Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1942, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Páll Olafsson skáld Sonur hans Björn P. Kalmon segir frá AUSTFIRÐINGUR einn, Hall- dór Pjetursson að nafni, kom til mín í sumar og sagðist hafa náð í vísu eftir Pál Ólafs- son, er hann teldi vera fyrstu vísu hans. En önnur vísa hefir verið talin fyrsta vísa skáldsins, og er hún í ljóðabók hans. Hún er svona: Uppnuminn fyri' utan garð úti' og niðri' á fönnum, sjera Olafs sonur varð syrgður af heimamönnum. Tilefni þessarar vísu var það, sem segir í ljóðabókinni, að Páll hafi gengið út og niður fyrir svo- nefndan Kerlingarfót í túninu á Kolfreyjustað um vetur, er snjór var á jörð, en aftur á%bak í spor- in sín heim og falið sig. Var hans leitað og sporin rakin þangað til slóðin hvarf, eins og hann hefði þar verið uppnuminn. Hann var á 8. ári er þetta gerðist. En vísan, er geymst hefir í minnum manna þar eystra sem elsta vísa þessa listaskálds, er svona: Litli Brúnn er lipur vel, af ljótum Jarp ei raupá. Stóra-Brún jcg sterkan tel, Stifill frár til hlaupa. Halldór hafði vísu þessa eftir frú Þóreyju Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði í Hróarstungu, en frú Þórey var í æsku samtíða Rósíðu Erlendsdóttur, er á unga aldri var vinnukona á Kolfreyju- stað, og kunni hún vísuna þaðan. Vísan er eftirtektarverð, m. a. fyrir það, að hún ber með sjer, hve snemma hinn mikli og snjalli hestamaður hefir haft auga með hestum og eiginleikum þeirra. Páll er í miklu dálæti meðal Aust firðinga.. Lausavísur hans eru þar á hvers manns vörum, fleiri en annarsstaðar á" landinu, og Páll Ólafsson skáld og kona hans Ragnhildur Bjarnardóttir. — Myndin er tekin árið 1899 að Hjaltastað í Fljótsdalshjeraði, en þar var þá prestnr sjera Geir Sæmundsson, síðar vígslubiskup. Páll var þá 72 ára, en kona hans 55 ára. margar sögur um Pál á lofti, m. a. hver tilefni voru að ýmsum vísum hans, enda margar tor- skildar, ef tilefni þeirra er ó- kunnugt. „Það er »vo margt". Nokkru eftir að mjer barst þessi vísa Páls hitti jeg son hans, Björn P. Kalman, á götu og bað hann að segja Lesbók eitthvað um hann, skáldskap hans eða eitt og annað, sem hann geymdi í minni um föður sinn. Björn hafði á hraðbergi margar vísur og heil kvæði, sem orkt voru við ýms tækifæri, en altaf sagði Björn að endingu, er hann hafði haft eitt- hvað yfir: En þetta er nú ekki birtingarhæft — ellegar: þetta má ekki birtast, af þessum eða hinum ástæðum, sem hann til- greindi. Þafi var bersýnilegt, að Björn á heilan sjóð af endur- minningum um föður sinn og skáldskap hans, sem hvergi er annarsstaðar til, og hvergi hefir verið skráður. Hjer um kvöldið fór jeg heim til Björns og bað hann að miðla mjer einhverju af þessum fróð- leik. Ja — hvar skal byrja, sagði Björn. Það veit jeg ekki. Og hvernig á að koma því í heild og samhengi ? — Við kærum okkur kollótta um heildina og samhengið, segi jeg. Og síðan hóf Björn frásögn sína. — Jeg var 22 ára, þegar faðir minn dó, er fæddur 1883. Við vorum þrír bræður, en bræður mínir dóu úr barnaveiki báðir í sömu vikunni, þegar jeg var þriggja ára. Jeg var rjett farinn með þeim, en tórði. Jeg man að- eins eftir þeim einu sinni, man að með mjer voru tveir náungar að kútveltast í rúminu hjá pabba.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.