Frjáls verslun - 01.08.1998, Síða 36
• . ?s ára ráðgjafi hjá McKinsey
SigtryggurKlemens ’r sú aö ráðgjöfiniað
í Kaupmannahofti^M S sew hún vettir. Efekk
kosta lítinn hluta af petm u
þá hefur illa tekist til.
sem og end-
urskipulagningu sölu, markaðs- og dreifing-
arsviðs þeirra. Eitt af því sem Klemens er að
fást við þessa stundina er að aðstoða yfir-
menn fyrirtækja til að öðlast betri sýn yfir
það hvernig upplýsingatækni geti aukið vel-
gengni. Astæðan er ósköp einföld. „Þróun-
in í tölvuheiminum er ör og stór hluti
stjórnenda í fyrirtækjum er einfaldlega ekki
alinn upp við þá tækni sem til er í dag. Fyr-
irtæki, sem sérstaklega þurfa á aðstoð að
MECALUX
álhillur
halda í þessu efni, eru meðal
annarra tryggingafélög og
bankar, þar sem rekstur tölvu-
kerfisins er stór hluti af
heildarrekstrinum. Hugsan-
lega fer allt að þrjátíu prós-
ent af rekstrarfénu í þessa
einu deild. Þaðerþvímjög
mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyr-
ir kostum og göllum upplýsingatækninnar.
Þeir sem vita allt um tölvurnar hafa kannski
lítinn skilning á langtímaþörfum fyrirtækis-
ins, og stjórnendurnir hafa kannski oft lítið
vit á möguleikum og takmörkunum tölvu-
kerfisins. Okkar starf felst meðal annars í
því að byggja brú milli þessara hópa og
sfyðja ákvarðanatöku stjórnenda í þessu
efni því það er þannig í dag að margar
ákvarðanir um framtfð fyrirtækja, sem nota
tölvur mikið, eru mjög samtvinnaðar því
sem er að gerast í tölvuheiminum."
Klemens segir að nokkur stór fyrirtæki
hafi fyrir nokkru gert sér grein fyrir þessu
meðan önnur hafi komist að því að léleg
eða engin langtímastefna á upplýsingasvið-
inu hafi leitt til þess að miklar íjárfestingar
í upplýsingatækni hafi ekki skilað tilætluð-
Gott hillukerfi tryggir hámarks nýtingu á
plássi hvort sem er i bílskúr eöa vörugeymslu.
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi sem
henta þínum þörfum.
Mjög gott verð!
Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
MECALUX
- gæði fýrir gott verð
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN _
irazsmur&hf
BIL MILLISTJÓRNENDA OG TÖLVUDEILDA
„Þróunin í tölvuheiminum er ör og stór hluti stjórnenda í fyrirtækjum er
einfaldlega ekki alinn upp viö þá tækni sem til er núna. Okkar starf felst
meöal annars í að brúa biliö á milli stjórnenda og tölvudeilda.”
- Sigtryggur Klemens Hjartar
um, að menntun fólks haldist á mjög háu
stigi. Það er í raun lykillinn að því að fóta
sig á alheimsmarkaði. Fólk verður að
sækja menntun sína til útlanda, læra er-
lend tungumál og jafnvel vinna í útlöndum.
Þetta er númer eitt, tvö og þrjú. Breytingin
er sú að iðnaðarsamfélagið er að verða
þekkingarsamfélag og þá skipta landa-
mæri miklu minna máli en áður, en þekk-
ingin verður að vera til staðar.”
BÚA Á ÍSLANDIEN VINNAÍ
BANDARÍKJUNUM OG EVRÓPU
Sígild spurning til þeirra Islendinga
sem vinna í útlöndum er hvort ekki sé tími
til kominn að halda heim á leið. Klemens
segir það svo sem vel geta hugsast að hann
haldi með fjölskyldu sína heim og setjist
þar að. En þar með sé ekki sagt að hann
muni vinna á Islandi. Eðli starfsins sé að
ferðast á milli landa og fyrirtækja og því sé
því ekkert til fyrirstöðu að vinna í Banda-
ríkjunum og Evrópu en búa á Islandi.
Raunar sé það einn skásti kosturinn að
vera mitt á milli þessara heimsálfa ef oft
þurfi að ferðast til þeirra.”
En fær hann boð um að starfa á Islandi?
„Markaðurinn hér í Evrópu er mjög
góður fyrir ráðgjafafyrirtæki og það er oft
haft i flimtingum að sé manni ekki boðin
vinna á sex mánaða fresti sé eitthvað að.
Og samkeppnin er mikil á milli fyrirtækj-
anna. Það er sífellt verið að reyna að fá
hæft starfsfólk frá hinum fyrirtækjunum.
Jú, jú, auðvitað koma tilboð að heiman en
eins og staðan er núna sé ég ekkert í spil-
unum um að við tækjum okkur upp og
flyttum til Islands. Það er mikil reynsla að
vinna fyrir fyrirtæki eins og McKinsey,
sem er að fást við mörg erfiðustu vanda-
mál stærstu fyrirtækja í heimi og maður er
alltaf að læra eitthvað nýtt.”
Oft er það sagt að laun séu lág á íslandi
en Klemens segir að byijunarlaun á Norð-
urlöndum fyrir mann sem kemur beint úr
skóla séu ekkert sérstaklega há - og ekki
mikið hærri en gengur og gerist á Islandi.
En þegar fram í sæki hækki launin nokkuð
skart og þá sé í raun komið upp í þær hæð-
ir þar sem íslensk fyrirtæki séu ekki leng-
ur samkeppnishæf. 33
um árangri.
MÖRG ÍSLENSK FYRIRTÆKIERU
VELREKIN
Þegar komið er út fyrir landsteinana
verður sú staðreynd ljós að íslensk fyrir-
tæki eru ákaflega lítil og ekki mikið um að
þau leiti ráðgjafar til fyrirtækja eins og
McKinsey. Það hefur þó komið fyrir.
„Islensk fyrirtæki eru oft og tíðum
nokkuð vel rekin. Það sem þau skortir þó
er það sem kalla mætti sögulega hefö. Það
er stutt síðan Island varð iðnaðarsamfélag
og það endurspeglast að nokkru leyti í
rekstri fyrirtækja. Meðal annars í því að
langtímamarkmið eru ekki eins vel ígrund-
uð og í stórum fyrirtækjum í útlöndum.”
Nú er mikið rætt um það, að heimurinn
sé einn markaður, en takmarkist ekki leng-
ur við heimsálfur og lönd. - Hvernig sýnist
þér íslensk fyrirtœki standa sig í þessari nýju
heimsmynd?
„Það er grundvallaratriði fyrir land eins
og Island, sem er frekar langt frá markaðn-
SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300
36