Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 21
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 405 ÞEGAR við vöknuðum næsta morgun, mánudaginn 26. september, var ófagurt út að líta. Að vísu jsáum við ekki langt, því bæði voru baðstofugluggarnir hálffullir af snjó, og var hríð- in úti svo dimm að ekki sást nema stutt. Þegar við náðum tali af heimamönnum töldu þeir að sett hefði niður talsverðan snjó um nóttina, en þó mundi okkur f ært að komast vestur yf ir Vatns skarðið, því að rifið hefði af há- vöðum þar á leiðinni. Ákváðum við því að haf a okk- ur sem fyrst af stað og bíða ekki eftir því, að meiri ófærð kæmi. Okkur var borið súrt skyr í stór- um diskum og nýmjólk með, man jeg að mikið var í hverjum diski. Okkur var fært þetta fram í stofu. Setti þá hroll að okkur Theodór þegar við fórunl að borða skyrið, og gátum við ekki gert nema hálf skil því, sem okkur var ætlað. Aftur á móti borðuðu Mývetningarnir eigi að- eins sinn skammt allan, heldur drógu okkur einnig að landi. Varð það þeim til hitagjafar og hjálpar þegar út í hríðina kom, því að súra skyrið var undir- stöðugott. Vorum við Theodór því ólíkt lakar undir það búnir að mæta illviðrinu. Við riðum hver á eftir öðrum vestur með Vatnshlíðarvatni, og sáum við vel glitta í það hægra megin við okkur. Var Steingrím- ur jafnan á undan og rjeði ferð- inni. Vegurinn lá þá upp á háa hóla, en á milli þeirar voru kvos- ir, sem ófærð var í, svo að stund- um þurftum við að ganga spöl og spöl. Þegar vestur á fjallið kom jókst hríðin að mun, einkum var veðurhæðin þar meiri. Lagðist klakagríma yfir vangana á okk- ur, einkum þeim megin, sem sneri í veðrið. Mjer var þá orðið mjög kalt, þótt jeg hefði ekki orð á því. Við munum ekki hafa talað mikið saman, haldur róið áfram þegjandi hver á eftir öðrum. Loksins tók að rofa til og kyrra, er halla fór ofan í Svart- árdalinn og fórum við af baki, er við vorum komnir niður í lág- ina sunnan við Gil. Þar lá þá veg- urinn ofan í dalinn. Leið mjer þá mjög illa og var víst ekki bjart- sýnn, en fjelagar mínir dustuðu mig til og sögðu að mjer hefði verið nær að borða meira af skyr- inu um morginn, þá hefði mjer verið hlýrra. — Ekki mun mig hafa órað fyrir því þá, að á þessum slóðum mundi jeg síðar njóta nokkurra bestu ára æfi minnar, er jeg var * prestur á Bergstöðum, og fór þarna oft um í fögru veðri og í fylgd með góðvinum. Eftir litla töf í láginni var haldið út Gilseyrarnar að Ból- staðarhlíð. Þar fengum við að koma inn í stofu og heytuggu handa hestunum. En kalt var í stofunni ofnlausri, og leist okkur ekki að dvelja þar lengi. Theodór hafði blikkdós í tösku sinni, sem eitthvert súpuefni var í. Fengum við heitt vatn hjá hús- freyjunni í stórri skál, settum súpuefnið þar í og drukkum þetta svo úr bollum. Hitnaði okk- ur dálítið af þessu. Þegar út kom, var enn hríðar- veður, en ólíkt kyrrara en uppi á Vatnsskarðinu, enda er Svart- árdalur einhver mesta veðursæld arsveit, sem jeg hefi þekkt. • TTIÐ hjeldum nú sem leið lá * niður með Svartá að Ytra- Tungukoti, og spurðum við þar um, hvernig Blanda mundi vera yfirferðar. Þekkti Steingrímur að vísu svokallað Móvað þar skammt frá, en óttaðist að þar kynni nú að vera of djúpt, vegna úrkomunnar undanfarið. Sá, sem við höfðum tal af, hugði þá, að takast mundi fyrir okkur að komast þarna yfir ána. Lögðum við því út í hana og var Stein- grímur á undan. Krapaför voru mikil, og lá við að mig sundlaði, en af því að hún var svo djúp, en hesturinn minn ekki hár, þá þorði jeg ekki að kreppa mig í hnakknum eins mikið og hinir, og varð það til þess, að jeg fylti annað stígvjelið mitt með jökul- vatni. Þegar yfir um kom tók við brött brekka upp að bænum Tungunesi, sem við stefndum að, var þar ósljett undir og ófærð í lautunum, svo að við urðum að fara af baki og ganga. Jeg mun hafa orðið að taka þá á allri minni orku, en einhvernveginn brölti jeg þetta eins og hinir. Þégar komið var heim að Tungunesi var rætt um, hvað gera skyldi, setjast að eða halda út í hríðina og ófærðina ýfir hálsinn, sem yfir þurfti að fara í Svínadalinn. Þótti ráðlegast að beiðast þarna gistingar, því að við Theodór munum varla hafa verið færir um meira þann dag- inn, hvað sem hinum eldri og harðari hefði tekist. Við vorum því næst leiddir inn í baðstofu, en hestarnir látnir í hús og gef ið hey. HJSBÓNDINN, merkisbónd- inn góðkunni, Erlendur dannebrogsmaður Pálmason, var ekki heima þegar við komum, en kom litlu síðar. Hafði hann verið á búnaðarfjelagsfundi frammi á Guðlaugsstöðum daginn áður, og gist þar um nóttina hjá Jóni Guðmundssyni bónda þar, föður Jóns alþm. í Stóradal, sem er ný- látinn. — Var svo mikið bænda- val í dölunum í Austur-Húna- vatnssýslu á þeim árum, að óvíða munu þá jafnmargir gáfumenn hafa búið, á ekki stærra svæði. Erlendur var mjög ræðinn og skemtilegur, hlýlegur í viðmóti og reyndist hann mjer hinn um- hyggjusamasti, er jeg þurfti hjálpar hans við í lasleika mín- um. Sögðu samferðamenn mínir honum af ferðum okkar og þau tíðindi að norðan, sem hann fýsti að heyra. Voru langferðamenn á þeim árum aðalfregnberarnir sveita og landshluta á milli, því að þá voru póstferðir mjög strjálar, en hvorki símar komnir nje útvarp. Varð Steingrímur mest fyrir því að halda uppi við- ræðum við Erlend, bæði af því að hann var fróðastur um þau efni, sem hinn hafði mesta ánægju um að tala og auk þess þekkti Er- lendur föður hans, Jón alþm. á Gautlöndum, sem oft hafði kom- ið þar á þingferðum sínum. Litlu eftir að við settumst að í Tungunesi, setti að mjer köldu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.