Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 18
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eina og sömu skilarjett, latínu- skólann í Reykjavík. — Þar voru þeir svo dregnir í dilka. * ARIÐ 1887 var Akureyri allt öðruvísi en hún er nú. Þar voru aðeins fáein hús, sem stóðu undir brekkunni, í „Fjörunni" og „Gilinu". Á Torfunefinu voru aðeins grútarbræðsluhúsin, og þar varð maður að halda um nef- ið og flýta sjer framhjá. Á Odd- eyri voru örfá hús, Gránufje- lagsverslunarhúsin, hús Snorra Jónssonar trjesmiðs, og 4 eða 5 Önnur. Úti á miðri eyrinni var hús frú Jensen, móður Theodórs Jensen skólabróður míns og sam- ferðamanns í þessari för. Á Ak- ureyri hitti jeg auk hans, Mý- vetningana Steingrím Jónsson frá Gautlöndum, sem þá var kominn í 6. bekk, og P. Helga Hjálmarsson frá Ytri-Neslönd- um, sem jeg hefi áður getið. Við þessir 4 ætluðum nú að verða samferða suður. Það hækkaði á mjer brúnin er jeg hitti þessa f jelaga mína, sem allir voru eldri og reyndari en jeg, Steingrímur var tæplega tví- tugur, Helgi rúmlega tvítugur, Theodór 17 ára og jeg 15 ára. Ekki man jeg með vissu hvar jeg gisti þessa nótt, en sennilega hefir það verið í húsi madömu Elínar Gunnarsen suður í Fjör- unni. Hún hafði þar lítilsháttar veitingar, og seldi gestum rúm og annan greiða gegn vægu gjaldi. Hún var líka frænka mín, og mun jeg því hafa leitað til hennar. Flest hús á Akureyri voru þá tjörguð, aðeins örfá grá eða gul á lit. Veitingahúsið hans Jensens gamla var tvílitt, eldri hlutinn tjargaður, en sá nýrri gulur. Jensen vert var danskur, mesti heiðursmaður, hreinn í við- skiftum og ljet sjer ant um gesti sína. — Margir komu inn á „Bauk" til Jensens gamla, var þar mikil bjór- og brennivíns- lykt, því að oft vildi skvettast út úr ölkollum og staupum, er menn gerðust hýrgaðir. Ekki man jeg hvort við fjelagar kom- um inn á „Bauk" í þetta sinn, og ekkert brennivín höfðum við í töskum okkar til ferðarinn- ar. 1 þeim litlu hnakktöskum var heldur ekki rúm fyrir annað en plöggin okkar og lítilsháttar nestisbita. Venjulega fengum við mat þar sem við gistum, og stundum skruppum við heim á bæi um miðjan daginn til þess, að fá okkur kaffisopa. * T^ÖSTUDAGINN 23. sept. var * úrkomulaust að mestu við Eyjafjörð, en þyngdi í lofti æ meir er á daginn leið. Ekki þurfti jeg mörgum erindum af að ljúka á Akureyri, en þó gekk seint fyrir okkur að komast af stað, og var dagur að kveldi kom- inn er við fjelagar riðum út yfir miðja Oddeyrina að húsi frú Jensen, en þar þurfti Theodór að koma við, til þess að kveðja móður sína. Hann var fósturson- ur Þorgr. læknis Johnsen, og kona læknisins móðursystir Theo dórs. Þarna hjá frú Jensen biðu eftir okkur 4 elstu dætur sjera Arnljóts á Bægisá, og ætluðu þær að verða okkur samferða heim til sín, en þangað var ferð- inni heitið um kvöldið. Þær voru' náskyldar Mývetningunum, og tel jeg ekki ósennilegt, að þeir hafi eitthvað beðið eftir þeim, meðan þær voru að Ijúka erind- um sínum í kaupstaðnum, og að við höfum vegna þess farið svo seint af stað. Frá Akureyri lá leiðin út með sjónum, oft niður við flæðarmál alla leið út að Glæsibæ, en þaðan var farið upp á Moldhaugnaháls. Myrkrið skall á strax er við vor- um komin af stað, og man jeg varla eftir slíku myrkri sem þetta kvöld. Skýin voru kolsvört og engin stjarna sást á lofti, og dimmt til jarðarinnar af því að snjólaust var. Vegurinn var grýttur og götur krókóttar, og gátum við því ekki farið nema fremur hægt, en ef við skruppum af baki, máttum við ekki sleppa af hestunum, því ella hefðum við ekki fundið þá aftur nema af hendingu. Eitthvað vorum við að reyna að tala saman á leiðinni og voru ungfrúrnar hinar skemtilegustu. Fanst okkur því ekki svo mikið til um, þótt við værum lengi á leiðinni fram Hörgárdalinn, og komið var fram yfir háttatíma er við náðum loks að Bægisá. Þetta var hljótt haustkvöld, logn á undan illviðrinu, sem var í aðsigi. Allar raddir voru þagn- aðar, fuglarnir flognir, hjarðirn- ar orðnar hagspakar, lækir og ár niðri í grjóti. Þó skýin væru þykk og þrútin, heyrðist samt enginn veðurdyn- ur, það var eins og allt stæði á öndinni áður en illviðrið skall á. Mjer hefir oft dottið það í hug síðar, að það hefði mátt telja það góðan fyrirboða fyrir ferðinni, að við fengum þessar laglegu og glöðu blómarósir til samfylgdar er við hófum hana. Æskan var líka að leggja af stað í ferð, en skuggar fjellu á leiðina fyr en varði, og á jeg þar einkum við, að þrjár af þessum efnilegu meyjum misstu heilsuna skömmu síðar, og tvær dóu þegar í æsku. Þegar við komum að Bægisá var Arnljótur prestur á fótum og hafði hann beðið eftir dætr- um sínum. Fengum við þar hin- ar bestu viðtökur. Sjera Arn- ljótur var, eins og kUnnugt er, hinn mesti gáfumaður, og höfð- inglegur ásýndum. Ræddi hann við okkur meðan verið var að taka til mat og búa um rúm. Mig minnir að hann talaði fremur hægt og stiililega og gekk lengst af um gólf í stofunni hjá okkur. * ÞEGAR við vöknuðum daginn eftir, laugardaginn 24. sept., var farið að rigna, og komið var fram á dag, er við lögðum af stað, því bæði höfðum við seint sest að kvöldið áður, og svo vor- um við ekki að flýta okkur út í rigninguna. öxnadalurinn var skuggalegur þennan dag. Þokan lafði langt niður eftir hlíðunum, og þegar leið á daginn fóru lækirnir að vaxa og kolmórauðar sprænur steyptust niður snarbrattar hlíð- arnar. Við komum snöggvast að Bakkaseli, fremsta bænum. Þar bjuggu þá roskin sómahjón, Jón- as og Helga, sem voru foreldrar Sigtryggs Vesturfaraagents og Sigurðar sýslunefndarmanns á Bakka í öxnadal, sem báðir voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.