Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 20
FORSIÐUGREIN
Harðar rökræður
Hér birtast líflegar og harðar rökrœður Þórólfs Árnasonar, forstjóra Tals, og Guðmundar
Björnssonar, forstjóra Landssímans, þar sem orðsins brandi var brugðið ótt og títt!
GH: Teljið þið að aukið frelsi í fjarskiptum - og innkoma
Tals sl. vor á markaðinn, hafi leitt til hinnar gífurlegu
sölu á GSM-símum á síðasta ári?
Þórólíur: „Aukið frelsi í viðskiptum leiðir alltaf til aukinna við-
skipta. í byijun síðasta árs var gefið leyfi fyrir frelsi í fjarskiptum.
Eg held að þetta verði ártal sem lengi verði í minnum haft. Þetta
var tímamótaár í í]arskiptum á Islandi. Frelsi í Ijarskiptum eykur
kosti neytenda, verndar hagsmuni þeirra og sinnir þeim betur
varðandi ýmis viðskiptatækifæri. Frelsið er stóra hagsmunamálið
fyrir almenning og fyrirtæki í landinu; keppni Tals og Landssím-
ans er aðeins afleiðing af þessu frelsi. I fijálsum viðskiptum felst
mikill virðisauki. Frelsi í fjarskiptum skapar aukna vinnu fyrir
mörg önnur fyrirtæki; hugbúnaðargerð, hugvit og framþróun
hugverka mun stóreflast. Lækkun á verði þessarar þjónustu hefur
í för með sér meiri notkun. Það eru fleiri tæki, aukinn taltími og
meiri gagnaflutningur á milli fólks og fyrirtækja. Þetta er forsend-
an. Það leikur vart vafi á að innkoma okkar leiddi til aukinar sam-
keppni og stóraukinnar sölu á GSM-farsímum og notkunar al-
mennings á þessari tækni.“
Guðmundur: „Þótt fullt frelsi í fjarskiptum hafi komið til sög-
unnar á síðasta ári hófst samkeppni í virðisaukandi gagnaflutning-
um og sölu notendabúnaðar nokkru fyrr - en aðalsamkeppnin
kom á síðasta ári. Samkeppnin er af hinu góða. Hún skapar aukið
val fyrir viðskiptavini - ekki bara í verði heldur líka í gæðum og
þjónustu. Með komu Tals inn á markaðinn varð augljóslega meiri
samkeppni, meiri kynning og umfangsmeira og beittara markaðs-
starf. Keppnin magnar upp þjónustuvilja beggja. í umhverfi einka-
réttar er skiljanlega erfitt að selja viðskiptavinum sínum þá skoð-
un að þjónustan sé fyrsta flokks og verðið sé með þvi besta í heimi.
En við teljum að á tímum einkaréttar hafi Landssíminn engu að
síður boðið mjög góða þjónustu og gott verð. Ef við berum verð
okkar við það sem tiðkast í Evrópu hefur það verið með því allra
lægsta sem þekkist.“
Þórólliur: „Eftir að við komum inn á markaðinn snaijókst öll
kynning á farsímaþjónustunni. Bæði fyrirtækin hafa lækkað verð-
ið og komið með tilboð sem stækkað hafa markaðinn - neytendum
til góðs. Eg vona hins vegar að neytendur gleymi því ekki - og
horfi ekki fram hjá því - að verðið lækkaði á þessari þjónustu og
gæði hennar jukust eftir að frelsið var gefið og við komum inn á
markaðinn."
Guðmundur: „Þess vegna kom það okkur á óvart - sem og öll-
um GSM-notendum - þegar stjórnarmaður hjá ykkur gaf út þá yf-
irlýsingu í upphafi að þið ætluðuð ekki að keppa í verði. Þegar við
gripum til verðlækkana tíl að leyfa okkar viðskiptavinum að njóta
góðs af lækkandi verði vegna stóraukinna viðskipta í farsímakerf-
inu kærðuð þið okkur tíl Samkeppnisstofnunar og kröfðust þess
að verðlækkunin, sem tók gildi 17. september ‘98, ásamt magnaf-
slættí tíl fyrirtækja yrði felld úr gildi. Og ekki nóg með það. Þið
kröfðust þess að okkur yrði gert að greiða sekt vegna þess að við
lækkuðum verðið!! Hvar var boðskapur ykkar um aukin fjarskiptí
og hagsmuni notenda? Það hlýtur að koma notendum spánskt fyr-
ir sjónir að nýtt fyrirtæki, sem kemur inn á markaðinn og boðar
mikla samkeppni, vilji ekki keppa í verði. Með aukinni GSM-notk-
un er hægt að lækka verðið á hveija mínútu. Þannig er þetta í öll-
um viðskiptum. Það er of mikill munur á farsímagjöldum og heíð-
bundnum símgjöldum og hann verður að minnka.“
Þórólfur: „í erindi okkar til Samkeppnisstofnunar gerðum við
athugasemd við það að þið væruð ekki farnir að sýna sundurlið-
un á því hvaðan hagnaðurinn kæmi - en á sama tíma lækkuðu þið
eingöngu verðið á þeirri samkeppnisþjónustu sem þið þurftuð að
beita gegn okkur. Þetta var skipulögð og ákveðin aðgerð. Enda,
hvernig voru úrskurðarorð Samkeppnisstofnunar!? Það voru tíl-
mæli Samkeppnisstofnunar til ykkar að beita ekki ffekari lækkun-
um á GSM-þjónustunni á meðan mál ykkar væru til skoðunar þvi
þið sýnduð Samkeppnisstofnun ekki á óyggjandi hátt fram á að
hagnaður ykkar væri tíl kominn þarna. Og heldur ekki hvaða nýj-
ar forsendur hefðu komið tíl frá verðlækkun ykkar í mars sl. sem
var undirbúningur ykkar vegna komu Tals í byrjun maí? Tal er
búið að skila neytendum líklegast um 40% verðlækkun á GSM-
þjónustu - aðeins með því að koma á markaðinn. Það sýnir líka
hroka að þið hafið þennan úrskurð Samkeppnisstofnunar að
engu. Það eru tilmæli Samkeppnisstofnunar að þið lækkið ekki
verðið á GSM-þjónustunni á meðan mál ykkar eru í skoðun. Eg
þyrði ekki að gera það sem þú ert að gera, Guðmundur, að lækka
verð á GSM-þjónustu í útlandasímtölum sem svar við okkar út-
landasímstöð."
Guðmundur: „Enn kemur mér á óvart hvað Tali er illa við
verðlækkanir tíl GSM-notenda. Um sundurliðunina vil ég segja
þetta: Farsímaþjónusta okkar er fyllilega aðgreind frá öðrum
rekstri; ekki bara í rekstrarreikningi heldur líka á sérstökum efiia-
hagsreikningi. Við greiðum ekki niður farsímaþjónustuna með
annarri þjónustu. Varðandi kæru Tals tíl Samkeppnisstofhunar
vegna verðlækkunar okkar þá svöruðum við þessari kæru og
sendum greinagerð mjög snemma tíl Samkeppnisstofnunar. En
ég vek athygli á því að það þurftí að gefa lögmanni Tals tvisvar
frest tíl að koma með athugasemdir vegna svars okkar. Við lítum
svo á að það hafi verið gert til að tefja málið. Þess vegna tilkynnt-
um við samkeppnisyfirvöldum að við sæjum okkur ekki lengur
20