Frjáls verslun - 01.08.1998, Side 49
lliliMÁI,
TEXTI:
Jón G. Hauksson
hlutabréfa á Verðbréfaþingi
hinn 23. september sl., eða
í þann mund sem Frjáls
verslun fór í prentun.
GENGIÐ Á ÝMSU
Alls 46 fyrirtæki eru á
Verðbréfaþingi. Gengi
hlutabréfa í 23 fyrirtækjum
hefur hækkað frá áramót-
um en lækkað í 22 fyrir-
tækjum. Það hefur staðið í
stað í 1 fyrirtæki. Það hefur
því gengið á ýmsu í gengi
hlutabréfa á þinginu.
157 MILUARÐA VIRÐI
Markaðsverð þessara 46
fyrirtækja er tæpir 157
milljarðar króna. Nafnverð
lilutafjárins er hins vegar
aðeins skráð á rúma 35
milljarða. Þarna er ótrúleg-
ur munur á - eða 4,5 faldur.
Ohætt er að segja að fylgt
sé varfærnissjónarmiðum í
ársreikningum fyrirtækj-
anna við verðmætamat
hlutaijárins. Gengi hluta-
bréfa í fyrirtækjum er raun-
ar mjög mishátt. Þannig er
til dæmis gengi bréfa í
Opnum kerfum hvorki
meira né minna en 60,0!!!
VERÐMÆTUSTU
FYRIRTÆKIN
Þótt verð lilutabréfa hafi
hækkað hlutíallslega mest í
Nýhetja og Opnum kerfum
Ávöxtun hlutabréfa frá áramótum
Mt/harii Félög á VÞÍ. Q cc c on
Nynerji dn m KÍ1 nn /O, ID /0 77 99%
Opin Kerfi 4U, IU ou.uu
Héðinn Smiðja 8,75 5,20 49,54%
Grandi 3,58 4,93 41,26%
Skagstrendingur 5,00 6,75 36,36%
Eimskip 7,30 7,48 34,87%
SÍF 4,26 5,65 34,84%
ÚA 4,10 5,18 27,90% ■i
Haraldur Böðvarsson 5,05 6,15 23,49% ■■
Hampiðjan 2,96 3,55 22,84% mm
Þróunarfélagið 1,60 1,78 16,34% m
Hraðfrystihús Eskifj. 9,60 9,80 13,47% ■
Samherji 2 8,70 9,65 11,82%
Guðmundur Runólfs. 4 5,00 11,11%
Lyfjaverslun íslands 2,75 3,00 11,11%
Sæplast 4,15 4,50 10,29%
Fóðurblandan 2,15 2,28 9,62%
Jarðboranir 5,15 5,05 9,35%
íslandsbanki 3,39 3,55 6,93%
Tangi 2,25 2,32 4,98% i
Pharmaco 13,12 12,30 3,68%
Eignarhaldsf. Alþýðub. 1,80 1,76 1,73%
Þormóður-rammi Sæb. 4,80 4,75 0,42%
Vinnslustöðin 1 1,80 1,80 0,00%
Jökull 4,30 2,25 -1,60%
SS 2,80 2,65 -2,93%
Samvinnuf. Landsýn 2,20 2,10 -3,00%
Olíufélagið 8,41 7,20 i -5,04%
Samvinnusjóður ísl. 2,25 1,80 i -5,05%
Síldarvinnslan 6,00 5,60 1 -5,56%
Flugleiðir 3,08 2,80 ■ -8,05%
Tæknival 6,60 6,00 ■ -8,12%
Olís 5,70 5,15 ■ -8,53%
Stálsmiðjan 4,95 4,40 ■ -9,47%
Skeljungur 5,00 3,95 ■ -11,98%
Frumherji 2,07 1,70 m -15,00%
íslenska járnblendif. 5 2,42 m -16,55%
Básafell 1 2,50 1,95 m -19,75%
SR Mjöl 6,65 5,22 ■■ -20,43%
KEA 2,50 1,80 ■B -25,00%
Plastprent 4,20 3,00 ■■ -27,36%
SH 5,25 3,75 mm -27,61%
Fiskiðjusaml. Húsav. 1 2,40 1,70 -29,17%
íslenskar Sjávarafurðir 2,55 1,80 ■■■ -29,41%
Marel 20,20 12,25 -33,06%
Skinnaiðnaðun 9,00 4,75 -47,22%
1 Þessi félög eru með annað uppgjörstlmabil. 2 Samherji birti ekki 6 mánaða uppgjör 1997.
3 Utreikningur á hækkun / lækkun leiðréttir lyrir aröi og jöfnun.
4 Var skráð á vaxtarlistann 27. apríl.
eru verðmætustu fyrirtæk-
in hins vegar Eimskip, íslandsbanki og Samheiji. Mark-
aðsverð Eimskips er hæst, eða tæpir 23 milljarðar, en var á
sama tíma í fyrra um 18,3 milljarðar. Þetta er hækkun upp
á um 4,7 milljarða á einu ári!! Vissulega hörkugóður árang-
ur hjá Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, og starfs-
fólki hans.
íslandsbanki er í öðru sætí hvað markaðsverð snertir.
Verð hans er núna um 13,8 milljarðar en var á sama tíma í
fyrra um 12,1 milljarður. Á einu ári hefur verðið því hækk-
að um 1,7 milljarða króna. Valur Valsson og starfsmenn
hafa skilað góðum árangri.
Útgerðarfélagið öfluga á Akureyri, Samherji, hefur
þriðja hæsta markaðsverðið á Verðbréfaþingi. Markaðs-
verðið er núna um 13,3 milljarðar en var á sama tíma í fyrra
um 14,8 milljarðar. Markaðsverðið hefur því lækkað um 1,5
milljarð á einu ári og hlýtur það að valda þeim Samherja-
frændum svolitlum áhyggjum. Engu að síður er Samheiji
langverðmætasta útgerðarfyrirtækið á þinginu - en þar eru
allir helstu sjávarútvegsrisar landsins.
HÉÐINN SMIÐJA MEÐ MESTA ARÐSEMIEIGINFJÁR
Á SÍÐASTA ÁRI
Arðsemi eiginíjár er líklegast sú kennitala sem flestir
horfa jafnan á þegar skoðaður er árangur í rekstri. Það fyr-
irtæki, sem skilaði mestri arðsemi eiginijár á Verðbréfa-
49