Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 56

Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 56
Hluti starfsfólks hjá Logos lögmannsþjónustu. Fremsta röð frá vinstri: Guðrón Birgisdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Hólmfríður Kristjánsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir. Önnur röð frá vinstri: Svanhvít Axelsdóttir, Kristín Crosbie, Einar Baldvin Axelsson, Hlynur Jónsson, Hákon Árnason, Othar Örn Petersen, Þriðja röð frá vinstri: Erlendur Gíslason, Guðmundur J. Oddsson, Jakob R. Möller, Gunnar Sturluson, Pétur Guðmundarson og Árni Vilhjálmsson. FV-Mynd: Geir Ólafsson Logos þjónar viðskiptalífinu Logos lögmannsþjónusta er stærsta lögmannsstofa landsins. Hún sérhæfir sig í lögfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki og viðskipta- aðila, tekur að sér innheimtu og býður upp á aðstoð við vöru- merkja- og einkaleyfaskráningu. Logos lögmannsþjónusta er heitið á lögmannsstofu eftir sameiningu Málflutningsskrifstofunnar, sem var elsta starfandi stofa í landinu, og A&P Lögmanna. Báðar stofurnar höfðu á stefnuskrá sinni að þjóna fyrst og fremst viðskiptalífinu og hjá báðum var áhugi fyrir því að færa út kví- arnar og stækka. Pétur Guðmundarson, faglegur framkvæmdastjóri Logos, segir að báðar stofurnar hafi verið svo litlar að þær hafi ekki bor- ið yfirstjórn fjárhagslega séð en hins vegar hafi þær verið orðnar svo stórar að þær hafi þurft á henni að halda. Veruleg hagkvæmni hafi falist í sameiningu, bæði fjárhagslega og varðandi tækifæri til sérhæfingar á einstökum sviðum lögfræðinnar. í samstarfi við erlendar lögfræðistofur „Uppistaðan í viðskiptum okkar eru innlend fyrirtæki sem við þjónum. Viðskiptavinir okkar eru nokkur af stærstu fyr- irtækjum landsins. 30 prósent af tekjum okkar koma frá erlendum viðskiptavinum. Við höfum lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við er- lenda aðila, bæði til þess að geta þjónað þeim hér heima og eins til að geta tryggt viðskipta- vinum okkar góða þjónustu erlendis. Fyrir sam- eininguna voru skrifstofurnar hvor í sínu al- þjóðlega lögfræðinganetinu, Lex Mundi og Terra Lex. Inn í þessar alþjóðlegu keðjur er valið af mikilli kostgæfni og þeim einum boðin þátttaka sem uppfylla ákveðnar kröfur. Báðar keðj- urnar hafa innanborðs virtustu lögfræðistofur í mörgum löndum. Nú til- heyrum við báðum keðjum," segir Pétur. - Þýðir þetta að þið getið aðstoðað viðskiptavini ykkar nánast hvar sem er í heiminum? „Já. Þetta tryggir að fyrirtækin eru í góðum höndum, hvar sem er í heim- inum," svarar hann. Þjónusta Logos Logos býður viðskiptavinum sínum upp á margvfslega þjónustu: 1 Sérhæfða lögfræðilega ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja og annarra. 2 Samning lögfræðilegra álitsgerða um tiltekin viðfangsefni. 3 Samningagerð á ýmsum sviðum. 4 Lausn lögfræðilegra álitaefna sem geta endað í málaferlum. 5 Málflutning fyrir dómstólum og stjórnvöld- um. 6 Áreiðanleikakannanir þegar fjárfest er í fyrirtækjum eða við samruna fyrirtækja. Logos hefur einkum sérhæft sig í höfundarrétti og persónuvernd, sjó og flugrétti, skaðabóta- rétti, samningarétti, vátryggingarétti, viðskipta- og bankalögfræði, félagarétti og vinnurétti. LOGOS LÖGMANNSÞJÓNUSTA s í ð a n 19 0 7 Borgartúni 24, Reykjavík. Sfmi: 5 400 300. Bréfsími: 5 400 301. Veffang: logos.is. Netfang: logos@logos.is 56 iMm'l«!l!fl?Til

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.