Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 29

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 29
FORSIÐUGREIN síma- og millilandasímtölum. Það vita það flestir að af Internetþjónustunni er enn ekki mikill hagnaður en þar er flárfest til framtíð- arinnar; það er horft til hagnaðar síðar. Það er raunar einkenni fyrir flesta fjarskiptaþjónustu að ákveðinn tíma tekur að fá fjárfestingar til að skila sér.“ JGH: - Ef við horfum til framtíðarinnar í fjarskiptum? Hvernig sjáið þið hana fyrir ykkur? Þórólfur: „Framtíðin er þráðlaust sam- band. Hreyfanleiki fólks er orðinn svo mikill að margir sjá sér ekki lengur hag í að hafa fasta línu. Internetþjónustan verður í þráð- lausu kerfi; gagnaflutningur verður þráðlaus. Þeir, sem eru mikið á ferðinni, geta ekki alltaf leitað að innstungu til að stinga tölvunni sinni í samband. Útlit er fyrir miklar tækniframfar- ir í GSM-kerfum á næstu árum sem gera kleift að flytja mikið magn upplýsinga og myndefnis. Eftir um fimm ár teljast umræður okkar gamaldags um ríkisrekstur í ljarskipt- um, einokun á leiðum, reikningakerfum og línum. Þetta mun allt opnast upp á gátt. Áhersla Tals verður því áfram á þráðlaus kerfi, nærnet og ýmiss konar fyrirtækjaþjón- ustu.“ Guðmundur: „Það er alltaf erfitt að spá um framtíðina en ég tel að sjá megi ýmsar meginlínur á næstu árum. Það er mikil fram- tíð á sviði þráðlausra ljarsldpta - ekki síst eftir að nýr farsímastaðall verður tekinn í notkun eftir tvö til þrjú ár. Þessi nýi staðall gefur kost á allt að tveggja megabæta flutningi; það þýð- ir að hægt verður að senda mjög skýra, lifandi mynd í gegnum farsíma inn á tölvu. Þetta er bylting frá því sem nú er. Internetið og far- síminn munu vinna vel saman. Framtíðin er því ekki aðeins björt heldur mjög skemmtileg - svo margir nýir kostir eru að opnast fyrir notendur. Ljósleiðarinn er mjög burðarmikill búnaðar sem getur flutt mikið magn upplýs- inga um langan veg. I koparkerfunum eru meiri möguleikar - og áfram væri lengi hægt að þylja upp nýja kosti.“ JGH: - Sjáið þið það fyrir ykkur að sím- notendur verði eingöngu hjá Landssímanum eða Tal með alla sína símaþjónustu? Guðmundur: „Mín skoðun er sú að það geti hvort tveggja gerst. Eg held þó að það sé hagkvæmt fyrir flest fyrirtæki að eiga sín við- skipti á einum stað. Auðvitað verður það einnig þannig að viðskiptavinir tíni það besta úr fari hvers fyrirtækis fyrir sig.“ Þórólfur: „Ég tel að það besta úr fari hvors fyrirtækis verði tínt upp þannig að áður en símtal hefst velji menn símfyrirtæki A eða B til að ljúka málinu og fer það þá eftir verð- skrá og þjónustu hvort verður fyrir valinu. Það verður líka miklu meira val á milli ein- stakra þjónustuleiða - en flokkunin þar verður nánast ótakmörkuð varðandi sérafslætti." JGH: - Um síðustu áramót voru um 77 þúsund GSM-notendur í landinu. Hvað hald- ið þið að hægt sé að stækka þennan markað mikið á næstu árum? Guðmundur: „Ég held að hægt sé að stækka þennan markað verulega og mér sýn- ist að bæði Landssíminn ogTal muni einbeita sér að nýjum viðskiptavinum og auðvitað halda þeim sem þau hafa þegar náð til sín. Yið hjá Landssímanum ætlum að halda áfram að byggja upp kerfið okkar; það er sterkasta aflið í sókninni til nýrra viðskiptavina, þ.e. að viðskiptavinurinn geti notað þjónustuna sem viðast. Við erum með um 95% dekkun í íbúa- tölu og ég væri ekki hissa á að inn kæmu alls um 30 þúsund nýir GSM-notendur á þessu ári.“ Þórólfur: „Ég get tekið undir orð Guð- mundar um stækkun markaðarins. Ef við miðum við hlutfallið í Finnlandi þá stefnir stærð markaðarins í um 135 þúsund GSM- notendur hér á landi á næstu árum. Þess vegna er ég trúaður á að um 30 þúsund nýir GSM-notendur komi inn á þessu ári. Það sem ræður þessu er lífsstíllinn, hreyfanleikinn, veðráttan, frelsi unglinga og ungs fólks. GSM-notendur eru raunar á öllum aldri og það er gaman að geta þess að einn 75 ára kom á námskeið til okkar.“ Guðmundur: „Aldursdreifing GSM-not- enda er ótrúlega jöfn. Menn hafa ekki yfirsýn yfir aldursdreifingu notenda í fyrirtækjunum en i heimilisnotkuninni er um tveir þriðju af okkar notendum á aldrinum 20 til 50 ára.“ JGH: - Hvað um breytingar á fjar- skiptaumhverfinu utan Islands? Guðmundur: „Það eru miklar breytingar á ijarskiptaumhverfinu utan Islands - og þær eru mjög athyglisverðar. Það eru stöðugar til- færingar á milli tölvu- og símafyrirtækja vegna sameiningar. Viðhorfið úti er að fyrir- tæki sameinist og þetta virðist ætla að enda í örfáum risafyrirtækjum sem verða mjög leið- andi í þessu Jjarskiptaumhverfi. Ég vona að íslensk fiarskiptafyrirtæki geti áfram starfað án þess að vera upp á náð og misk- unn þessara risafyrirtækja komin. Það er gífurlega mikilvægt að ís- lensk íjarskiptafyrii'tæki - en þar vil ég hafa eitt stórt og sterkt fremst í ílokki - fái að halda áfram að vaxa og eflast. Ég er engu að síður sannfærð- ur um að erlend fyrirtæki muni koma hingað inn í auknum mæli - enda umhverfið alþjóðlegt.“ Þórólfur: „Það er vart til alþjóð- legra viðskiptaumhverfi en fjar- skiptaumhverfið. Það er varla til það fyrirtæki, hvort sem það er í hug- búnaðargerð eða almennri starf- semi, sem ekki þarf mikla tjarskipta- þjónustu. Ég tel hina miklu opnun í fjarskiptum vera mikið viðskipta- tækifæri fyrir íslendinga og auka viðskipti stórlega." SU IMECALUX Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sárgrein MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Siraismar shf SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 J 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.