Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 7
LÍSBÓi; MORGUNBLAÐSINS 391 Sjómaður og húsamálari. Á Bíldudal var kaupið kr. 2,40 á dag „í merkjum". Pjetur Thor- steinsson greiddi þannig. Merkin voru einskonar ávísanir á úttekt í búð hans. En jeg fjekk kaupið 1 peningum, þegar jeg fór. Fyrst er jeg kom vestur, var jeg til sjós. En er Thorsteinsson fjekk vitneskju um að jeg væri að fást við að teikna, tók hann mig í land, og Ijet mig mála hús. Það var mikið betri vinna. Sjórinn átti aldrei við mig. Jeg var á Bíldudal í ein tvö ár, bjó á hótelinu hjá Sigvalda Bjarnasyni í hinum svonefnda „Al- menning", því það var ódýrt. Eitt sinn var settur inn til mín tauga- veikissjúklingur. Það kom ekki að sök. Hann var ekki mikið veikur. Hann var af skipi frá Akureyri, er lagði upp afla sinn á Bíldudal. Skipstjórinn var alvörugefinn mað- ur. Ekki man jeg hvað hann hét. Sagt var að hann væri oft við flösk una. Eitt sinn heyrði jeg hann segja við mann, að það væri synd, að jeg skyldi ganga þarna og verða að engu, í staðinn fyrir að komast til útlanda og læra að mála. Þá teikn- aði jeg og málaði, og Thorsteinsen hjónin keyptu sumar myndirnar. — Eitt sinn keypti frú Ásthildur af mjer mynd fyVir 10 krónur. Það var dásamlegur viðburður. Svo þegar jeg heyrði um Einar Jónsson og Þórarinn Þorláksson, að þeir væru komnir til útlanda, þá hjeldu mjer engin bönd. Sloppinn úr prísund. Jeg sigldi sem sagt um haustið 1897.Er til Hafnar kom, var ekki annað fyrir mig að gera, en að leita mjer atvinnu, og það sem íyrst. — Leitaði jeg til Kristjáns Kristjáns- sonar, bróður Kristjáns skipasmiðs á Bíldudal. Hann lánaði mjer her- bergi sitt. Hann átti heima í Nörre- sögade. Hann var vænsti maður, myndar- legur og kom alstaðar vel fram. — Hann útvegaði mjer nú atvinnu hjá firmanu Chr. Berg og Sön. Berg hafði málaraverkstæði, málaði alls- konar húsgðgn. Þegar jeg hafði unnið þar í þrjá daga kom húsbóndinn og sagði: — Það er svo að sjá sem þú kunnir ekkl neitt. Þetta var satt. Jeg kunni auðvitað ekkert, nema það sem jeg hafði lært af sjálfum mjer við húsa málninguna á Bíldudal. En Berg lof aði mjer að halda áfram. Hjá hon- um var jeg í þrjú ár og meira til. — Hvernig brá þjer við, er þú varst kominn til útlanda? — Mjer fanst sem jeg væri slopp- inn úr prísund. — Það er að segja, jeg var eins fegin aftur, þegar jeg kom heim. En þarna var hægt að Iæra. Þárna gat jeg Iært, og þarna brosti framtíðin við mjer. Fyrstu þrjú árln varð jeg að vinna hjá Berg að húsagagnamáln- ingu, en gekk á teikniskóla á kvöld- in. Eftir þann tíma fór jeg á Aka- demíið á veturna, en vann hjá Berg á sumrin. Þegar ekkert var að gera á verkstæðinu á sumrin, ljet Berg mig mála myndlr handa sjer. — Þetta var afbragð. Jeg málaði líka m. a. 3 myndir af húsagarðinum, þar sem málaravinnustofan var. — Þar voru fleiri fyrirtæki. öll vildu þau eignast myndir eftir mig af garðinum. Þetta var gamall skemti- legur húsagarður. Stundum fór jeg út úr bænum og málaði, þar sem mjer sýndist, fyrir Berg. Fœ Alþingisstyrk. Vorið 1902 f ór jeg svo heim. Kom við í Vestmannaeyjum og málaði þar um tíma. Meðal annars myndir af Eyjafjallajökli, frá þeirri hlið. Jeg sótti um styrk til þingsins til fram haldsnáms. Fjekk strax góða og öfl uga meðmælendur, sr. Jón Helga- son, siðar biskup, og Hermann bóndi Jónasson á Þingeymm mæltl fast- lega með mjer. — Ritstjórarnir Björn Jónsson og Hannes Þorsteins son voru mjer og mjög hliðholUr. Jeg fjekk styrkinn. Jeg var hólp- inn. Um haustið fór jeg til Hafnar, hætti að ganga á Akademíið og fór að mála upp á eigin spýtur. Var nú næstu sumur heima, en ytra á vetrum, fór ferðir til Þýskalands og Austurrlkis, var heima veturinn 1905—'06, en haustið 1908 fór jeg til ítalíu, var þar nálega ár og kom þaðan hingað heim. Síðan hefi jeg verið l^ngst af hjerna heima. Italíuferð. — Hvar hafðir þú lengsta dvöl I Italíu? — 1 Florenz og Róm. En auk þess fór jeg svipferðir til Napoli, Capri og víðar og var um tíma um sumarið uppi í Sabínafjöllum í litla bænum Rocca di Papa eða Páfa- björgum, eins og sr. Þórhallur Bjarnason kallaði þau.. — Jeg skrifaði honum að sunnan. Hann var þá að hugsa um altaristöfl- ur í kirkjur. Hann birti brjef mitt — mig minnir í Kirkjublaðinu. Hann vildi fá mig til þess að skrifa fleiri brjef, t. d. um jarðskjálftana, þegar Messína hrundi. En jeg vildi það ekki. Jarðskjálftarnir náðu ekki til Rómaborgar. Þar haggaðist ekk ert. Jeg vissi ekki annað um þá en það, sem jeg las í blöðunum, og sá á kvikmyndum. Ein kvikmynd frá Reggio var hræðileg. Þar sást þeg- ar verið var að draga líkin út úr rústunum. Það leið yfir marga á- horfendurna. Eftir skamman tíma var myndin bönnuð. En hroðalegast ir voru ræningjarnir. Þeir áttu það til að skera fingur af lifandi fólki, sem sat fast í rústunum, til þess að ná af því gullhringum. — Málaðir þú, meðan þú varst í Italíu? — Nei. Sama og ekkert. Enginn tími til þess. Allur tíminn fór í að skoða söfnin. Það er mikið erfiði, þar sem mikið er að sjá. — Með hverjum varst þú aðal- lega? — Ýmsum Norðmönnum og Svi- um, er jeg hitti. M.a. kyntist jeg Svartstad málara, er síðar giftist Sigrid Undset. Hann var gáfaður maður og skemtilegur. Með Ingvar Nielsen var jeg lengi. Hann var frændi Björnstj. Björnson. Hann var rithöfundur — varð lyfsali í Röros síðar. Með honum var jeg I Pom- pei. Hann vildi fá mig til að fara með sjer upp á Vesuv. Jeg þvertók fyrir. Sagðist geta fengið nóg af eldf jöllum á Islandi. Það varð hon- • um dýr ferð. En feginn var jeg að vera þar ekki með. Hann bað gestgjafann, sem við bjuggum hjá að útvega sjer öku- mann og fara með sig á Vesúv. — Gestgjafinn gerði svo. ökumaður- inn þurfti að staðnæmast við hverja krá á uppeftir leiðinni. Heitt var í veðri og hann þyrstur. Báðir þyrstir. En ökumaðurinn sagði, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.