Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 2
386 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GUÐ ER KÆRLEIKUR (1. Jóh. 4,16) JÓLIN eru aO koma — hátíö kœrleikans yfir hrjátía jörð haturs og morOs. Blik friöarstjörnunnar berst af hæOum bjart og milt gegn vígroOanum. Hvernig megum vjer fagna henni? Jól án Krists eru engin jól. ÞaO er víst. Kœrleikurinn sjálfur lá í jiitu, holdi klœddur — GuOs f'óOur veru fegurst mgnd. ÞaOan verOur aO leggja geislastaf í hjarta vort. Hann sagOi, aO þaO, sem gjört vœri einum hinna minnstu brœOra sinna, vœri sjer gjört. DómsorO og fagnaOarboOskapur í senn. BrœOravíg veraldarinnar, heift og harmar leggjast á hann. Öll sú kvöl, sem sundurlgndi mannanna og hjartakuldi veldur, er einnig hans kv'ól. Enn er hann krossfestur meO þessum hœtti. Ef vjer stöndum þeim megin, þá hglur myrkur hann augum vorum. En alt, sem gj'árt er til líknar og bóta af kœr- leikshug, vekur Kristi f'ágnuO. Þeir, sem njóta, eru fulltrúar hans, sendir af honum. Hann er sjálfur meO þeim. Hann býst tötrum hins fátœka manns, hann liggur á sjúkrabeOi, er fangi l dúflissu, heimils- laus vegfarandi, hungraOur, þyrstur. Hvert kœrleiks- handtak til huggunar eOa hjálpar öOrum mönnum nœr til hans. Þessi er leiOin til samfundar viö Krist l anda — til aO brúa biliO milli hans og vor. Ef til vill þykir ein- hverjum þaO ótrúlegt og dularfult. En Kristur benti sjálfur á hana og sagOi jafnframt, aO meira væri um þaO vert aO gjöra vilja föOurins á himnum en aö hrópa: Herra, herra. Hann skirskotar einnig til reynsl- unnar: „Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja GuOs, hann mun, hvaO kenninguna snertir, komast aO raun um, hvort hún er frá GuOi, eOa eg tala af sjálfum mér". Efist þú um, aO þetta sje rjett, getur þú próf- aO sanngildi orOanna meO því aO lifa eftir þeim. Og þú munt komast að raun um, aO því meiri ástúO, sem þú sýnir öOrum og einlœgari löngun til þess aO verOa þeim aO UOi i verki og sannleika, því nœr kemst þú Kriati og þeim, sem sendi hann, GuOi Kœrleikans. Eigum vjer nú ekki aO halda jól meO þeim hœtti, fagna Kristi meO því aO sýna brmOrum hans og systr- um góOvild, líkt og þaO vœri hann sjálfur? Og þaO er svo, aO djúpt í sál hvers manns býr þrá eftir Kristi, hvort sem maOurinn veit þaO sjálfur eOa ekki, hvort sem hún grær eins og blómjurtin, er breiðir bikar og blöO móti söl eOa hún hnipir undir fargi vetrarins. En þráin sú ber vitni skyldleikanum viO Krist, og þvi er þaO Kristi gjört, sem þeim mannl er gjbrt. Hvert fátœkt hreysi höll nú er, því GuO er sjálfur gestur hjer. Þannig syngjum vjer á jólunum. En hvernig gistir sonur GuOs hús vor? Sjáarinn rússncski, Leo TolstoJ, hefir skrifaO s'ögu um fátækan og guOrækinn skósmiO, sem dreymdi þaO eina nótt, aO Kristur myndi heimsækja sig nœsta dag. Hann lagOi trúnaO á drauminn og tók þegar l morgunsárinu aO viröa fyrir sjer fæturna, er gengu fyrir kjallaragluggann hans. En þetta voru alt kunn- ir fœtur, Hann hafOi sjálfur fengist viö skóna á þeinu Þegar hann UtaOist um, sá hann gamlan mann þar úr bænum aO snjómokstri. Hann sá, aO honum var kalt, og flýtti s)er aO bjóOa honum inn i hlýjuna til sln, gaf honum te og hughreysti hann meO vinsamlegum orO- um, svo aO hann fór aftur