Frjáls verslun - 01.08.1998, Page 67
Skýring 23.
Digital á íslandi verður ekki sameinað
Tæknivali fyrr en um næstu áramót. Sjá bls.
120.
Skýring 24.
Hótel KEA er núna rekið af Fosshótel-
um. Hótel KEA er inni í samstæðureikningi
KEA á aðallistanum. Sjá bls. 138.
Skýring 25.
Síldarútvegsnefnd, sem nú heitir ís-
landssíld hf., raðast ekki inn á aðallistann þar
sem ekki er hægt að fá hreinar veltutölur án
þess að umboðssala sé talin til tekna. Sjá
bls. 124.
Skýring 26.
Islenskir aðalverktar. Fyrirtækinu var
breytt úr sf. í hf., þ.e. sameignarfélagi í hluta-
félag, hinn 1. júní á síðasta ári. Tölur um Is-
lenska aðalverktaka hf. gilda því aðeins fyrir
7 mánuði og eru ekki samanburðarhæfar.
Þetta er búið að leiðrétta og eru veltutölur
fyrirtækisins á aðallista fyrir allt síðasta ár.
Sjá bls. 26 og 118.
Skýring 27.
Flugleiðahótelin, Esja og Loftleiðahót-
el, eru í samstæðureikningi Flugleiða. Þau
raðast þvi ekki inn á aðallista en fara inn á
sérgreinalista til fróðleiks. Sjá bls. 138.
Sama á við um Bílaleigu Flugleiða. Sjá
bls. 142.
Skýring 28.
Ingvar Helgason. Bílaumboðin Ingvar
Helgason og Bílheimar eru í eigu sömu að-
ila. Sjá bls. 72 og 121.
Skýring 29.
Úrval-Útsýn. Inni í samstæðureikningi
Úrvals-Útsýnar er dótturfélagið Plúsferðir.
Ferðaskrifstofa íslands fór ekki inn í sam-
stæðuna fyrr en í byrjun þessa árs. Sjá bls.
72 og 136.
Skýring 30.
Opinber fyrirtæki. Inni á aðallistanum
eru fyrirtæki eins og SVR, Reykjavíkur-
höfn, Vatnsveita Reykjavíkur - sem og
ýmis orkufyrirtæki. Um er að ræða opinber
fyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag, fyrirtæki
sem verða að afla sér tekna á markaði. Að
þessu sinni var tekin sú ákvörðun að hafa
þessi fyrirtæki inni í aðallista - enda væri yflr
þeim meiri fyrirtækjabragur en stofnana-
hragur.