Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 30
414 ItESBÓK MORGUNBLAÐSINS » FJAÐRAFOK Romain Rolland, rithðfundurinn frægi segir í bók sinni, „Jean Christ- ophe": • Dýrin gefa umhverfinu gaum. Hús- dýr verður gott eða vont, undirförult eða hreinskilið, viðkvœmt eða tilfinn- ingarlaust, ekki aðeins í samræmi viC það, sem húsbóndi þess kennir því, heldur einnig í samræmi þaS það, sem húsbóndi þess er. „Jeg er fæddur fimmta dag fimmta mánaðar ársins. Húsið, sem jeg bý 1 er númer fimm við götuna. Jeg bý á fimmtu hæð og hef fimm herbergi. Og við veðreiðarnar veðjaði jeg á hest númer fimm í fimmta riðli". „Vann hann?" „Nei, hann varð númer fimm". A hjarta mannsin eru sams konar dyr og á Hótel Borg. Um leið og ný ást gengur inn um þær, f«r sú út- kulnaða út. „Góðan daginn. Jeg er hjerna með dálítið, sem jeg hef fundiS upp. Þessi uppfinning hefur kostað mig þrotlaust starf i 25 ár. Hún er margra millíóna virði". „Nú og hvað viljið þjer fá fyrir hana?" „Fimm krónur - eigum við »8 segja fímm krónur?" „Heyrðu lagsi, þú drekkur alt of mikið". „Hvaða vitleysa. Á hverjum morgni, þegar jeg vakna, þá langar mig f snaps. Nú — og þegar jeg er búinn að fá mjer einn lítinn, þá verð jeg strax alt annar maður. Nú — og það er sá náungi, sem gengur um síþjór- andi allan daginn". * Kvenfólk er vitrara en karlmenn. Það veit minna, en skilur meira. • • „Skrambi ertu orðinn horaður". „Já, jeg er byrjaður að megra mig. Jeg ljettist um 20 pund á mánuði". „Jæja, þú verður þá alveg horfinn einhvern tima í september". * Margar konur gera menn að fíflum. En sumar gera fífl að mönnum. • Engir tveir menn eru eins. Og báðir eru því fegnir. • Eiginmaðurinn: Veistu þaC, Inga, a8 vísindamennirnir hafa fundiB það út, að konan þarf meiri svefn en, matj- urinnf Eiginkonan: Nú og hvað gvof EiginmaBurinn: Jeg meina aðeins að þú eigir ekki að vaka og bíða eftir þvl, að jeg komi heim í nótt • Malarinn: Þegar jeg mala e8a skapa Ustaverk, þ^ er þaC altaf af innri þörf. Bóndinn: AuívitaS... Þjer eruð evangir... þjer þarfrjist peninga. Feitur ma<5ur leitatS ráða hjá lækni um það, hvernig hann ætti að fara aC því að megra sig. Læknirinn ráð- lagði honum að fara út i skóg á hverj- um degi og höggva við. Viku seinna kom maðurinn til lækn- isins, sem þá spurði hann, hvernig hon- um gengi með megrunina. „Jeg hefi höggvið skóg reglulega 1 4 tíma á dag", svaraði maðurinn. „Og þjer eruð ekki farnir að finna afleiðingarnar", spurði læknirinn. „J.ú, vissulega, nú hefi jeg ekki nema þrjá fingur á annari hendinni og annað læriö er flakandi í sárum". „Það var skírnarveisla hjá Ólsen í gær". „Nú, og hvað var dóttirin látin heita?" „Hún átti að heita Sara. En af þvl að guðmóðirin stamaði, þá var stelp- an skírð Sahara". Vinurinn: Jeg hefi lesið eina bók eftir þig. Skáldið (brosandi): Þá síCustut Vinurinn: Ja, þa8 vona jeg. • „HvaS gerðist áriS 14837" „Þá fæddist Lúther". „Nú, en hvaS gerSist árið 1487?" „NtS, þá varS Lúther 4 ára'*.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.