Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 399 HUGRUN: JÓL ó, hve gott var út í sveit, oft í dimmum vetrarskugga, hlýnar minnis hjartareit, hjelan þiðnar burt af glugga. Yndi liðins æskudags á jeg fram til sólarlags. Gægist myndin ein og ein ofurhægt í ljósbirtuna, ein er sjerstök, undurhrein, eftir henni er gott að muna. Jólastjarna, Jesúbarn, jólabirta, frost og hjarn. Allt var fágað, hreint og hlýtt, — hugir manna saman stefndu. Gamalt flest var gert sem nýtt. — gleymskufallin loforð efndu. Bærinn varð að hárri höll, hjartanleg var gleðin öll. Börnin fengu barnaspil, brostu hýrt við gjöfum smáum, alt hið besta tínt var til. Tendruð Ijós á kertum bláum, rauðum, hvítum, gulum, grænum, glóðu ljós í öllum bænum. Litla trjeð var ljósum prýtt, las hann pabbi hugvekjuna, orð þau gjörðu hjartað hlýtt, helgi fyllti baðstofuna: „Frelsari er fæddur þjer, fríðun mönnum boðin er“. Laufabrauðið setti sinn svip á hlaðið jólaborðið. Mamma færði matinn inn, mæltu börnin sama orðið: „Gaman, gaman. Geislahrein gleðin þeim í augum skein. — Öldungur með andlit frítt innibyrgði ei jólagleði. Skrúða líktist skeggið hvítt • skrýddur tign með bljúgu geði. Gamli frændi grjet svo hljótt af gleði um helga jólanótt. Veröld fyllist vopnagný, váleg fregn um heiminn líður. Jólasagan jafnt er ný, Jesúbarnið faðminn býður. Mitt í vetrarmyrkri skín, mesta gæfustjarnan þín. „Getið þjer sagt mjer hvað klukkan lega ókunnir hver öðrum. Jeg endursendi yður því hjer með forritið, og ræð yður nú að leita aftur liðs hjá Jóni bróður, og biðja hann að koma forritu þessu á framfæri við Símon Dalaskáld. Mætti og vel vera að Jón legði orð í belg, ef vel væri undir hann byrjað; er okkur þremur ekki minna ætlandi, en að koma for- riti umbeiðandans í rím. Hef jeg nú riðið á vaðið og þrætt forritið eftir megni svo- hljóðandi: Hraustur traustur hvitur stór og hlaupalegnr Gáski var framþykkur og fótamjór fjörugur skjótur þolinn snar. Glaseygt auga í vanga var vinstra megin, klárgengur ýmist þvi til áburðar eða reiðar brúkaður. í fjallreiðarnar fór hann því fram til dauða og reyndist best slarki þvi og öðru í áttu fáir betri hest. Geri nú Jón bróðir betur. Góðar stundir. Páll Ólafsson. Smæiki Hjá háls- nef- og eymalækninum. „Jeg get ekki andað með nefinu“. „Nú andið þjer þá með munninum". „Hvað á jeg að borga?“ „Tíu krónur“. . ★ „Osköp ertu þreytulegur að sjá, vinur“. „Það er engin furða. Mjer hefur ekki komið dúr á auga í hálfan mán- uð“. „Nú hvers vegna liefurðu ekki sofið maður?“ „Jeg er búinn að selja rúmið mitt“. ★ Skotinn í veitingahúsinu. „Hvað kostar einn kaffibolli?" „1.50 ef þjer látið færa yður hann að borðinu. En ef þjer drekkið hann standandi við afgreiðsluborðið, þá verður hann 25 aurum ódýrari". „En ef jeg drekk hann við af- greiðsluborðið standandi á öðrum fæti, verður hann þá 50 aurum ódýrari?“ ★ Hefurðu nokkurn tíma lent í klón- um á vasaþjófi?“ „Já, einu sinni þegar jeg stóð geisp- andi á götu í London með hendur í vösum, þá kom þrjótur og stal úr mjer gulltönn". er?“ „Hún er hálf.........“ „Hálf hvað?“ „Jeg veit það ekki. Það vantar litla vísinn á úrið mitt“. ★ „Af hverju gengurðu alltaf í sömu görmunum?11, „Jeg þori ekki að láta klæðskerann taka mál af mjer. Mig kitlar svo óskaplega“. ★ „Hvað hefur þú fyrir stafni núna, gamli vinur?“ „Jeg stunda prýðilega atvinnu. Jeg versla með brjefdúfur. Sel þær á morgnana, og svo koma þær til mín aftur á kvöldin“. I ★ „Hvaða kona er þetta?“ „Frú Möller. Hún lærði að búa til mat, meðan maðurinn hennar var á ferðalagi“. „Ágætt. Nú og hvað sagði Möller, þegar hann kom heim?“ „ Hann fór strax í annnað ferðalag“. Sölumaður i jólakauptíöinni. „Hafið þjer villtar gæsir?“ „Nei, en það eru til ágætar tamd- ar“. „Jæja takk. Sælir“. „Já, en getum við ekki reynt að erta þær tömdu dálítið“. „Fyrirgefið þjer, en útvarpið yðar eitrar fyrir mjer heimilislífið“. „Nú, þá skuluð þjer bara flytja yður í aðra götu“. „Já, en jeg bý við aðra götu“. » ★ „Farið þjer ennþá í kalt steypibað á morgnana?“ „Nei, það tekur of langan tíma“. „Hvað, tvær mínútur". „Já, en jeg verð að liggja í rúm- inu klukkutíma á eftir til þess að mjer verði aftur heitt“. ★ „Líður þjer betur í fótunum núna?“ „Já, í sex vikur hjelt jeg, að eitt- hvað væri að fótunum á mjer. En i gær fór jeg úr skónum, og þá var það bara framaníhnappur“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.