Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 31
Deloitte &
Touche
Express^
Deloitte & Touche ráðgjöf ehf.
í árslok 1998 stofnaði Deloitte & Touche endurskoðun hf. ásamt Verk-
fræðistofu Jóns Búa sérstakt fyrirtæki um ráðgjafastarfsemi sína undir nafn-
inu Deloitte & Touche ráðgjöf ehf.
Innan Deloitte & Touche er skilgreint sérstakt svið ráðgjafar sem er rek-
in undir nafninu Management Solutions og byggir starfsemi Deloitte &
Touche ráðgjafar ehf. á því sviði. Á undanförnum árum hefur mikill vöxtur
verið á ráðgjafasviði alþjóðafyrirtækisins sem lagt hefur mikla áherslu á að
þróa búnað til úrlaunar margvíslegra verkefna á sviði ráðgjafar. Sá búnaður
sem þróaður hefur verið í Management Solutions hentar vel til ráðgjafar
fyrir íslensk fyrirtæki, er aðgengilegur fyrir ráðgjafann og tryggir gæði vinn-
unnar og fagmennsku í vinnubrögðum.
Starfsmenn Deloitte & Touche ráðgjafar hf.
Hjá Deloitte & Touche ráðgjöf ehf. er lögð megináhersla á ráðgjöf á sviði
upplýsingatæknimála (UT), öryggi tölvukerfa, endurskipulagningu verkferla
(BPR), stjórnun breytinga, verkefnastjórn (PM), viðskiptaáætlanir, arðsemis-
áætlanir og altæka gæðastjórn (TQM). Auk þess sem sú fjármálalega ráð-
gjöf sem endurskoðunarfyrirtækið hefur veitt í áraraðir verður skilgreind
nánar. Þar má nefna ráðgjöf á sviði samruna, uppskiptingar og endurfjár-
mögnunar fyrirtækja og mat á efnahags- og rekstrarstöðu (Due Diligence).
17 ára reynsla af ráögjöf
Sérfræðingar fyrirtækisins hafa allt að 17 ára reynslu af ráðgjöf við fyr-
irtæki í einkageira og opinber fyrirtæki og stofnanir. Með þeirri þekkingu og
beinlínuaðgangi að gagnabönkum sem eru á alþjóðlegu upplýsinganeti
Deloitte & Touche er leitast við að tryggja viðskiptavinum fyrirtækisins þjón-
ustu í hæsta gæðaflokki.
Mótuð aðferðafræði
Ráðgöf Deloitte & Touche er þverfagleg og byggir á sérfræðingum sem
búa yfiryfirgripsmikilli menntun og þekkingu. Meðal sérfræðinga fyrirtækis-
ins eru endurskoðendur, verkfræðingar, viðskiptafræðingar og tölvunarfræð-
ingar.
Nú þegar hefur félagið tekið upp mótaða aðferðafræði á upplýsinga-
tæknisviði sem nefnd er Express
Express tekur á stefnumótun, vali kerfa og markvissri aðferða-
fræði við innleiðingu og uppsetningu upplýsingakerfa.
Við hvers kyns skipulagsbreytingar, eins og oft eiga sér stað þeg-
ar nýtt upplýsingakerfi er tekið í notkun, sýnir reynsl-
an að með tilliti til aukinnar skilvirkni og lækkun- ...
ar á rekstrarkostnaði geti endurskoðun verk-
ferla verið nausynleg. Deloitte & Touche ráð-
gjöf ehf. hefur tekið í notkun verkferlaskrán-
ingar- og endurmatskerfið Design
Design er mótuð aðferðarfræði sem sér-
fræðingar Deloitte & Touche frá ýmsum löndum
hafa unnið saman við að móta.
Deloitte & Touche - forusta á
sviði grænna reikningsskila
Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði á ráðstefnu um
græn reikningsskil nýverið að sér þætti vænt um þá hugsun
sem væri að ryðja sér til rúms að menn ættu í umsvifum sin-
um og athöfnum að hafa reikningsskil sín við nátturuna í
huga. Græn reikningsskil, sem eru hluti af umhverfisstjórnun,
snúast einmitt um þetta „að taka umhverfismálin með í
reikninginn".
Ráðstefnan var byrjunin á viðamiklu verkefni sem sam-
gönguráðuneytið eraðfaraaf stað með og snýr að því að efla
umhverfisstjórnun og semja græn reikningsskil fyrir ráðu-
neytið og stofnanir þess. Til að hrinda þessu f framkvæmd
valdi ráðuneytið Deloitte & Touche sem ráðgjafa en fyrirtæk-
ið hefur afgerandi forustu á þessu sviði í heiminum í dag og
hefurm.a. hlotið viðurkenningu frá Sameinuðu þjóðunum fyr-
ir framlag sitt. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskii eru
mikilvægt tæki til að ná bættum rekstrarárangri og byggja
upp jákvæða og sterka ímynd fyrirtækja. Fyrirtækjum og
stofnunum á íslandi býðst nú aðgangur að öruggri og vand-
aðri ráðgjöf á þessu nýja sviði sem í allra nánustu framtíð á
eftir að verða mjög mikilvægt í öllum rekstri.
Markmið: Fyrirtæki í sátt við umhverfið.
Vatn FYRIRTÆKI / FRAMKVÆMD Afurö
□
31