Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 71

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 71
Samheldinn hóþur. Magnús ásamt starfsmönnum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. baráttunni á hverjum tíma. Hlutverk VR er einnig að taka þátt í verkefnum þar sem fé- lagsmenn ná betri árangri saman en hver fyrir sig; sameina aflið. I meginatriðum er hlutverk VR hið sama og áður. Hagsmunirnir hafa þó breyst. Aður fyrr snerist kjarabaráttan fyrst og fremst um laun og vinnutíma. Síð- ustu áratugina hefur verið samið um hluti eins og orlof, matar- og kaffitíma, aðbúnað og hollustu, laun í slysa- og veikindatilfell- um, uppsagnarfrest, sjúkrasjóð, lífeyris- sjóð og forgangsrétt til vinnu, svo eitthvað sé nefnt.“ Að sögn Magnúsar getur stéttarfélag ekki látið hjá líða að hafa afskipti af öllu því sem lýtur að kjörum fólks. Hagsmunir hafa breyst gríðarlega mikið á undanförn- um áratugum með breyttri þjóðfélags- mynd og ná nú yfir miklu fleiri þætti held- ur en áður. STEFNUM Á 35 STUNDA VINNUVIKU „Veigamesta áhersla VR í dag er krafan um íjölskylduvænna umhverfi. Vinnutími á Islandi er ennþá óheyrilega langur. Aður fyrr gekk líf manna út á vinnu frá morgni til kvölds og fólk hafði ekki mikið við frí- tíma að gera. Aðstæður og umhverfi hafa aftur á móti breyst gríðarlega mikið, fólk vill ekki lengur vinna svona mikið. Hér er þekkt að menn séu látnir vinna á fjórða hundrað klukkustundir á mánuði. Þegar við horfum til þeirra landa sem við berum okkur helst saman við sjáum við að vinnu- vikan þar er ekki nema 37 stundir. A síðasta ári fóru danskir launþegar í langt verkfall og lokuðu meðal annars Kastrupflugvelli. Krafa þeirra var lengra fri þrátt fyrir að vinnuvika þeirra sé aðeins 37 stundir. Auk þess var sagt frá því í fjölmiðl- um fyrir skömmu að nú væru yfirstand- andi málaferli í Frakklandi vegna þess að vinnuveitandi lét vinna meira en 39 stundir á viku. Frakkar stefna á 35 stunda vinnuviku og það er mín skoðun að við ættum einnig að gera það. Það gerist ekki á einum degi en við verðum að setja okkur markmið og freista þess að stytta vinnutímann á nokkrum árum. Við ættum alveg eins og TEXTI: Eva Magnúsdóttir MYNDIR: Kristín Bogadóttir 6Q?/waímæli þeir gengju úr félaginu og VR varð ein- göngu launþegafélag. Á meðan vinnuveit- endur voru í félaginu snerist umræðan mestmegnis um ýmis mál er lutu að við- skiptalífinu. „í fundargerðum í upphafi aldarinnar kemur ffarn að menn hafi fjallað um ýmis mál sem síðan urðu að veruleika mörgum árum síðar. Þar má nefna stofnun spari- sjóðs, tryggingarsjóða og þess háttar. Frumkvöðlar VR höfðu mikla framtíðarsýn enda höfðu þeir fengið hugmyndir sínar erlendis frá. Þeir höfðu meiri víðsýni en ís- lendingar sem ekki höfðu farið út fyrir landsteinana,” segir Magnús. „VR hóf útgáfu á Fijálsri verslun árið 1939.1 blaðinu var fjallað um mál sem efst voru á baugi á þeim tíma og sneru að versl- uninni. Lögð var áhersla á frjáls og óheft viðskipti. I blaðið skrifuðu sérfróðir menn sem höfðu farið til útlanda og fylgst með þróuninni þar. Auk þess studdust sumar greinanna við erlenda atburði. FV hefur að geyma mjög merkilega sögu. Það verður aldrei ofmetið hversu mikla þýðingu út- gáfa FV hefúr fyrir söguna. Brautryðjend- urnir og allir þeir sem unnið hafa við blað- ið síðan eiga miklar þakkir skildar.“ VR VERÐUR LAUNÞEGAFÉLAG1955 Eftir 1940 fóru launþegar að gera sig meira gildandi í félaginu og byrjuðu að huga að kjaramálum sínum. Þá tók félagið að klofna í tvær fylkingar, vinnuveitendur og launþega. Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður á milli launþega og vinnuveit- enda árið 1946 innan félagsins. Þessi þró- un leiddi til þess að VR varð hreint laun- þegafélag 1955. „Eftir skiptinguna voru sett lög í félag- inu sem miða að því að tryggja hagsmuni félagsmanna VR sem þá voru eingöngu launþegar. I dag er hlutverk félagsins að gera sér grein fyrir aðstæðum félags- manna á hverjum tíma og haga starfsemi félagsins í samræmi við þær. Markmiðið er að sem mestur árangur náist í hagsmuna- út í fyrirtækin! út í fyrirtækin á næstu árum. VR hófútgáfu á Frjálsri verslun fyrirsextíu árum. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.