Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 Ferðasaga skolapilta haustið 1887 Eftir Ásmund Gislason, præp. hon. AÐ var árið 1887, sem þessi saga gerðist. Á þeim ár- um, sem liðin eru síðan, hefir margt breyst hjer á landi, ferðalögin ekki síður en annað. Ferðin, sem jeg ætla að segja frá, norðan úr Fnjóskadal til Reykjavíkur, stóð yfir í hálfan mánuð, og var þó haldið svo vel áfram, sem ástæður leyfðu. Sje þetta borið saman við ferðalag nú á dögum, er hægt að komast leiðina í bíl á einu dægri, og í flugvjel á 1—2 klukkutímum. Þó þetta væri í lok september mánaðar og fyrstu dagana í októ- ber, voru oftast verstu illviðri og vatnavextir. Þá var nálega hvergi ruddur vegarspotti, engar brýr, sem teljandi væru, og hest- arnir einu farartækin. Vorið 1887 hafði hafís legið fyrir Norðurlandi, sem færðist austur þegar fram á sumarið kom, og lá meðfram Austurlandi fram á haust. Á sauðburði skall á stórhríð norðanlands, sem drap fjölda fjár og jafnvel útigönguhross, og lömbin hrundu niður, þó í húsa- skjóli væru. Sumarið kom seint og var kalt. Mig minnir að túnin væru hálfgrá 1 Hrútafirðinum þegar við skólapiltar vorum þar á ferð í byrjun júlímánaðar, eri eitthvað var sprettan betri aust- an til í Húnavatnssýslunni. — Hópar af Vesturförum biðu þá eftir skipi í kauptúnunum þar nyrðra, einkum á Borðeyri. Það var óhugur í mörgum og kvíði. — Oft var þoka og súld þetta sumar, og þegar því tók að halla, hríðaði í fjöll og niður í miðjar hlíðar. Svo komu göngur og rjett- ir eins og vant var. Það voru uppáhalds- og gleðidagar fyrir mig í æsku, sem þótti vænt um sauðkindurnar. En líklega hefi jeg ekki notið fyllilega fagnað- arins í rjettunum þetta haust, af því að jeg var farinn að kvíða fyrir suðurferðinni. Það var eins og legðist á mig, að eitthvað and- stætt mundi mæta mjer, því að jeg kveið aldrei eins fyrir því að fara að heiman og í þetta sinn. Svo kom burtfarardagurinn, fimtudagurinn 22. september, er jeg lagði af stað frá Þverá í Fnjóskadal. Það var úrkomu- laust, en köld austanátt. Foreldr- ar mínir fylgdu mjer suður fyrir túnið og svo lagði jeg einn af stað í langferðina. Um vorið hafði jeg fengið hest leigðan fyr- ir sunnan, svo sem jafnan síðan meðan jeg var í skóla, og var sumarleigan eftir klárinn 18— 20 kr. Mátti nota hann undir heyband, en skila varð honum í góðum holdum. Gamlan hnakk hafði jeg keypt í Reykjavík um vorið, sem mjer var sagt að Bergur Thorberg landshöfðingi hefði átt, og þóttu mjer það mik- il og góð meðmæli með hnakkn- um. Jeg var í hlýjum vaðmálsföt- um, en ekki hafði jeg nógu góð hlífðarföt til þess að mæta ill- viðrinu, sem á dundi í þessari ferð. Að vísu var jeg í lágum vatnsstígvjelum og stuttri olíu- treyju, en vantaði vatnsheldar buxur. Þegar sunnlenski hesturinn minn sneri þarna heim á leið, hefir hann sennilega verið ljett- ari í lund en jeg. Mig minnir að sjónin væri eitt- hvað döpur eða óskýr fyrst eftir að jeg skildi við foreldra mína. Það var einhver móða fyrir aug- unum. Líklega hefi jeg ekki oft litið til baka, enda hvarf bærinn fljótt sjónum mínum. Og nú var teningunum kastað. Fjelagi minn og bekkjarbróð- ir, Pjetur Helgi Hjálmarsson, sem var Mývetningur, hafði skrifað mjer og sagt, að næsta dag ætlaði hann að vera staddur á Akureyri á suðurleið, og skyld- um við hittast þar og verða sam- ferða suður. — Fnjóskadalur er fagur á sumr- in, óvenjulega litauðugur. Þó er hann fallegastur viku til hálfs- mánaðar tíma að haustinu, með- an lyngið og laufið á fjalldrapa og skógi er að gulna og roðna. Þá fer hann um stund í skarlats- skykkjuna sína, en svo breytast litimir fljótlega. Nú var dalur- inn orðinn dökkur yfirlitum og það leið ekki á löngu áður en hann færðist í líkklæði vetrarins. — Krókagötur, ofan eða neðan við bæina, lágu fram dalinn og hundamir hlupu út frá hverjum bæ í veg fyrir mig. Þá voru ekki komnir bílvegir eða brýr. Jeg man ekki eftir öðr- um brúm á allri leiðinni suður til Reykjavíkur en trjebrúnni yfir Þverána skammt austan við heimili mitt og á Bægisá í öxna- dal og brúnum á Elliðaánum við Reykjavík, sem # bygðar vom 1883. Jeg lagði einn upp á Vaðla- heiði frá Skógum og fór Geld- ingsárskarð. Þoka var á heiðinni. Þar var þá glögg gata, og meira að segja nýlagður vegur niður heiðina að vestan. Það þótti góð vegabót þá, þó nú sje fyrir nokkrum árum hætt að fara þann veg. — Þegar jeg komst niður úr þokunni fór jeg að hlakka til. Kvíðinn hvarf með þokunni. Tilhlökkunarefnið var að hitta f jelaga minn á Akureyri, og máske fleiri skólabræður, sem kynnu að vera þar á suður- leið. Skólapiltarnir komu eins og sauðir af afrjett utan af landi á haustin og söfnuðust saman í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.