Helgarpósturinn - 02.02.1995, Page 7

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Page 7
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR't995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 vjnna 'ámunni: •w Slaöur: ' ^Unnl; sP6nna /_ ,, ^pnglukrái^ Bav()9i. Upplí»ó kr. H?mma RoSa Kn .......?fa°4í í’á*penna / a ’ ^Pavog/ ' 62?32 ^Wn/r' -gav,eg/.. ....... ?2.4?5 ”asPenna .......... ^ 5?'^ ^spenrta'i ^Udave9i..... "". !°6-26j ^Penna hJfaaveQi... . 248-16g • afí,arsírajf( •-•■• 55.29ö - ullP°ttsins 10 • 75,-23í? -- ‘rPOttam‘rbyrja —^Shmkka a,,'aUso.OC S^aktn, °®U“l>Ponm ffffjjitmir Hátt í fjörutíu erindi komin til stjórnarskrárnefndarinnar. Þar má meðal annars finna gagnrýni frá Rauða krossi íslands, Amnesty International og Hjálparstofnun kirkjunnar Mannúðarfélögin gera alvarlegar athugasemdir Miklar annir eru nú hjá nefnd þeirri á Alþingi sem fjallar um breytingar á stjórnarskrárfrum- varpinu. Erindi og ályktanir vegna breytingarinnar streyma nú inn. Sum erindin eru pöntuð af nefnd- inni en aðrir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að senda inn álit á þessu stærsta máli þingsins. Á miðjum degi í gær voru um hátt í fjörutíu aðilar, bæði félagasamtök og ein- staklingar búnir að senda inn er- indi. Það sem brennur á mönnum er hinn skammi tími sem er til stefnu og menn ekki á eitt sáttir um hvort rétt sé að afgreiða málið á þessum hraða. Á fyrsta flutnings- manni frumvarpsins, Geir H. Ha- arde er þó engan bilbug að finna. Er fyrirhugað að halda fund bráð- lega með helstu gagnrýnendum ffumvarpsins. „Við höfum frábært tækifæri til að búa til bestu stjórnarskrá í heimi, stjórnarskrá sem eftir yrði tekið um allan heim og yrði að mörgu leyti fordæmisgefandi,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. Eins og kerúur til dæmis í áliti Am- nesty International þá þykir sam- tökunum mikið til koma ákvæði um bann við dauðarefsingu. Þetta eru samtökin mjög ánægð með enda ákaflega sjaldgæft að slík ákvæði séu í stjórnarskrám. Má telja líklegt að eftir þessu ákvæði verði tekið víða. Þá þykir mörgum blasa við að ekki hefúr fullkomlega tekist að halda uppi þverpólitísku jafnvægi vegna kröfu ýmissa aðila um að taka inn ákvæði um félagsleg og efnahagsleg réttindi. Þennan pólitíska tón mátti sjá í grein Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlög- manns í grein í Morgun- blaðinu á þriðjudag þar sem hann hafnar slíkum hugmyndum. Einnig kemur þetta fram í deil- um um 12. greinina en ljóst er að verkalýðsfé- lögum þykir mjög að sér vegið þar. Þetta sést glöggt í niðurlagsorðum Atla Gíslasonar hæsta- réttarlögmanns f at- hugasemdum Dags- brúnar. Þar segir Atli um hlut stéttarfélaga: „Það hljómar því ank- annalega að aðeins skuli vikið að stéttarfélögum undir rós í umrœddu frumvarpi og með þeim hcetti að túlka mcí and- stœtt grundvclli félag- antia og sem vopnabúr vœntanlegra dómsmála á hendur þeim.“ I stjórnarskrá er að finna þær reglur sem auk stjórnskipunar varða samskipti einstak- linga og ríkisvalds, til að mynda grundvallar- mannréttindum og eru þar af leiðandi æðri öðr- um lögum. Þess vegna er alltaf spurning hve ít- arleg hún eigi að vera. I greinargerðinni með frumvarpinu segir að við ákvörðun um hvaða réttindum skyldi bæta við núgildandi ákvæði stjórnarskrárinnar hafi sú stefna verið mörkuð að leggja áherslu á borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Því hafi verið ákveðið að bæta ekki við í neinum teljandi mæli