Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 21

Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 21
Þeir brugðu orðsins brandi ótt og títt. Frá rökrœðunum á Hótel Sögu sem Frjáls verslun efitdi til á milli símaforstjóranna, Guðmundar Björns- sonar og Þórólfs Arnasonar. FV-myndir: Geir Ólafsson. fært að verða við þeim tilmælum að lækka ekki símagjöldin frek- ar. Enda verða símnotendur í hinum öra vexti farsímaþjónustunn- ar að fá lægra verð. Það eru allar forsendur fyrir því vegna stórauk- inna viðskipta þeirra.“ Þórólfur: „Eg árétta bara enn og aftur að Landssíminn hóf ekki að lækka GSM-þjónustu sína fyrr en við komum á markað- inn. Einkennileg tilviljun - ekki satt? Hvers vegna lækkaði hann ekki verðið á farsímaþjónustunni löngu fyrr - í einokuninni?" JGH: -Tals-menn telja að Landssíminn, sem er sterkt og mark- aðsráðandi hlutafélag í eigu rikisins, sýni óbilgjama hörku og hindri aðgang að markaðnum? Guðmundur: „Við hindrum ekki aðgang Tals að markaðn- um.Við lítum á Tal sem verðugan keppninaut og berum virðingu fyrir honum. Að Tali stendur sterkur eigendahópur, meðal annars öflugt bandarískt símafyrirtæki, sem ég þykist vita að styður myndarlega við bakið á því. En þetta er keppni þar sem bæði fyr- irtæki reyna að gera sitt besta og láta neytendur njóta góðs af því - varla áttu menn von á að við tækjum ekki þátt í samkeppninni. Iandssíminn hefur vissulega forskot í farsímaþjónustu því hann bauð fyrst GSM-þjónustu árið 1994. ÞegarTal hóf starísemi 1. maí sl. voru þegar komnir tæplega 46 þúsund GSM-notendur hjá okk- ur. Núna eru 77 þúsund GSM-notendur hjá báðum fyrirtækjum. Síðustu átta mánuðina i fyrra bættust þvi um 30 þúsund nýir not- endur við og af þeim fékkTal um 11 þúsund. Obilgirni höfum við ekki sýnt.“ Þórólfur: „Eg vil ekki ætla Landssímanum að vilja okkur feiga - en við teljum hann stunda markaðshindrandi vinnubrögð. Rekst- ur Landssímans er ríkisrekstur og ég tel afar mikilvægt að fyrir- tækið verði selt; einkavætt. Tal er að beijast við ríkið sem á að hætta i þessum rekstri. Frjáls samkeppni á að vera á jafnréttis- grundvelli. Það er afar óréttlátt að hið opinbera gefi frelsi í ijar- skiptum og haldi svo sjálft áfram að keppa á markaðnum með sitt markaðsráðandi fyrirtæki sem byggt var upp í skjóli einokunar. Eg minni á að t.d. íslandsbanki hefur oft kvartað yfir því að keppa við tvo sterka ríkisbanka. Eg bendi líka á að handhafi eina hluta- bréfsins í Landssímanum er samgönguráðherra, Halldór Blöndal. Hann er jafnframt yfirmaður allra ijarskiptamála í landinu. Það er einkennileg staða. Undir hann heyrir líka eftirlitsstofiiun tjar- skipta, þ.e. Póst- og fjarskiptastofnunin." Þórólfiir:,Aðeins meira um Póst- og fjarskiptastofnunina; hún þarf meira sjálfstæði - og þar er ég hjartanlega sammála stjórnar- formanni Landssímans, Þórarni V. Þórarinssyni, en hann sagði í Morgunblaðinu 26. nóvember sl. eftir fund hjá Sjálfstæðisflokkn- um að mikilvægt væri að efla Póst- og fjarskiptastofnun þar sem hún væri of veik til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þess vegna skutu viðbrögð Landssímans skökku við þegar Póst- og fjarskipta- stofnun sýndi í fyrsta sinn að hún ætlaði að taka á einhveijum sam- keppnismálum í tjarskiptum - en það gerði hún með bráðabirgða- úrskurðinum á gamlársdag - en Landssíminn kærði strax þá af- greiðslu. í framhaldi af því sendi svo Guðmundur tilmæli til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann talaði með stjórnvaldstóni til þessarar stofnunar sem gegnir eftirlitshlutverki. Þar fannst mér stjórnvald tala til eftirlitsstofnunarinnar en ekki við hana sem ann- ar aðili málsins. Hvar var þá markaðsfyrirtækið, sem Guðmundur stýrir, og segist fagna svo frelsi og samkeppni í símamálum. Þetta er mjög erfið staða; ríkið verður að klippa á naflastrenginn og selja Landssímann.“ 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.