hress og glaOur. SkósmiOn- um varO enn tíOlitiO út um gluggann. Loks sá hann skó, sem hann kannaOist ekki viO. Þar stóO aOkomu- kona meO lítiO barn í fangi, klœOlítil, og reyndi, sem hún gat, aO halda á því hita. En þaO kom fyrir ekki, og barniO grjet. Skósmiðurinn bauð þeim inn. Þau voru batfii svöng, og hann gaf þeim matinn sinn. Siðan fjekk hann konunni hlýja úlpu, sem hann átti, og hún lagði 'örugg til áfangastaðar. SkósmiOinn tók nú aO furða á því, hve lengi drœgist heimsókn Krists, og enn horfði hann fast út á g'ótuna. AO áliOnum degi sá hann konu meO eplapoka. Hjelt hún i dreng og ætlaOi að berja hann fyrir þaO, aO hann hafOi hnuplað epli úr pokanum. SkósmiOurinn hraðaOi s)er út, og tókst svo vel aO sætta þau, aO þau urOu sam- ferOa, og drengurinn hjelt á pokanum fyrir konuna. Loks var dagur aO kveldi kominn, og skósmiOurinn hugOist að taka á sig náðir. Hann var angurvœr yfir því, að honum virtist draumurinn hafa brugðist. Hann tók Biblíuna sína, eins og hann var vanur. En viO hugljómun yfir lestrinum skildi hann þaO, að Krist- ur hafði veriO hjá honum, hann, sem sagði: Það, sem þjer hafið gjört einum minna minnstu bræðra, þaO hafiO þjer einnig mjer gjört. Jeg hggg, aO enginn hafi túlkaO þessi orO sannar nje betur. AO sama skapi sem andi kærleikans snertir hjörtu vor og heimili, gistir Kristur oss. AO sama skapi lifum vjer jól. Ef til vill finst ýmsum, aO vjer Islendingar eigum allir gi'o nægta nóg, aO nú s)e lítil þörf á að liðsinna öðrum, En jeg efast um, að á nokkurri öld kristn- innar hafi oss verið meiri þ'órf kærleikans til að bræða hjartans ís. Og ógurlegur ábyrgOarhluti er þaO fyrir þjóO vora, ef peningagróOanum af hörmung- um striOsins verOur variO til ills en ekki góðs. Þessi jól skyldu verða jafnt einstaklingum sem þjáðinni i heild áminning um það að gefast Guði en ekki mammoni. Kærleikanum er 'farið eins og jólaljósinu. Hann eyðist ekki, hversu mörg Ijós, sem verða tendr- uO af honum. Guð er kærleikur. I þeim orOum felst allur fagn- aðarboðskapur jólanna. Heimsbölið, sárt og þungt, meira en tárum taki, mun batna. Vjer megum ala þá von í brjósti, að Ufs- stríð hverrar kynslóOar verOi meO nokkurum hœtti fæOingarhríöir þess, sem betra er. Hann, sem i fyrstu gisti jötu, mun um síOir gista veröld alla. Hann kemur, hann er altaf aO koma, jólahátíðin altaf að renna upp. Hann kemur eins og sólin, er hún endur- speglast i snjókristöllunum, eOa UfiO, þegar náttúran brosir. Hann kemur í hverri góOri og fagurri hugsun, I hverri kœrleikstilfinningu og hverju bróðurhandtaki öðrum til hjálpar. Hann kemur í allri viðleitni mann- anna til þess aO bera hver annars byrðar og láta kærleikann skipta gjöfum GuOs til þeirra. Hann kem- ur innan frá meO áhrifum anda síns til þess aO um- mynda mannlífiO, nro aO allir finni, aO þeir sjeu börn sama f'óður, Guðs kœrleikans, og lifi eftir því. Hvenar þvi marki verður náO, vitum v)er ekki, en hitt vitum vjer, aO Kristur á aO koma þannig til jarð- mrinnar l voru eigin lífL ÖUum heimi, öldum og óbornum, er frelsari fœdd- ur. GLEÐILEG JÖLl Ásmundur Guðmundsson. l | Y i ? X X T y ¦ <>>|Í#»4»»»»»IMIII>**»l>t1l<l<<>><»»»»»»»»^»»»»»»»»»»»»»»»»»»»0<»<»»>»»»0»»»»»»»»»»*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.