Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 407 farið að bregða birtu og komið frost. Tók Steingrímur því það ráð, að fara beint niður að Brekku til gistingar, því þangað var styst til bæja, enda var hann þar eitthvað kunnugur. — En við hinir hjeldum fram að Hnaus um í Þingi, eins og við höfðum ætlað okkur, áður en þetta óhapp kom fyrir. Það fór eins og sumir höfðu spáð í Tungunesi um morguninn, að jeg mundi hressast við úti- veruna, og leið mjer nú ekkert illa, enda þótt jeg væri máttlítill til göngulags, og þegar jeg sett- ist að borði á Hnausum um kvöld ið, var jeg búinn að fá allgóða matarlyst. Magnús bóndi Stein- dórsson bjó þá í Hnausum, og var þá sem jafnan gott hjá hon- um að gista. • FIMTUDAGINN 29. septem- ber var orðið grátt loftið og leit út fyrir hríð eða rigningu, enda fór fljótt að rigna er fram á daginn kom og var mikið krap- sull þann dag og versta færð, því að bæði óð í snjóinn og jörðina. Þegar Steingrímur var kominn til okkar frá Brekku lögðum við af stað og riðum sem leið lá yfir á Skriðuvaði og vestur Vatns- dalshóla og í Víðidal, og hvíldum hvergi teljandi fyr en í Galtar- nesi. Þar drukkum við kaffi og hresstum okkur og hestana. Þegar við vorum að leggja af stað aftur kom Hannes bóndi þar heim frá fjárgæslu, hafði hann staf í hendi og þótti okkur hann mikilúðugur ásýndum og tilkomu mikill. Gæti jeg trúað að hann hefði verið karlmenni mikið. Nú tók við slæmur áfangi. Það var slabbsamt yfir Miðfjarðar- háls þennan dag — og gátum við sjaldan farið hraðar en fót fyrir fót, göturnar voru fullar af krapi — og allt var jafn grátt, bæði himinn og jörð. Við reyndum að halda á okkur hita með því að ganga upp brekkur og þar sem færðin var lökust. Jeg var nú líka farinn að ganga eins og hin- ir. — Það var mikið farið að bregða birtu er við komum að Miðf jarð- ará — og nú var hún í flóði — rann yfir eyrarnar neðan við Staðarbakka, og sýndist stórfljót í myrkrinu. En með því að fara hana í mörgum krókum og kvísl- um tókst okkur að lokum að kom ast yfir hana, heilum á húfi. — Urðum við þá fegnir að komast í húsaskjól á Staðarbakka. Þar bjó þá presturinn sjera Lárus Eysteinsson og kona hans, Sig- ríður Methúsalemsdóttir frá Arn- arvatni í Mývatnssveit. Þekktu Mývetningarnir hana og fengum við þar bestu viðtökur. Sjera Lárus var fremur lágur vexti, alvarlegur á svip með skarpleg augu. Hann var mikill gáfumaður og talinn besti kenni- maður. — Við fjelagar vorum fegnir hvíld og hressingu, sváfum vel um nóttina og bjuggum okkur undir nýja hrakninga. Föt okkar voru þurkuð og að okkur hlynnt eins og hægt var, og lögðum við því hlýir og hressir út í úrkomu og vaðal næsta dag, sem var föstudagur 30. september. Veð- ur var þá öllu lakara en daginn áður. Regnið streymdi úr loftinu, en stormurinn var meiri en áður, sem hrakti þokubólstrana á und- an sjer utan af Húnaflóanum og inn með Strandafjöllunum. Hrútafjarðarháls var illur yf- irferðar, mýradrög á milli holta og mela og lá víða í þessu, því öll jörð var orðin vatnsósa. Við urðum fegnir að skjótast undir þak á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Þar bjó þá góðkunn- ur bóndi, Sigurður að nafni, sem síðar flutti að Kirkjuhvammi. Hjá honum fengum við okkur hressingu, kaffi og vindil, því að þar var greiðasölustaður. Hlýn- aði okkur þá í svip og munn- herkjurnar hurfu. Þar hittum við líka f jörmanninn mikla og kjark- manninn alkunna, Júlíus lækni Halldórsson frá Klömbrum. Hann kom frá því að fylgja Sæmundi Bjarnhjeðinssyni, sem þá var eins og við á leið suður í skóla, og með Sæmundi var Halldór sonur læknisins, þá tæpra tíu ára gamall, sendur suður til afa síns Halldórs yfirkennara Friðriks- sonar. Júlíus sagði okkur, að Hrúta- f jarðará væri alófær, og væri því eina ráðið að fara, eins og hann gerði, yfir leirurnar með fjöru, þ. e. ríða yfir sjálfan fjörðinn rjett utan við árhólmana. Það var hressandi að tala við læknir- inn og fórum við því frá Þór- oddsstöðum með nýju fjöri og auknum kjarki — og hjeldum hver á eftir öðrum götuslóðirnar fram Hrútafjörðinn. Það var farið að f jara út á ný er við komum suður undir f jarð- arbotninn og tókst okkur að svamla þar yfir. Djúpt var að vísu í álunum, en um það skeytt- um við ekki. Við gátum varla orðið blautari en blautir og á- fram urðum við að komast. En þótt við næðum Vesturlandinu og værum nú komnir í Strandasýslu, voru. ekki torf ærur þeirrar dag- leiðarinnar búnar, því að nokkr- ar þversprænur fram með brekk- unum reyndust glettnar og gáska fullar og var Theodór Jensen hætt kominn í einni þeirra, af því að hann fór tæpt á brotinu. En Rauður hans var vel alinn og sterkur og skreið með hann úr kaststrengnum upp á bakkann. ÞETTA kvöld komum við að Melum í Hrútafirði hraktir og votir að vanda og fengum þaj gistingu. Þar bjó þá ungur bóndi, Finnur að nafni, sem skömmu seinna fór til Vesturheims. Hann var bróðir Jósefs, sem seinna bjó lengi á Melum. — Þarna var stór bær í gömlum stíl, baðstofa port- byggð og rúmgóð. Lengi hafði þarna verið stórbú, eigi aðeins á dögum Jóns sýslumanns, heldur og hjá Jóni syni hans, sem þar bjó lengi. Hann var þá orðinn gamall og hættur búskap, var hann hár maður og grannur, al- varlegur á svip og eigi orðmarg- ur, en bar það með sjer að hann hafði verið greindur maður og búhöldur góður. Við f jelagar sátum um kvöldið inni í stofu undir baðstofulofti og ræddum um ferðalagið og framtíðarhorfurnar. Daginn eftir, sem var 1. októ- ber, átti að setja lærðaskólann í Reykjavík. Það var nú augljóst að ekki myndum við komast suð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.