Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 Nokkrar endurminningar Ásgríms Jónssonar málara „Varð hugfanginn þegar hann sá fjöllin“ VIÐ Bergstaðastræti sunnar- lega eru tvö sambygð lág hús, með háu risi, er þeir bygðu sjer fyrir allmörgum árum, Ásgrímur Jónsson og Jón Stefáns- son málarar. Vinnustofur þeirra eru undir risinu háa, en íbúðirnar á stofuhæð. Fyrir nokkrum dögum heimsótti jeg Ásgrím. Hann er elsti málari landsins og hefir lengst þeirra allra unnið að málaralist. — Jeg væri hvergi annarstaðar nú, en suður við Miðjarðarhaf, ef ekki væri þessi bannsetta styrjöld, sagði hann. Hann hefir, sem kunnugt er, ver- ið heilsuveill síðustu ár, en er mikl- um mun betri til heilsu nú upp á síð kastið, en hann var um skeið. Þegar við vorum sestir, bar jeg upp erindið. Jeg er kominn til þess að heyra eitthvað um æfi þína og starf. — Spurð þú, segir Ásgrímur, og jeg mun svara. Annars er mjer það satt að segja hálfgert nýnæmi, ef jeg á að fara að renna huganum eitthvað aftur í tímann. Jeg hefi alltaf nóg að gera við að hugsa um vinnu mína, og það sem er að ger- ast. — Jeg ætla þá að byrja á byrj- uninni og spyrja hvenær þú fyrst fórst að hugsa til þess að verða mál ari? Ásgrímur bregður höfðinu snögg- lega til — lítur til lofts og segir: — Það er eftir því, hvernig á það ei litið. Jeg sigldi til Hafnar frá Bíldudal, með Lauru, haustið 1897, hafði 200 krónur í vasanum, stað- ráðinn í því að verða málari. En sú ákvörðun átti sjer langan aðdrag- anda. F j allahr ingur inn. Undir eins og jeg varð svo stór, að jeg kom auga á fjallahringinn umhverfis Suðurlandsundirlendið, Ásgrímur Jónsson. höfðu fjöllin undarleg áhrif á mig, seiddu athygli mína að sjer. Eitt af því allra fyrsta, sem jeg man eft ir er það, að jeg sat úti á túni, með brjef í Jiöndum, á brjefinu var blátt % letur. Var jeg þarna að bera saman litinn á letrinu(og á Eyjafjallajökli. Þá hefi jeg verið á þriðja eða f jórða ári. — Hvar var bernskuheimili þitt? — Rútsstaðahjáleiga í Flóa, skamt fyrir ofan Loftsstaði. Jeg var heima til fermingaraldurs. Fór þá til Nielsens verslunarstj. á Eyr- arbakka. Var þar vikadrengur, en þaðan fór jeg í vegavinnu og til sjós hjer sunnanlands. Síðan til Pjeturs Thorsteinssonar á Bíldudal. — Hafðir þú engin tök á að teikna, meðan þú varst heima í Rútsstaða hjáleigu? Hróarsholtsklettarnir. — Jeg reyndi hvað jeg gat. Og þegar mig vantaði pappír eða ann- að sem til þurfti, þá mótaði jeg sitt af hverju. T. d. man jeg eftir, að jeg bjó til líkan af Hróarsholts- klettum með bænum og kirkjunni undir klettunum. Þessir klettar blöstu við heiman að frá mjer. — Þeir ljetu mig aldrei í friði. Þeir voru í mínum augum dularfullir og æfintýralegir, mintu mig á útilegu- menn og huldufólk. En mikil vand- ræði komst jeg í, með að ná í pappír með rjettum lit, til að hafa í kirkju- þakið. Það var blágrátt bárujárns- þak. — Úr hverju mótaðirðu klettana? — Úr leðju, grjóti og mosa. — Þetta líkan mitt hafði jeg á kál- garðsveggnum í bæjarvarpanum. Eitt sinn málaði jeg Heklu með krít og þvottabláma. Það var ekki vitlaus hugmynd að bjarga sjer á þann hátt. — Uppörfun hefir þú enga feng- ið á bernskuárum þínum til þess að leggja fyrir þig myndagerð? — Nei. Síður en svo. Jeg heyrði oft, þegar jeg kom á bæi, að fólki fannst jeg vera skrítilegur, eins og utan við mig, og tæki ekki eftir neinu, ellegar jeg grandskoðaði hluti, sem aðrir veittu ekki eftir- tekt. Bæjarþilin í sveitinni voru eitt kærasta athugunar og viðfangsefni mitt. Þú manst hvernig gömlu þil- in eru með margskonar einkennileg- um svip, rjett eins og þau væru lif- andi og með mismunandi lyndisein- kennum, sum montin og reigings- leg, en önnur feimin og vesældar- leg. Lengi barðist jeg eitt sinn við að móta bæjarþil, eftir bæ einum í sveitinni. Mjer fanst öldungis ekki nóg að gera nákvæma eftirlíkingu af þilunum. Því að þó svo væri, þá vantaði hinn sjerkennilega, lifandi svip, sem þessi þil höfðu. Og þang- að til var jeg. að, að mjer fanst jeg sjá sama svipinn á eftirlíkingunni, og þann, sem jeg sá á þilunum. Hefi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.