Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 51

Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 51
ItUiiuÁi TAKTURINN VIÐ UTLENDA HLUTABREFAMARKAÐI Lækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum undanfarnar vik- ur er í takt við það sem gerst hefur á erlendum hlutabréfamörk- uðum. I mörgum tilfellum er þó erfitt að finna rök fyrir lækkun- um á gengi bréfa í nokkrum fyrirtækjum á Verbréfaþingi íslands. Einnig er vafasamt að draga þá ályktun að sterk orsakatengsl séu á milli lækkana á gengi hlutabréfa hér og erlendis. V/H-gildið (markaðs- verð/hagnaður) á ís- lenska hlutabréfamark- aðnum er núna að jafnaði um 24 og er aðeins fyrir neðan bandaríska mark- aðinn þar semV/H gildið er komið í 25,5. Spurn- ingin er hvort mark- aðsvirði íslenskra hluta- bréfa sé of hátt og hvort verðið haldi áfram að lækka á komandi vik- um. Meðan viðskipti eru lítil, eins og þau hafa verið undanfarið, má ætla að hlutabréf hækki ekki mikið í verði. En með tilkomu nýrra félaga á VÞÍ kemur meiri breidd í markaðinn. Það ætti að Arni Jón Árnason og Helei b/,r , refaviðskiptum, meta horfurna^áZrkað****”#* a rnarkaðnum til áramóta Fv-mynd: Kristín Bogadóttir. Frekar er viðbúið að markaðsaðstæður geti reynst mörgum íjárfestum erfiðar næstu mánuði. Skoðum þróun þriggja þekktra erlendra verðvísi- talna hlutabréfa. Þær eru S&P 500, sem mælir verð- breytingu 500 bandarískra fyrirtækja, FTSE 100, sem mælir verðbreytingu 100 breskra fyrirtækja, og Nikkei 225 sem mælir verðbreytingu 225 japanskra fyrirtækja. Þær hafa lækkað! En hverjar eru ástæðurnar? Þær eru að mestu sprottnar af áhyggjum um minnk- andi hagvöxt vegna efnahagsörðugleika í Asíu og á mörgum ný- mörkuðum, t.d. Rúss- landi. Einnig hefur verið rekin fremur aðhalds- söm peningastefna í Bandaríkjunum sem hef- ur skammtímaáhrif í för með sér á fjármálamörk- uðum þar í landi. bréfa í hluta- þýða aukin viðskipti og koma í veg fyrir frekari verðlækk- anir á hlutabréfum. ERLENDIR MARKAÐIR Alþjóðlegir fjármálamarkaðir urðu fyrir verulegum skakkaföll- um á síðasta ársfjórðungi. Eftir hrinu mikilla hækkana, sem stóð fram í miðjan júlí, gáfu markaðirnir eftir og lækkuðu í verði. Þrátt fyrir að viðsnúningur sé á þessari þróun síðustu daga er samt sem ekki víst að tímabil samfelldra hækkana taki við á nýjan leik. Ein þeirra skýringa, sem sérfræðingar í Banda- ríkjunum hafa notað til að útskýra lækkanir í Banda- ríkjunum núna, er sú að V/H-hlutfall bandarískra fyrirtækja sé mjög hátt um þessar mundir. Samanburður hefur iðulega verið gerður á V/H- hlutfallinu sem var fyrir verðlækkunina frægu í október 1987. í lok júní sl. var VH-hlutfallið 27 - en í lok september 1987 var það 22. Með því að leiðrétta V/H-gildið 1987 - með tilliti til breytinga á vaxta- markaði - er það núna uppreiknað 31. Munurinn er nokkur og skýrist fyrst og fremst af minni vænting- um núna til afkomu bandarískra fyrirtækja miðað við það sem var fyrir ellefu árum. Frá júní til 23. september á þessu ári lækkaði V/H-hlutfall bandarískra félaga úr 27 niður í 25,5. Margir stjórnendur verðbréfasjóða í Bandaríkjun- um og víðar líta þó á þessar hræringar sem tækifæri til fjárfestinga í vel völdum hlutafélögum. 33 Unnið fostudaginn 25. september. Þróun þriggja þekktra erlendra verðvísitalna hlutabréfa. Þær eru S&P 500, sem mælir verðbreytingu 500 bandarískra fyr- irtækja, FTSE100, sem mœlir verðbreytingu 100 breskra fyr- irtœkja, og Nikkei 225 sem mœlir verðbreytingu 225 jap- anskra fyrirtækja. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.