efnahagslegum og fé- lagslegum réttindum. Ekkert beint bann við kynþáttamisrétti Þetta gerir Rauði kross íslands athugasemdir við í álitsgerð sinni. Þar segir: „/ Ijósi þessa verður sú spurning áleitin hvort við séum að bregðast þjóðréttarlegum skyldum okkar... Bendir Rauði krossinn á að í íslenskri löggjöf sé ekki nógu langt gengið í að vernda þau réttindi sem felast í banni við kynþáttamisrétti og í frumvarpinu sé hvergi að finna beint bann við kynþáttamisrétti. Bent er á að Island eigi aðild að samningi um útrýmingu kynþátta- misréttis sem gekk í gildi árið 1969. Þau álit sem eru komin eru mjög mismunandi. Sum mjög löng og ít- arleg, önnur styttri eins og það sem kom ffá Sýslumannafélagi Islands sem að sögn Stefáns Skarphéð- inssonar, formanns félagsins, var á þá leið að þarna væri um þarft og tímabært frumvarp að ræða. Þroskahjálp hefur sent inn athuga- semd en hafa boðað ítarlegri grein- argerð með Öryrkjabandalaginu. Athugasemdir þeirra lúta að því að fá fest inn í 3. greinina, þar sem fjallað er um bann við mismunum, ákvæði um fatlaða. Ljóst er þó að alvarlegasta gagn- rýnin kemur frá mannúðarsamtök- unurn; Amnesty International, Rauða krossi íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Gagnrýni Ám- nesty var reifuð hér á mánudaginn en þrátt fyrir augljósa ánægju með dauðarefsingarákvæði þá leggja samtökin til margvíslegar breyting- ar. Allt þó tillögur sem þeir telja að hægt sé að koma inn í frumvarpið í tíma. Alvarlegasta gagnrýni Am- nesty lýtur að grundvallarréttind- um á tímum neyðarástands. Telja þeir frumvarpinu áfátt að því leyti að þar er ekki kveðið á um að ekki megi gera undantekningu frá grundvallarréttindum á neyðartím- um. Telja samtökin að hvorki nú- verandi stjórnarskrá né frumvarpið tryggi að lög sett af Alþingi eða bráðabirgðalög geti ekki vikið til hliðar grundvallarréttindum þegar neyðarástand ríkir. „í þessu felst ekki nægileg vernd á grundvallar- réttindum þegar neyðarástand ríkir — einmitt þegar mest er hætt við Þau félög sem sent hafainnálit Alþýðusamband íslands Amnesty International Barnaheill BHMR Biskup íslands Dýraverndunarfélag íslands Hjálparstofnun kirkjunnar Jafnréttisráð Kvenréttindafélag íslands Rauði kross íslands Réttarfarsnefnd Samband ungra jafnaðar- manna Samtökin ‘78 Siðmennt Sýslumannafélag íslands Verkamannafélagið Dagsbrún Verkamannasamband íslands Verslunarráð íslands Þroskahjálp Auk þess var Lögmannafélag Islands að skila inn áliti sínu í gær og von var á álit- um frá Mannréttindaskrifstofu íslands. Þá er vitað að Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp munu senda inn sameigin- lega álitsgerð. að brotið sé gegn þeim.“ Einnig gera Amnesty alvarlegar athuga- semdir við kaflann um sanngjarna og tafarlausa málsmeðferð. Hjálparstofnun kirkjunnar telur ýmislegt vanta í frumvarpið. Nefna þeir sérstaklega til að ekki skuli vera gengið lengra í vernd efnahags- legra, félagslegra og menningar- legra réttinda. Auk áðurnefndra athugasemda Rauða krossins má nefna athuga- semdir er varða réttarstöðu útlend- inga en Amnesty gerir einnig alvar- legar athugasemdir við þann þátt. Bæði samtökin telja að réttindi út- lendinga séu alls ekki nægilega tryggð í frumvarpinu. SMJ silfurpottum Vikuna 12-1S janúar féllu 5 af 8 silfupottum í Gullnámunni á spilastöðum Háspennu í Hafnarstræti og á Laugavegi. Spilaðu þar sem spennan er mest! Hafnarstrœti 3 • Laugavegi 118

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.