Frjáls verslun - 01.08.1998, Qupperneq 42
Finnbogi er mikið á ferðinni um fyrirtœkið og hér hefur hann brugðið sér í sloþpinn og stígvél-
in og ræðir við konurnar í vinnslunni. FV-mynd: Aðalbjörn Sigurðsson.
skipstjóra á Akureyri, og synir hennar eru
þeir Þorsteinn Már og Finnbogi Alfreð
Baldvinssynir í Samheija. Önnur dóttir
hans var Helga. Sonur hennar er Finnbogi
Böðvarsson sem lengi var stýrimaður og
skipstjóri á skipum Hraðfrystihúss Eski-
fjarðar.
Sonur Finnboga Þorleifssonar var Al-
freð Finnbogason, skipstjóri og þekktur
aflamaður. Sonur hans er Finnbogi Al-
freðsson sem oft er kenndur við Fiskimjöl
og Lýsi í Grindavík sem nú hefúr reyndar
verið sameinað Samherja.
Fimmta Finnbogann, sem nú er látinn,
átti Rögnvaldur Finnbogason íyrrverandi
bæjarstjóri á Sauðárkróki og um tíma for-
stöðumaður Síldarútvegsnefndar á Seyðis-
firði. Þessir fimm Finnbogar eru því allir
jafnskyldir eða systkinabörn og heita allir í
höfuðið á Finnboga Þorleifssyni, skipstjóra
á Eskifirði.
Enn mætti nefna einn frænda til sem er
jafnskyldur Finnbogunum fimm; son
Dórótheu, en sá er Askell E. Jónsson,
íramkvæmdastjóri hjá Islandspósti sem
lengi var bæjarstjóri á Eskifirði.
Móðurætt Finnboga er að öðru leyti frá
Eyri í Reyðarfirði og Litlu-Tjörnum í Ljósa-
vatnsskarði í Þingeyjarsýslu.
Föðurættin er hinsvegar af Vestljörð-
um. Faðir Finnboga, Jón Sveinbjörn Krist-
jánsson skipstjóri, er fæddur á Folafæti við
Djúp árið 1912.1 Folafæti eða Fæti, eins og
byggðin var almennt kölluð, var nokkuð
þétt byggð þurrabúðarfólks og útgerð
með nokkrum blóma fram eftir öldinni.
Fótur fór algerlega eyði á stríðsárunum og
þar sér nú engan stað byggðar en þar steig
t.d. Einar Guðfinnsson sín fyrstu skref á
vettvangi útgerðar.
Finnbogi er kvæntur Sveinborgu Helgu
Sveinsdóttur, geðhjúkrunarfræðingi frá
Vestmannaeyjum, og þau búa við Þiljuvelli
í Neskaupstað. Þau eiga tvær dætur barna;
Esther, f. 1969 og Sigríði Rögnu, f. 1976.
Sveinborg hefur til skamms tíma starfað
sem félagsmálastjóri í Neskaupstað en er í
leyfi frá því starfi nú um stundir.
HAFÐIMIKINN ÁHUGA Á STJÓRNMÁLUM
Finnbogi útskrifaðist úr Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1970 þegar stúdentar
víða um heim mótmæltu öllu sem fyrir
varð en engin götuvígi voru byggð á Akur-
eyri. Finnbogi hafði mikinn áhuga á félags-
málum og stjórnmálum á skólaárum sín-
um og tók virkan þátt í stúdentapólitikinni
í Háskóla Islands með setu í Stúdentaráði
fyrir vinstri menn en hann beitti sér einnig
á líkum vettvangi við Háskólann í Lundi.
Hann var talinn til róttæklinga á sínum
yngri árum en kannski á við hann eins og
fleiri það sem sagt er að sá sem er ekki rót-
tækur þegar hann er ungur er hjartalaus
en sá sem er enn róttækur þegar hann er
fertugur er fífl.
REIKNAÐIÚT FYRIR HJÖRLEIF
Síðan lá leiðin í Háskóla Islands þar
sem Finnbogi lærði eðlisverkfræði og lauk
fyrrihlutaprófi 1973 en hann hélt svo nám-
inu áfram við Tækniháskólann í Lundi í
Svíþjóð og lauk prófi þaðan 1978 en lét sér
ekki nægja að læra eðlisverkfræði heldur
lauk sama ár prófi í rekstrarhagfræði frá
háskólanum í Lundi.
Þegar Finnbogi kom heim frá námi fór
hann til starfa sem sérfræðingur og deild-
arstjóri í iðnaðarráðuneytinu og gegndi
starfi þar frá 1979 til 1982. Á sama árabili
sat hann í nokkrum stjórnskipuðum nefnd-
um um iðnaðar-, efnahags- og orkumál.
Þessi ár var Hjörleifur Guttormsson ráð-
herra iðnaðarmála en á þessum árum var
Finnbogi sterklega orðaður við þann mál-
stað sem flokkur Hjörleifs studdi og var
stundum kallaður eini kapítalistinn í Al-
þýðubandalaginu. Það er því freistandi að
halda að Finnbogi hafi verið nokkurs kon-
ar skjólstæðingur Hjörleifs þegar hann
kom heim.
Margir muna ef til vill eftir mikilli um-
ræðu um málefni álversins í Straumsvik
sem Hjörleifur Guttormsson beitti sér fyr-
ir. Umræðan kristallaðist í orðunum
„hækkun í hafi“ og snerist um meintan
talnaleik álversmanna til þess að hagræða
bókhaldi sínu með tilliti til skatta. Sam-
kvæmt bestu heimildum mun Finnbogi
hafa verið reiknimeistarinn á bak við mál-
flutning ráðherrans.
HEIM í HEIÐARDALINN
1982 sneri Finnbogi heim aftur, ef svo
má segja, þegar hann réðist til starfa á Ak-
ureyri sem ffamkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félags EyjaJjarðar. Jafnframt því starfi sat
hann í stjórn Gúmmívinnslunnar á Akur-
eyri og stjórn Landsvirkjunar. Enn urðu
umskipti þegar hann var svo ráðinn for-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað árið
1986. Samhliða því skipti hann einnig um
aukastörf og settist í stjórn Sölumiðstöðv-
arinnar þar sem hann hefur nú setið í 10 ár
samfleytt sem vara- og aðalmaður og um
tíma í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva og
Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda.
Finnbogi er nú stjórnarformaður Neta-
gerðar Friðriks Vilhjálmssonar, Skag-
strendings hf. á Skagaströnd og Islands-
síldar hf. og á sæti í stjórn, Nord-Morue og
Delpierre, dótturfyrirtækja SÍF í Frakk-
landi, Uthafssjávarfangs hf., Félags ís-
MÍN HÆGRI HÖND
Þaö er sagt um Finnboga aö hann sé haröur í horn að taka sem stjórnandi og fylgist
grannt með daglegum rekstri fyrirtækisins. Hann hefur í miklum mæli samráö við næst-
ráðendur, s.s. útgerðarstjóra, verksmiðjustjóra, verkstjóra og fleiri, en mönnum ber sam-
an um að Freysteinn Bjarnason útgerðarstjóri sé hans nánasti samstarfsmaður.
42