Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 17
Lífeyrisdagurinn
amtök áhugafólks um lifeyrissparnað geng-
ust fyrir kynningardegi um lífeyrismál á Hót-
el Loftleiðum í janúar. Þar tóku helstu lífeyr-
issjóðir, liftryggingafélög, bankastofnanir og verð-
bréfafyrirtæki saman höndum og kynntu leiðir í líf-
eyrissparnaði. Fimm sérfræðingar um lífeyrismál
héldu fyrirlestra en að undanförnu hafa miklar breyt-
ingar átt sér stað í lífeyrismálum. Mikil aðsókn sýndi
mikinn áhuga fólks á þessum málaflokki.
FRÉTTIR
Vigfús Asgeirsson, sérfræðingur Talnakönnunar í lífeyrisútreikningum, í ræðu-
stól á Hótel Loftleiðum en hann var einn fimm fyrirlesara.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
Að verkefninu standa Nýsköpunar-
sjóður, KMPG endurskoðun, Við-
skiptaháskólinn og Morgunblaðið.
Þeir sem taka þátt í samkeppninni
geta komið viðskiptahugmyndum
sínum á framfæri með því að leggja
fram vandaða viðskiptaáætlun.
Fyrstu verðlaun eru ein milljón króna
og leiðsögn sérfræðinga KMPG og
Viðskiptaháskólans í eitt ár eftir að
keppni lýkur.
Atakið kynnt á fundi með fiölmiðlum. Frá vinstri:Páll Kr. Pálsson,
forstjóri Nýsköpunarsjóðs, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans og Hallgrímur
Geirsson, forstjóri Arvakurs sem gefur út Morgunblaðið.
Nýsköpun
Qfnt hefur verið til sérstaks
nýsköpunarátaks undir
heitinu: Nýsköpun 99-
samkeppni um viðskiptaáætlun.
ÞÆR
DUGLEGUSTU
Á
SKRIFSTOFUNNI.
MINOLTA LJOSRITUNARVELARNAR - STORAR ÞEGAR A ÞARF AÐ HALDA
Nýju Ijósritunarvélarnar fró
Minolta, CS-Pro eru hannaðar
til að verða dugmestu
starfskraftarnir ó skrifstofunni
MINOLTA
mmm-smmtísm
KJARAN
TÆKNIBUNAÐUR
SIÐUMUU 12 108 REYKJAVIK SIMI 510 5500 FAX 510 5509
17