Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 13
LESBÓK M0RGUNBLAÐ9IN3 397 haldfæri á lítilli kænu. Við lent- um í miklum þorski og hálffylt- um kænuna á svipstundu skamt undan landi. Síðan tók alveg fyr- ir það, fengum ekki bröndu. Mjer fór brátt að leiðast og stakk upp á því við hann, hvort við ættum ekki að hætta við svo búið. Hann ansaði því ekki strax. En eftir drykklanga stund fer hann að draga inn færið og mælir um leið þessa alkunnu vísu: það er ekkl þorsk að fá í þessum firðí; en þurru landi eru þeir á og einskis virði. Jónas Hallgrímtson á ferð — Sjera ólafur Indriðason á Kolfreyjustað var allgott skáld? — Hann f jekkst við ljóðagerð, en var stirður. 1 formálanum við ljóð föður míns segir Jón bróðir hans, að hann muni hafa erft skáldgáfuna frá föður þeirra, og að sjera Ólafur hafi örfað Pál son sinn til skáldskapar. Jeg tel þetta mjög vafasamt ,og alrangt að hann hafi örfað skáldhneigð föð- ur míns. Sjera Ólafur var strang ur við börn sín, einkum þau af fyrra hjónabandi. Til marks um það má nefna, að þau urðu altaf að þjera hann, sem þá var títt. Sjera ólafur var Fjölnismað- ur, sem kunnugt er. Þegar Jónas Hallgrímsson var á f erð um Aust urland skrifaði hann afa mínum og bað hann að koma til móts við sig að Dölum í Fáskrúðsfirði. Pabbi bað föður sinn að lofa sjer að fara þangað með honum til þess að sjá skáldið. En sjera ól- afur þvertók fyrir það. Þetta bendir ekki til að hann hafi kært sig mikið um að glæða skáldskap- artilfinning sonar síns. Þessa sögu sagði pabbi af sam- fundum þeirra sjera Ólafs og Jónasar þarna í Dölum. Jónas tjaldaði í námunda við bæinn og fjekk kaffi út í tjaldið. Stúlkan, sem kom með kaffið, rjetti það inn til þeirra og sagði: „Hana!" Þetta þótti Jónasi lítil kurt- eisi, og varð að orði, þegar hún var farin: „Því gat ekki helvítis stelpan eins vel þagað". Er pabbi var um tvítugt fór hann að heiman og rjeðst í vinnu Hlnti af bæjarþilunum á Hallfreðarstöðum. Dyrnar til hægri á myndinni eru bæjardyrnar og stofan þar til hægri er gamla stofan eSa borðstofa gesta. Til vinstri við bæjardyrnar er gestastofan (stássstofan) og þar upp yfir „salurinn" eSa svefnhús gesta, meS tveim lokrekkjum og bláum himni. Baðstofan lá að baki framhúsanna og þó meira til vinstri handar. pilin altaf rauðmáluð. mensku. Nokkrum árum síðar birtust eftir hann erfiljóð í Ak- ureyrarblaði. Er sjera ólafur var að húsvitja kom hann á bæ, þár sem blaðið með erfiljóðunum Iá frammi. Sjera Ólafur grípur blaðið og les kvæðið, leggur það síðan frá sjer og segir: „Hann er skáld strákurinn. Hann er meira skáld en jeg". Hestamaðurinn finnur Stjörnu Eitt sinn var jeg á ferð með föður mínum á leið suður í Skrið- dal. Jeg var á Ljónslöpp, hann á Stjörnu. Báðar eru kunnar af kvæðum hans. Ljónslöpp var ætt- uð úr Hornafirði. Jeg hafði oft farið sömu leið og þekti hvar faðir minn hleypti hestum sínum á skeið. En Ljóns- löpp hljóp altaf upp á stökk und- ir mjer. Jeg spurði því að end- uðum einum sprettinum hvernig maður færi að því að taka í taum ana og taka hestinn af stökki á skeið. „Hvað er þetta, strákur. Maður finnur það". Eftir það spurði jeg hann einskis um hesta- mensku, enda erfði jeg hana ekki, frekar en skáldskapinn. Faðir minn var ákaflega glögg ur á að velja góð hestefni, eins og sagan ber með sjer um það hvernig hann fjekk Stjörnu sína. Það mun hafa verið sumarið 1871 að hann kom að Holti undir Eyjaf jöllum, en þar var þá sjera Björn Þorvaldsson, sonur hans var Þorvaldur síðar pólití hjer í Reykjavík. Þá sá hann þar Stjörnu, veturgamalt tryppi, og leist svo vel á hana, að hún leið honum ekki úr minni. Sumarið 1873 sat hann á þingi. Þá á- kváðu austanþingmenn að fara allir norðanlands heim að loknu þingi. En faðir minn einn valdi að fara sunnanlands, með það fyrir augum, að klófesta nú stjörnótta tryppið í Holti. Hann stilti svo til, að koma þangað seint á degi, svo að hann yrði að gista þar. Var honum vel tekið. „VaraSu þig —" Næsta morgun, er reka skyldi heim hestana, spurði faðir minn Þorvald um tryppið frá í hitteð- fyrra. Þorvaldur kvaðst eiga það enn. Bað faðir minn hann þá að reka það heim með hestunum, og var svo gert. Feðgarnir í Holti fylgdu honum á leið. Og Stjarna fjekk að hlaupa með, þegar lagt var af stað, að bón föður míns, svo hægt væri að sjá hvernig hún gengi. Áður en að því kom að feðg- arnir sneru heimleiðir, drógust þeir aftur úr samferðafólkinu faðir minn og Þorvaldur. En þeg- ar komið var á áningarstaðinn haf ði Þorvaldur látið tilleiðast að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.