Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 24

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 24
 Islendingar flykkjast til sólarlanda á hverju sumri. Þessi mynd er frá Spáni en ferðaskrifstofan Sól ætlar að bjóða upp á ferðir til Kýpur, ísraels, Egyptalands og Portúgals. Mynd: GHS Hræringar hafa verið á ferðaskrif- stofumarkaði að undanförnu, Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri stærstu ferðaskrif- stofu landsins, Samvinnuferða-Land- sýnar hf., SL, lét af störfum í haust- byrjun og hefur Guðjón Auðunsson, fv. framkvæmdastjóri Landsteina, verið ráðinn framkvæmdastjóri í hans stað. Hann hefur þegar tekið til starfa. Starfsmönnum mun fækka um tæplega 30, ríílega 20 starfs- mönnum hefur verið sagt upp störf- um og fimm hafa hætt. Flutt verður í nýtt húsnæði við Sætún og skipulagsbreytingar bíða eftir tap síðustu ára, en tapið fyrstu sex mánuði þessa árs nam 136 milljónum króna, um 97 milljónum að teknu tilliti til skatta. Sumir hafa viljað taka svo sterkt til orða að fyrirtækið sé „ljár- hagslega ónýtt“ og reynt sé að forða því frá gjaldþroti með endurskipulagningu, uppsögnum og niðurskurði. Það stóð þó ekki verr en svo að Jón Ólafsson, eig- andi Norðurljósa hf., gerði fyrirspurn í fyrirtækið í haust en eigendur vildu ekki selja. Vinir taka saman höndum En það var við þessar aðstæður sem hug- myndin kviknaði um að stofna nýja ferðaskrifstofu, Sól hf., og talið lag til þess að smeygja sér inn á markaðinn. Hlutafé var ákveðið 100 milljónir króna, sem þykir óvenju ríílegt miðað við nýjan rekstur í þessum geira þar sem fé hefur yfirleitt verið af skorn- um skammti við stofnun nýrra fyrirtækja. Stofnendur og stærstu eigendur Sólar eru nokkrir. Þar má helsta telja Ómar Kristjánsson, fv. forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem mun gegna starfi framkvæmdastjóra Sólar, Jóhann Óla Guð- mundsson, eiganda Securitas, sem verður stjórnarformaður, Helga Magnússon, framkvæmdastjóra Hörpu, sem er vara- Uppstokkun er í aðsigi á íslenskum ferðamarkaði. Búist er við að sam- keppnin harðni, ferðalög til útlanda dragist saman, ferðaskrifstofum fækki og stærðarhlutfóllin breytist. Hugsan- legt er að tvær ferðaskrifstofur ráði markaðnum innan fárra ára. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.