af lauslegri rann-
sókn má ráða að algengt virðist vera
að tiltölulega mjög ungt fólk geri með
sér kaupmála. Af heimilisföngum ger-
enda, t.d. á Suðvesturhorninu, má
einnig ráða að margir sem gera slíka
samninga séu trúlega sterkefnaðir.
Kaupmálar hafa viðskiptalegt gildi í
þeim skilningi að lendi annað hjóna í
ijárhagskröggum svo að komi til
gjaldþrots er innheimtumönnum
óheimilt að ganga að séreignum hins
sé til kaupmáli um skiptin. Þannig má
tryggja ýmsar eignir ef menn standa í
áhættusömum atvinnurekstri. Detti
30