Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 10
394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I inn í drauma sína, meðan kertið hans lækkar og augnablikin renna eitt eftir annað út í haf tímans — þessa hljóðu, stjörnubjörtu jólanótt. Þegar að kvöldverði loknum, reis gamla frú Sigríður, sýslumanns- ekkja á Hnjúkum frá borðinu og gekk inn í herbergið sitt. Hún læsti því að sjer og gekk að fornu skatt- holi, sem stóð við gluggann, tók lyklakippu úr vasa sínum og opnaði litla skúffu. 1 henni var ekkert ann að en rauður kertisbútur. Hún tók hann varlega fram og setti í háan silfurljósstjaka á borðinu og kveikti á honum. Svo settist gamla konan í hægindastólinn sinn og horfði í gul- leitan logann. Og einnig henni hurfu árin, eins og þau svo oft höfðu gert, þegar jólaljósið hans lýsti. Fyrir henni vakti alltaf minningin um jólin, þeg ar Pjetur gaf henni kertið. En ást hennar til hans hafði ver ið ofurliði borin af ættardrambi, og skilningsleysi foreldra hennar á því hvað dóttur þeirra var gæfa, og hvað ógæfa. Og þótt hún í lífinu hefði hlotið allt, sem þau töldu gæfu — auð og allsnægtir, sýslumann að eiginmanni og allt þvilíkt, þá hafði hún aldrei verið hamingjusöm. En margir gæta þess eigi, þegar þeir eru að ráðstafa lífi annarra, hvað þeir eru að gera, og það hafði Sig- ríður fengið að reyna. Hún hafði aldrei unnað öðrum manni en Pjetri, ráðstafanir og þverúð foreldra henn ar höfðu gert aðalinntak lífs henn- ar sorg og söknuð, þrátt fyrir hina ytri velmegun. Gamla, gráhærða konan, sem sit- ur ein og horfir á ljósið á litla kert isbútnum, einu gjöfina frá manni, sem hún ann ennþá, veit ekkert hvar hann muni nú staddur. Hann hvarf henni sjónum fyrir svo löngu, um leið óg æskuvor hennar sjálfrar. En það er þó eins og henni finnist, að einhversstaðar logi annað ljós, sem sömu sögu á, og kertið hennar, og sem einnig hefir lýst yfir vonlausri þrá. Einnig Sigríður minnist jólanna, þegar hún hafði fengið kertið frá Pjetri. Hún man hvað hann var glæsilegur í sparifötunum sínum, — hvernig skyldi hann líta út nú? — ef hann þá væri á lífi. En þessari síðustu spurningu gefur hún varla gaum, hún finnur og veit, að hann lifir enn og er meira að segja að hugsa um hana núna. Hve vel hún man ægisvip föður síns, er hann komst að samdrætti þeirra. Hún hafði legið á hleri, titr- andi af gráti, er hann tók Pjetur til bæna. Og enn yljaði það sál henn ar, að Pjetur gaf gamla manninum ekkert eftir í orðaskiptunum. — 0, hefði hún aðeins verið örlítið þrek- meiri þá, þá skyldi hún hafa fylgt honum hvert sem var, og þá hefði hann líka fengið að njóta sin í sam- f jelagi mannanna. Gamla konan sjer, að kertið lækk ar. Og hún gleðst yfir því, því að hún er orðin þreytt. Þetta ljós og minningin um hann, sem kveikti það og annað skærara ljós, er log- að hefir í sál hennar síðan, er það eina, sem enn tengir hana við líf- ið. — Tvö kertaljós, er hafa verið dýrustu gleði- og harmgjafir tveggja manns barna, eru slökkt á heilagri jóla- nótt. Þau loguðu sitt á hvoru lands- horni, sem vitar þeirrar tryggðar, sem er svo fátíð meðal mannanna, og því miður oft svo lítils metin. Lognsnænum hleður niður, milt og stillt, stjörnurnar bhka yfir hið hvíta land. Helg kyrrð jólanætur- innar veitir værð til þeirra drauma, sem þau, er áðan slökktu á kertun- um vita að bráðum eiga að rætast, draumanna um endurfundina lang- þráðu á landinu ókunna. Borgarastríðið í^Reykjavík fyrir 42 árum IFJALLKONUNNI 9. mars árið 1900 birtist eftirfar- andi grein: „Borgarastríð í Reykjavík! Vikuna sem leið varð vart við það hjer í bænum, að fjöldi af smásveinum bæjarins og stálp- uðum drengjum höfðu einhvern undirbúning til að reyna hreysti sína, og sáu menn að þeir voru að safna liði, og urðu varir við að þeir fóru með sverð og spjót og jafnvel byssur — reyndar voru flest vopnin úr trje. Menn heyrðu undir væng, að stefnt væri til orustu, þar sem tii skar- ar skyldi skríða milli Austurbæ- inga og Vesturbæinga. Á sunnu- daginn var höf ðu Vesturbæingar heræfingar við Tjörnina, en Austurbæingar uppi undir Skóla vörðu. Á tilsettum tíma gengu Vesturbæingar með fylktu liði og fána á stöng upp Bankastræti og æptu heróp. En Austurbæ- ingar biðu þeirra uppi á Skóla- vörðustíg. Þeir höfðu engan fána, því þeir vildu ekki vera undir danska fánanum eins og mót- flokkurinn, en höfðu engan ís- lenskan fána. Þar mættust báðir flokkarnir. Mátti þar heyra mik- inn vopnagný og stór högg, og höfðu sumir kylfu að vopni. Þar var fjöldi áhorfenda. Þóttust hvorttveggja flokkarnir hafa sigurinn unnið. Þar fengu marg- ir svöðusár og voru allir blóðug- ir, einkum Vesturbæingar, og má nú sjá þá ýmsa þeirra með skein- um á andliti og höndum, og suma með hendi í fatla. — Lögreglan mun ekki hafa verið viðstödd". 1 næsta tölublaði Fjallkonunn- ar er þessi viðbótarfrásögn: „Drengir úr Vesturbænum, sem áttu þátt í götubardaganum. (með vitund lögreglunnar) á sunnudag, vilja láta þess getið, að þeir (Vesturbæingar) hafi ekki fengið nein sár, sem telj- andi sé í þeirri viðureign". Með þessum eina bardaga á Skólavörðustígnum virðist þess- ari „borgarastyrjöld" hafa lokið. En mjög eru þessar styrjald- arfregnir ófullkomnar, ekkert t. d. sagt um tilefnið, hvert ágrein- ingsefnið var, ekki minst á, hverjir voru þarna „herforingj- ar" o. s. frv. En þar eð svo sýn- ist, sem þarna hafi verið ungir menn,;er líklegt að einhverjir af þeim, sem þátt tóku í stríði þessu, sjeu enn til frásagnar og kunni að geta fylt í eyður Fjall- konu-frásagnarinnar, þó liðin sjeu 42 ár síðan þessi atburður gerðist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.